Vaka - 01.01.1927, Side 70
f>4 SIGURÐUR NORDAL: [vaka]
af heuni, áður en þeir taka sér fyrir hendur að dæina
hana og setja annað í staðinn. Eg ætla að vona, að það
sé giftusamleg tilviljun, að á þessum tímamótum hef-
ur valizt til fræðslumálastjóra inaður, sem hefur sýnt,
þótt á öðru sviði sé, að hann getur hugsað eins og ts-
Iendingur. Ef íslenzki skólinn á að vera þjóðinni sam-
hoðinn, verður hann ekki síður að bera sinn svip en
íslenzka kirkjan. Hann verður að vísu ekki fremur en
hún neitt musteri, en samt of góður til þess að mang-
araborði með erlendum verksmiðjuiðnaði sé þar skip-
að í æðsta rúm. íslendingar hafa löngum átt beztu helgi-
stundir sínar fjarri kirkjunum, augliti til auglitis við
náttúruna. íslenzkir klerlcar hafa einatt flutt beztu pré-
dikanir sínar á stéttunum. Fræðslu alþýðunnar hefur
verið líkt háttað. Hún hefur farið fram utan skóla og
skólastunda, án prófa og mælinga. Bezta niðurstaða henn-
ar hefur ekki verið þekking, heldur þekkingarþrá. Vér
fáum það aldrei bætt, ef vér vængstýfum þá þrá og
hneppum hana í þröngvar skorður til þess eins að koma
lögum mælinganna yfir hana.
IV.
Þess er að því síður þörf að halda mælingunum fast
að þjóð vorri nú á dögum, sem hún virðist einmitt full-
fús til þess að selja hið ómælanlega fyrir hið mælanlega.
Þegar almenningur kýs sér atvinnu, er lítið spurt um,
hvort vinnan sé skemmtileg, holl eða vænleg til þroska.
Það er spurt um kaupgjald og annað ekki. Vinnugleðin
verður ekki mæld i tölum, né laun þess að leysa verlt al'
hendi af alúð og fullri trúmennsku. En kaupgjaldið tal-
ar máli, sem allir skilja. Og það er einatt ekki skyggnzt
dýpra en svo, að spurt er um, hversu margar krónur
gangi gegnum greipina um árið, en ekki hitt, hversu
margar líklegt sé, að eftir verði í lófanum í árslok.
Vinnuinaður í sveit, sem eyðir litlu og getur fengið að
fleyta fram talsverðu af skepnum, er miklu líklegri til