Vaka - 01.01.1927, Page 76
[vaka]
GENGI.
Gjaldeyrir og gengi. — Gengi er gott orð, en þó
mun mörgum, sem notar það, óljóst hvað það merkir.
Orðið er lipurt og létt, en það ber ekki með sér, hvað
við er átt. Gengi er hinn erlendi kaupmáttur pening-
anna. Menn sækjast ekki eftir peningum sjálfra þeirra
vegna, heldur til þess að geta fengið fyrir þá eitthvað,
sem verðmætt er til notkunar eða neyzlu. Peningarnir
eru sú eining, sem allt verðmæti er mælt í. Gjaldeyrir-
inn er verðmælir. Hann er og látinn í skiftum fyrir
verðmæta hluti. Hann hefir kaupmátt. Sjáll'ur er hann
ekki verðmæti, nema að því leyti sem hann er gerður
úr verðmætu efni. En því er ekki að fagna hér á landi
nú á tímum. Pappírinn er ódýr. En kaupmáttur gjald-
eyrisins þarf ekki að vera háður því, úr hvaða efni
hann er gerður. Eðlilegast væri og heilbrigðast, að
gjaldeyririnn hefði a 1 I t a f sama kaupmátt. En frá því
getur brugðið. Kaupmáttur hans breytist með hækk-
andi eða lækkandi verðlagi. Á því hafa þjóðirnar fengið
að kenna, síðan heimsstyrjöldin hófst. Eðlilegast er og,
að gjaldeyririnn hafi a 1 s t a ð a r sama kaupmátt. En
út af því getur einnig brugðið. Mönnum finnst, að
krónan eigi alstaðar að vera króna, hvar sem fyrir
hana er keypt. Og það er hún að visu að nafninu til,
en þó er ekki víst, að hún sé alstaðar sama krónan.
Þegar seðlar eru óinnleysanlegir, getur orðið mikill
munur á kaupmætti þeirra innan lands og utan. Inn-
lendi kaupinátturinn fer eftir verðlaginu i landinu
sjálfu, en hinn erlendi kaupmáttur er skráður með
ýmsu móti af þeim, sem fara með völdin á peninga-
markaðinum. Það er hann, sem nefndur er g e n g i.