Vaka - 01.01.1927, Page 92
86
ÁSGEIIl ÁSGEIRSSON:
VAKA
ur, að vera seðlabankastjórnum aðhald um að halda
gjaldeyrinum í föstu verði. Gullið er góður þjónn en ill-
ur húsbóndi.
Launamenn. Enn er því haldið fram, að launa-
menn eigi kröfu til hækkunar. Þeir hafi búið við óhag-
stætt verðlag á verðhækkunar- og gengislækkunartímum,
og er það að vísu rétt, en þó er ekki víst, að þeir séu að
bættari, þó enn verði breytingar á verðlagi í hina áttina.
Kaupdeilur og atvinnuleysi draga injög úr laununi
verltamanna á hækkunartímum. Þeir launamenn, sem
safnað hafa skuldum á undanförnum árum vegna óhag-
stæðs verðlags, fá skuldabyrði sína aukna. Launamenn
eiga allt sitt undir afkomu atvinnuveganna, og truflanir
atvinnulífsins á hækkunartímum bitna vissulega á þeim.
Atvinnurekendur og launamenn þjást hvorirtveggja ai'
óáran í atvinnuvegunum, en þeir, sem lögðu inn lág-
gengisseðlana, hirða það, sem heimtist á verðlækkun-
artímum. Þegar svo verðlag vöru og vinnu er aftur
komið í samræmi við gengið, þá er ekkert unnið fyrir
þá, sem laun taka. Hvorttveggja hefir lækkað að sama
skapi, launin og nauðsynjarnar. „Dýrtíðin“ er hin sama.
Ef nokkra skynsamlega inerkingu á að leggja í það, að
dýrtið fari minnkandi, þá er það sú, að kaupgjald standi
i stað, en verðlag fari lækkandi. En til þess er ekki ætl-
azt með gengishækkun, enda óhugsandi, ef hækkunin
á að vera varanleg, eins og áður er um getið.
Litlir hækkunarmöguleikar. Örðugleikarnir
á því að hækka gengið hafa stórum aukizt á síðari árum.
Gengishækkunin reyndist íullörðug í Englandi og Svi-
þjóð og er þar þó um auðugar þjóðir að ræða. Vér
stöndum nú með tvær höndur tómar, eftir hina fyrstu
hækkunarskorpu, og höfum misst af þeim stuðningi,
sem er að því, að gengishækkunin verði i sama mund
og hjá aðalviðskiftaþjóðunum. Danir og Englendingar
hafa þegar hækkað sinn gjaldeyri svo að segja til fulls.
Vér íslendingar höfum þegar setið af oss aðalmöguleik-