Vaka - 01.01.1927, Page 96
DO
ÁSG. ÁSG.: GENGI.
[vaka]
eyri með hinu fasta verði. Þannig er pappírsgjaldeyri
haldið í föstu verði í hlutfalli við gullgildan, erlendan
gjaldeyri. Er þetta nefnt gullvíxilfótur. Með þessari að-
ferð hefir íslenzkri krónu verið haldið verðfastri þetta
árið. Höfum vér nú um skeið búið við fastan gullvíxil-
fót. Dæini Austurríkis fyrir ófriðinn mikla sýnir það,
að gullvíxilfótur getur verið jafntryggur gullfæti. En þó
er ekki vert að halda honum lengur en meðan fullkom-
in festa og jafnvægi er að komast í atvinnu- og við-
skiftalifið. Þegar þvi er náð, er næsta sporið og hið
síðasta í þessu máli að brevta myntlögunum, lögbinda
með tilliti til hins fasta gengis, hversu margar ís-
lenzkar krónur skuli myntaðar úr hverju kg. gulls, og
skylda seðlabankann til að innleysa seðla sína í gulli.
Er þá markinu náð og þess að vænta, að íslenzkri
seðlabankastjórn auðnist að halda gjaldeyrinum í gull-
gildi, meðan engar stórbyltingar verða í fjármála- og
viðskiftalífi Norðurálfunnar.
Stórmál. Gengismálið er hið mikla viðfangsefni
þessara ára. Alþingi hefir aldrei fengið til úrskurðar
mál, sem meiru varðar fyrir réttlæti í viðskiftum og
afkomu atvinnuvega landsmanna. Er það óskandi, að
þetta fari vel lir hendi þrátt fyrir þann frumbýlingshátt
á meðferð þessara mála, sem brytt hefir á til þessa.
Á.syeir Ásyeirs.son.