Vaka - 01.01.1927, Síða 82
76
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:
vaka]
arjal'ngengið láta allar þjóðir, sem vilja vita fótum sín-
um forráð í fjármálum, hagstofur sínar finna. Þó er mér
ekki kunnugt um, að Hagstofu íslands hafi verið falið
það verkefni, og víst er, að engar skýrslur um það hafa
verið birtar almenningi til leiðbeiningar í gengismálinu.
Er það þó hin mesta nauðsyn, að gert sé Ijóst, hversu
miklum frávikum frá eðlilegu gengi breytingar á
hinu skráða gengi valda, og hversu lengi innlent verð-
lag er að laga sig eftir breyttri skráningu. Eftir slíkum
upplýsingum mundi stefna margra í gengismálinu fara.
Gengi, sem skráð er of hátt, eflir innflutning og tálmar
útflutningi. Vörurnar streyma á sam'a hátt og gullið og
valda tilhneigingu hjá genginu til að nálgast kaupmátt-
arjafngengið. Það er skilyrði fyrir heilhrigðu atvinnu-
og viðskiftalifi, að kaupmóttur gjaldeyrisins sé áþekkur
innanlands og utan. Innlendum og erlendum kaupmætti
má líkja við tvær hliðar á sama seðlinum. Seðillinn er
jafngildur á hvora hlið hans sem er litið, og svo her og
að vera um kaupmáttinn.
Gengisskráning. Á gullinnlausnartímum eru
stjórnir seðlaútgáfunnar hundnar við það að halda
seðlunum í lögmæltu gullverði. En þegar búið er við
pappírsgjaldeyri, eru nær engin takmörk fyrir þeim
breytingum, sem á genginu geta orðið. Seðlabankastjórn-
ir, gengisnefndir eða önnur þar til sett stjórnarvöld,
eru sjálfráð um það, hvaða gengi er skráð. Þau geta
látið framboð og eftirspurn ráða öllu um skráninguna,
ef þeim svo sýnist og rikisvaldið tekur ekki i taumana.
Þau geta starblínt á gjaldeyrisverzlunina eina og sleppt
öllu tilliti til verðlags og þjóðarhagsins í heild sinni.
Þetta hefir komið fyrir hér á landi. A síðasta ári var
gengi íslenzkrar krónu skráð með tilliti til framboðsins
cins á íslenzkum gjaldeyri, án þess að taka nægilegt til-
lit til jaíngengisins og þols atvinnuveganna. Er það sér-
staklega hættulegt hér á landi að láta framboð og eftir-
spurn, sem, ef rétt er á haldið, litil áhrif á að hafa, ráða