Vaka - 01.01.1927, Page 89
[vaka]
(JENGI.
83
izt. Það tjáir ekki að lofa auknu fjárniagni, því lakinark-
aður gjaldeyrir og lítil kaupgeta er skilyrðið fyrir þvi, að
takmarkinu verði náð. Það sómir illa að setja sér mark og
mið, og vilja svo ekki beita þeim meðölum, sem til þess
þarf að ná því. En fátt er algengara í þessu máli en það,
að menn teljast fylgja hækkun krónunnar, en eru mót-
snúnir öllum þeim ráðstöfunum, sem nauðsynlegar eru
til að ná því marki. Hvorum endanum á að trúa, þegar
hundurinn geltir og dinglar rófunni í senn? Kemur þetta
af undarlegri fál'ræði, því reynsla Hollands, Sviss, Banda-
ríkjanna, Englands og Svíþjóðar frá árunum 1920 til
1923 er til aíspurnar. Það er engin dyggð að loka augun-
um fyrir örðugleikunum, enda ætti það ekki að vera
unnt lengur, því nú getum vér byggt á eigin reynslu á
síðasta ári.
Eldra sparifé. — Það er ein sterkasta taug hækk-
unarstefnunnar, að ekki sé réttlætinu borgið, nema
krónan nái aftur sínu gamla gullgildi. Er það byggt á því,
að þeir, sem peninga eiga á innstæðu eða í útlánum, hafi
kröfu til að fá þá greidda í gulli eða fullu gullgildi. Það
er að vísu rétt, að þeir sem enn eiga eldri kröfur en frá
1914, er verðlagsbreytingarnar hófust, verða fyrir órétti,
er þeir fá þær greiddar í verðföllnum gjaldeyri. En
þessir menn eru i'áir og má með sama rétti gjöra kröfu
til, að gengið sé l'ellt í verði vegna hinna, sem skuld-
bundu sig, ineðan kaupmáttur gjaldeyrisins var minnst-
ur. 1914 voru bankainnstæður og sparisjóðsinneignir
manna hér á landi um 11,7 milljónir. En livað margir
skyldu ennþá eiga svo gamalt fé óhreyft? Viðskifta-
hraðinn er ör, og flestir munu þeir hafa hagnýtt sér
peninga sina á lággengistimum. Þeim, sem það hafa
gert, verður ekki bættur skaðinn, þó nú væri hækkað
til fulls, og því færri verða þess réttlætis aðnjótandi
sem lengur dregst framkvæmdin. Hin hægfara hækkun
er ekki óðfús að bæta þeim skaðann. En nú mun þessi
hægfara ást á réttlætinu almennust. Og þó að gjaldeyr-