Vaka - 01.01.1927, Síða 86
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:
j VAKA.]
80
hagstæður eða óhagstæður. Það er því ekki nóg til auð-
veldrar hækkuuar, að jöfnuður komist á út- og inn-
flutning, en auðvitað skapar hagstæður greiðslujöfn-
uður betri skilyrði fyrir gengishækkun, ef sú stefna er
tekin, því þá er af einhverju að taka. En það er jafnan
stefnan, vitandi vilji, sem veldur hækkandi gengisskrán-
ingu, en engin ytri nauðsyn.
Kreppa. — Þegar hið skráða gengi hækkar að mun,
kemst á ósamræmi milli hins innlenda og erlenda
kaupmáttar gjaldeyrisins. Þetta ósamræmi verður að
jafna, ef hækkunin á að haldast, með því að þrýsta
hinu innlenda verðlagi niður. Verð innfluttrar vöru fer
fyrst niður og án mikilla harmkvæla, en telcur þó ekki
skeminri tima hér á landi en allt að einu ári, að lækki
til fulls. Verð innlendrar vöru og vinnu spyrnir aftur
miklu fastar móti lækkuninni, og fer ekki niður, nema
dregið sé úr lánsfjárnotkun, kaupgeta almennings rýrni
cg verðlagið lækki þar fyrri. Takmörkun á útlánsstarf-
semi bankanna bitnar á atvinnuvegunum. Framleiðslan
býr við hátt verðlag inn á við, en lágt út á við. Fram-
leiðslukostnaðurinn er greiddur í mörgum krónum, en
andvirði afurðanna í fáum. Lækkandi afurðaverð veld-
ur jafnan kreppu, Kreppa, sem fylgir gengishækkun,
er sköpuð af frjálsum vilja af þeim, sem með völdin
fara. Að því leyti er hún ólík þeim kreppum, sem stafa
frá lækkun á heimsmarkaðsverði, en áhrifin eru hin
sömu.
Iíaupdeilur. — Atvinnurekendur reyna að jafna
hlut sinn ineð því að þrýsta niður kaupgjaldi. En
verkamenn standa fast á móti, og er það hin mesta
vorkunn, því verðlagið er lengi að færast niður. Engin
stétt vill verða fyrst lil að taka kauplækkuninni. Eng-
in trygging er fyrir því, að aðrar stéttir fylgi með. Hér
á landi nýtur ekki frjálsrar samkeppni til fulls, og á
sumuin sviðum gætir hennar ekki nema erlend sam-
keppni komi til skjalanna. Húsnæði er takmarkað og