Vaka - 01.01.1927, Page 81
[VAKA
GENÍiI.
75
gildur mælikvaði fyrir réttu gengi pappírsgjaldeyris
og gullverðlagið var áður fyrir gengi seðla, sem inn-
lausnarskylda hvíldi á. Rétt gengi pappírsgjaldeyris
finnst af hlutfallinu inilli innlends kaupmáttar gjald-
auranna i viðskiftalöndunum. Ef hér á landi þarf
að greiða 25 krónur fyrir sama vörumagn og kostar á
Englandi 1 £, þá er það eðlilegt gengi, að 1 £ kosti 25
kr. Það, hversu mikils virði krónan er með þessu lil-
tekna verðlagi á íslandi og Englandi, miðað við hið
gamla gullgildi hennar, má því finna með því, að marg-
falda þetta hlutfall með hinu gamla gullgildi.
Útreikningurinn verður þannig:
1816 • 100 = 0.73
25
Með þessu hugsaða verði er þá gengi íslenzkrar krónu
73 gullaurar.
Kaupmáttarjafngengi. Lögmálið fyrir gengi ó-
innleysanlegs gjaldeyris er þvi þetta: Eðlilegl gengi
pappírsgjaldeyris er hlutfallið milli verðlagsins í við-
skiftalöndunum margfaldað með hinu gamla gullgildi
gjaldeyrisins1). Verðlagið kemur fram í verðvísitölum.
og verður að sjálfsögðu að leggja allsherjarvísitöluna
til grundvallar útreikningnum. Gengi þetta hefir á ís-
lenzku verið nefnt: kaupmáttarjafngengi, þ. e. það
gengi, sem er niiðað við jafnvægið milli kaupmáttar
gjaldauranna. Það er raunar nokkrum örðugleikum
bundið að reikna lit kaupmáttarjafngengi. Það má
reikna það úl eftir framfærslukostnaði í viðkomandi
löndum, smásölu- eða heildsölu-verðs vísitölum. Trygg-
ast mun að nota heildsöluvisitölurnar. Vísitölurnar munu
reiknaðar út með nokkuð mismunandi hætti í ýmsum
löndum, en þó er ekki ofætlun hagstofum, sem hafa lærð-
um hagfræðingum á að skipa, að komast að viðunan-
legri niðurstöðu og ætla fyrir skekkjunum. Kaupmátt-
1) Sbr. ,1. Þorl.: Lággenfíi, l)ls. (ií)—80.