Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 71
(VAKAJ
SAMLAGNING.
65
þess að efnast, þótt árskaupið sé lægra, en sjómaður-
inn, sem Jætur fljótaflað fé fljóta í margvíslegum fé-
lagsskap og á alltaf á hættu að vera atvinnulaus með
köflum. — Fólkið streymir til bæjanna með meginreglu
samlagningarinnar í huga, að því fleiri menn, sem sam-
an sé komnir á litlum bletti, því meiri verði skemmt-
unin, hamingjan og jafnvel vitið. Þegar svo i fjölmenn-
ið er komið, ætlar allt að kafna í heimsóknuin og sím-
tölum, kjaftæði og slæpingi. Af virðingunni fyrir inanns-
lífinu, sem oss að sjálfsögðu er innrætt, virðist ekki hafa
verið dregin sú einsæja ályktun, að þyrma beri tíma
manna, af því að hann er lífið, einveru þeirra, af
því að hún er eina leiðin til sáluhjálpar. Enda ná engar
hagskýrslur til þessara góðsömu og kyrrlátu mannvíga,
sem snúa samlagningu bæjanna í frádrátt.
En ef nokkuri þjóð er það skylt og nauðsynlegt að
rísa gegn ofríki talnanna, þá eru Islendingar sú þjóð.
Vér höfum náð bezta þroska vorum í fásinni, það hefur
verið styrkur vor og veikleiki í einu, að vér höfum aldrei
lagt einstaklinginn í sölurnar fyrir heildina, aldrei gert
hann að fylkingar-núlli eða vélarnagla. Þetta hefur ekki
einungis komið til af því, að oss þætti einstakiingurinn
svona dýrmætur, heldur lika af hinu, að heildin var of
smávaxin til þess að beita hann ofríki. Vér höfuin verið
og verðum líklega alltaf kögurþjóð á mælikvarða vaxt-
anna: að mannfjölda, auði, verklegum framkvæmdum.
Vér höfum borizt inn á rétta leið. Ekkert getur gefið
oss gildi, nema rækt við einstaklingana. En ef veldi
vitsins fer sivaxandi í hlutfalli við veldi líkamskrafta,
héðan af eins og hingað til, þá vex að því skapi von
smárra menningarþjóða að láta til sín taka. Hún er
reist á því einfalda lögmáli, að á sviði vitsmunanna eru
tveir og tveir ekki fjórir. Þar verða herskarar miðlung-
anna að lúta i Iægra haldi fyrir einum manni full-
gildum.
Sigurður Nordctl.
5