Vaka - 01.01.1927, Side 98
ÁRNI PÁLSSON:
VA K A
92
hinn mikli draumóramaður, var þó skarpskyggnari um
þetta ei'ni. Hann lýsti þingræðinu á Englandi svo, að
þar væru mörg hundruð harðstjóra í stað eins. Kjós-
endur hefðu þar að vísu inikinn veg og völd — á k j ö r -
d e g i, en á milli kjördaga væru þeir einskis virði. En
þessi orð hans voru að engu virt, þó að kenningar hans
hefðu hin mestu áhrif á hyltinguna að öðru leyti. Og
löngu síðar mun Carlyle hafa staðið nokkurn veg-
inn einn uppi, er hann kvað upp hinn þunga áfellis-
dóm sinn yfir ineiri hluta valdinu, sem allt þingræði
hvílir á. Hann sagði, að það væri ein hin fáránlegasta
og fjarstæðasta hugsun, sem nokkurn tima hefði fæðst
í mannsheila, að afl atkvæða ætti að ráða úrslitum
nokkurs máls. Þvi að ef deila risi i tíu manná hóp um
eitthvert málefni, þannig að níu væru á móti einum,
þá væri það hin heimskulegasta og ógeðslegasta firra
að ákveða m e ð I ö g u m , að þeir niu hefðu á réttu
máli að standa. (Shr. Latter-Day Pamphlets, Shill. Ed.,
hls. 202). Enda er ekki nokkur minnsta ástæða til að
halda, að níu menn viti eða vilji hetur en einn.
En slikar raddir létu menn lengi sem vind um eyrun
þjóta. Vér íslendingar megum minnast þess, hvilíkan
fögnuð endurreisn alþingis vakti hér á landi, enda
runnu hér sem víðar fornar minningar og nýjar frelsis-
hugsjónir saman i einn farveg. Þá kvað Jónas:
Riða skulu rekkar,
ráðum land byggja,
fólkdjarfir firðar
lil fundar sækja,
snarorðir snillingar
að stefnu sitja,
|)jóðkjörin prúðmenni
hingsteinum á.
Ég býst við, að þetta erindi veki nú kynlegar og hlandn-
ar tilfinningar i brjósti hvers einasta hugsandi Islend-
ings. Því að nú er öldin önnur. Nú vrkir höfuðskáld