Vaka - 01.01.1927, Page 77
[vaka]
ÁSG. ÁSG.: GENGI.
71
Breytingar á kaupmætti. — Á ófriðarárunum
varð gífurleg breyting á kaupmætti islenzku krónunnar.
Ef miðað er við smásöluverð í Reykjavík, þá þurfti
árið 1917 kr. 2,48 til að jafnast á við 1 kr. 1914. Ár-
ið 1920 höfðu kr. 4,46 sama kaupmátt og 1 kr. 1914.
Úr því tók verðlagið að falla og er nú svo komið, að
það þarf kr. 2,52 móts við hverja 1 kr. 1914. Þó að
íslenzkir seðlar hafi verið óinnleysanlegir frá 1915,
þá er ástæðan til verðbreytinganna ekki sú ein, að slitn-
að hafi sambandið milli seðlanna og gullsins. Lengst af
var enginn munur gerður íslenzkra og danskra pen-
inga og héldust þeir um og fyrir ofan gullverð fram
undir árslok 1918, en þá tekur verð þeirra að falla
hraðfara miðað við gull. Um mitt ár 1922 skilja leiðir
íslenzkrar og danskrar krónu. Og hafði þá of lengi
verið stritast við að halda íslenzku krónunni í háu
gullverði. Fyrri hluta ársins 1924 stóð íslenzk króna
lægst, í 49,1% af sínu gamla gullgildi. Hinn innlendi
kaupmáttur hennar mun þó aldrei hafa lagað sig eftir
því lægsta gengi, sem skráð hefir verið. Það var lág-
sveifla, sem festing komst aldrei í, og reyndust því
ekki torveld hin fyrstu spor krónunnar upp á við eftir að
árferði fór að batna. Undir árslokin var aftur komið
upp í 59,9%. 1925 tók krónan hvert hástökkið eftir
annað, og komst g'engi hennar þá upp í 81,7% af hinu
gamla gullgildi. Við það hefir setið það sem af er þessu
ári.
Orsakirnar. — Verðlagssveiflur hér á landi frá
ófriðarbyrjun stafa at' tvennu, breytingum á heiins-
markaðsverði, eða m. ö. o. verðbreytingum gullsins,
og síðar verðfalli gjaldeyrisins móts við gull. Almenn-
ing má það einu skifta, hvor orsökin ræður. Söm
er truflunin á viðskiftalífinu, hvort heldur er. Verðhækk-
unin kom utan að, og verða umráðendur íslenzkrar
seðlaútgáfu vart áfelldir fyrir það, þó ekki væri hinu
hækkandi verði á aðfluttum vörum svarað með því að