Vaka - 01.01.1927, Page 94
88
ÁSGEIlí ASGKIHSSON :
VAKA
og skuldbindinguin. Menn halda því, sem þeir nú eiga og
skulda það, sem þeir skulda. Hið háa verðlag, sein heims-
styrjöldin skapaði, verður varanlegt. Varanleg dýrtíð
verður það þó ekki kallað, því kaupgjald hefir hækkað
mun meir en sem því nemur. Festan leiðir til hollustu
i viðskiftalífi og siðbótar. Lánstraust batnar að sama
ska])i sem gjaldevririnn feslist, því fjármálamenn vita,
að þeim er betur að treysta, sem geta vitað fótum sín-
um forráð, en hinum, sem byggja rekstur sinn á hverl'-
anda hveli.
G j aldeyrisverzlunin. Örðugleikarnir við að
festa núverandi jafngengi eru engir umfram það að
festa, eftir að krónan hefir náð sínu gamla gullgildi.
Yfirlýstur festingarvilji hindrar alla óheilbrigða spá-
kaupmennsku með gjaldeyrinn. Framboð erlends gjald-
eyris þarf ekki að trufla festingarviðleitnina. í því landi,
þar sem búið er að talca endanlega ákvörðun um fest-
ingu, er áhættulaust að kaupa allan erlendan gjaldeyri,
sem fram er boðinn. Ef eigendur innstæðnanna, sem
myndast við gjaldeyriskaupin, setja fé sitl í umferð,
er annaðhvort, að þeir kaupa fyrir það vörur til út-
fiutnings, og er þá um eðlilegt fé að ræða, eða þeir
binda það í atvinnurekstri eða fyrirtækjum, og þarl' þá
ekki að óttast, að það leiti aftur úr landinu á svip-
stundu. Seðlabankinn þarf aðeins að gæta þess, að auka
ekki sína eigin lánsstarfsemi lil muna með slíku fé,
sem afturkræft er á hverri stundu, og eftir því sníður
hann innlánsvexti sína. Erlendan gjaldeyri er því óhætt
uð kaupa endalaust. En í rauninni er óendanlegt fram-
boð óhugsandi. Það er aðeins leikur hugsunarinnar.
Hvaðan ætti slíkt fé að streyma? Gengisbraskarar
hafa ekkert að vinna. Það fé er takmarkað, sem berst
að vegna atvinnu- og viðskiftalífsins. Á þetta hefði ekki
þurft að minnast, ef sá misskilningur væri ekki all-
rikur. að framboð á erlendum gjaldeyri hljóti alltaf að
trufla festingarviðleitnina.