Vaka - 01.01.1927, Síða 69
[vaka]
SAMLAGNING.
63
fer síðan smáhnignandi. ÞaÖ er hægt að mæla þekk-
ingu 14 ára unglings, höfuöstólinn, sem hann fer með
út í lífiÖ. En hvernig verður mælt, hvort þessi höfuð-
stóll er þess eðlis, að hann ávaxtast sífellt upp frá því,
eða dauður fjársjóður, sem tíminn etur upp? Vestur-
íslendingar guma af skólamenntun barna sinna og þykir
lítið koma til sjálfmenntunar íslenzkra sveitabúa. En
meðan enginn Stephan G. Stephansson kemur úr skól-
um þeirra, og þeir kunna ekki einu sinni að meta
Stephan betur en þeir gera, ætti þeir að tala gætilega.
Þó að mér sé sárt um heimilisfræðslu vora og sjálf-
menntun, eins og hún hefur verið fram að þessu, dett-
ur mér ekki í hug að neita því, að alþýðumenning vor
standi tii bóta. Og við því má búast, að af breyttum að-
stæðum í sveitum leiði meðal annars breytingar á barna-
fræðslu, hvort sem þær eru æskilegar eða ekki. Vér
stöndum á tímamótum í þessum efnum eins og fleirum,
og hvergi gengur byltingin nær hjartarótum íslenzkrar
menningar og þjóðlífs. Það er enginn ofmetnaður, þó
að fullyrt sé, að vér eigum hér verðmæti að vernda, sem
ekki megi kasta hurt í ráðleysu. í stað þess að seilast
eftir hinum fjarskyldustu fyrirmyndum fyrir barna-
skóla kaupstaðanna og sníða síðan fræðslu sveitanna
eftir þeim, eigum vér að byrja í sveitunum. Hvernig er
hægt að varðveita þar það, sem bezt hefur reynzt í
menntalífi alþýðu? Hvernig er hægt að færa sér þá
reynslu í nyt í fræðslu bæjarbarna? Hvað er það í er-
lendri reynslu, sem bezt samþýðist hinni þjóðlegu
inenntastefnu? Vér höfum allt of mikla undirstöðu í
þessum efnum til þess að vér þurfum að gera börn vor
að tilraunadýrum. Það er svo mikill ábyrgðarhluti að
fleyta oss yfir þetta byltingaskeið, að ekki verður minna
af forustumönnunum heimtað, en að þeir þekki sögu
þjóðarinnar og hina lifandi sveitamenningu og hafi þor
og hæfileika lil þess að athuga og hugsa sjálfir. Þeir
verða að setjast við l'ótskör íslenzkrar menningar og læra