Vaka - 01.01.1927, Síða 84
7$
ÁSGEIR ÁSGEIRSSOX:
vaka]
liyggjRii og' dugnaðurinn fær ekki sín laun. Tilviljunin
mælir ofdirfskunni tap eða gróða, en hikið og aðgerða-
lcysið situr helzt að sínu. Sá, sem seldi ibúðarhús sitt
1914, byggir siðar annað engu betra, en skuldirnar hafa
stórum aukist. Sá, sem bygði hús 1920 og afborgar það
á mörgum árum, stynur undir þungbærum skuldum. Sá,
sem dró saman sparifé 1914 og lagði á vöxtu, fær minna
verðmæti fyrir það en hann hafði til ætlast. Sá, sem safn-
aði innieign 1920, fær meira en hann hefir rétt á. Sum-
ir fá of mikið, aðrir of lítið. Þannig mun halda áfram,
þar til festa kemst í kaupmátt gjaldeyrisins, gengi og
verðlag. Samningum, áætlunum, kröfum og skuldbind-
ingum er breytt með einu pennastriki þeirra, sem geng-
inu ráða. Tölum verðbréfa og skuldabréfa er að vísu
ekki haggað, en stærð þess mælikvarða, sem miðað er við,
er breytt, og áhrifin á viðskifti og afkomu verða hin
sömu. Menn eru ekki sviknir, heldur vonsviknir. Laus-
gengið mælir aldrei réttlátlega, heldur ætíð of eða van.
Tryggari en þetta verður réttarverndin í þessum efnum
ekki, fyr en Alþingi hefir tekið ákveðna stefnu, sem
öllum sé um kunnugt. Þjóðfélaginu ber skylda til að
vernda þegna sína fyrir fleiru en því, að rænt sé og stolið
og ráðist á saklausa menn.
Föst stefna. — Fyrir Alþingi er ekki um fleiri en
tvær leiðir að velja, annaðhvort að taka ákvörðun um,
að stefnt sé að hækkun íslenzkrar krónu upp i hið
gamla gullverð, eða að leitast sé við að festa krónuna
nú þegar með lægra gullverði en hún áður hafði og þá
sem næst núverandi sanngildi hennar. Alþingi getur
ekki setið hjá og látið allt ráðast! Til þess er þingið,
að skipa málum þjóðarinnar, hagkvæmlega og réttlát-
lega. Það er að visu allalgeng skoðun, að ekki tjái að
taka ákvarðanir um gengið á þjóðþingum fremur en
að setja lög um rás vatnsins eða gang himintunglanna.
Þar sé ekki annað að gera fyrir kjósendur og þingmenn
en að standa hjá og horfa á, hvaða hlutskifti forsjónin