Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 80
74
ÁSGEIIi ÁSGEIHSSON:
tVAKA]
er milli seðla og gulls í þeim löndum, sem gullfót hafa,
að því, að halda kaupmætti þess föstum. Á seinni hluta
síðustu aldar var gullfótur lögtekinn í flestum menn-
ingarlöndum, og má telja það stærsta ávinninginn í
viðskiftalífi þjóðanna um langt skeið. Það létti mjög
fyrir um öll milliríkjaviðskifti, en undir þeim á
allur almenningur afkomu sína nú á tímum. Gullfótur-
inn var hið mikla myntsamband allra þjóða og bætti
úr því, að enginn sameiginlegur gjaldeyrir er til.
Pappírsgjaldeyrir. — En eins og fleira fór þetta
forgörðum í ófriðnum mikla. Gullinnlausnin var viðast
hvar upphafin og hömlur settar á gullflultning milli
landa. Hreyfingar gullsins gátu ekki lengur sagt til um
það, hvort draga bæri úr seðlaútgáfu eða auka hana.
Verðlagið hækkaði margfalt á við verðfall gullsins. Seðla-
fúlgan stækkaði. Og nú búum vér enn við pappírsgjald-
eyri og óvissuna um það, hvers virði hann sé. Eitthvert
sannvirði hlýtur hann þó að hafa! Og fyrsta sporið til
að gera sér grein fyrir því, hvar vér stöndum, er að
finna, eftir hvaða reglum heri að meta verðgildi hans
í milliríkjaviðskiftum. Nú er það auðfundið, hvers
virði gjaldeyririnn er i innanlandsviðskiftum. Hver sá,
sem greiðir peninga fyrir vörur eða vinnu, fær glögga
hugmynd 'um hinn innlenda kaupmátt. Verðvísitölur
Hagstofunnar sýna hlutfallið milli hins innlenda kaup-
máttar um mitt ár 1914 og nú. í ágústmánuði síðastliðn-
um höfðu kr. 2,52 sama kaupmátt og 1 kr. 1914. En rétt-
látan erlendan kaupmátt, sanngengið, er ekki hægt að
miða við það eitt, þvi verðlagið hefir einnig breyzt i
viðskiftalöndum vorum. Þegar gullið er myntfótur, er
það kaupmáttur þess i viðskiftalöndunum, sein ræður
genginu, en kaupmáttur gullsins og verðlag landsins er
i rauninni eitt og hið sama, þar sein gullinnlausn er
haldið uppi. Nú, þegar gullið er úr sögunni, er því ekki
við annað að miða en verðlagið i viðskiftalöndunum,
og liggur það í augum uppi, að það er i rauninni jafn-