Vaka - 01.01.1927, Side 101
[vakaJ
ÞINGRÆÐIÐ A GLAPSTIGUM.
95-
þingið skiftist aðeins i tvo fiokka, seni fóru nieð völd-
in á víxl. En nú er svo komið um alla Evrópu, að þing-
in riðlast í marga flokka, stærri og smærri, en enginn
einn þeirra ræður yfir meiri hluta atkvæða. Afleiðing-
arnar af þessu ástandi eru hræðilegar. Þeir þingmenn eða
þingflokkar, sem styðja stjórn, er hefir eigi traustan og
samhuga meiri hlula að hakhjalli, geta selt liðveizlu
sína dýrum dómurn, svo sem dæmin sanna bæði hér á
landi og annarsstaðar. En þar að auki sprettur af þessu
slík óvissa, ringulreið og stefnuleysi í löggjöf og stjórn-
arfari, að það verður aldrei málum mælt. Flokkatvístr-
ingin hefir í raun og veru kippt fótunum undan þing-
ræðinu og stofnað því í tvísýnu. — Loks er þess að geta,
að málæðið á þingunum hefir eldíi átt lítinn þátt i því
að rýra álit þeirra og vekja óheit hugsandi manna á
þeim.
Kvillar þingræðisins munu að vísu hal'a gert vart við
sig allsstaðar, en þó er langt frá því, að jafnmikil hrögð
séu að þeim í öllum löndum. Hvergi mun þingspillingin
hafa komizt á hærra stig en í sumum löndum Suður-
Evrópu, og er það því ekki tilviljun ein, að alræðis-
inenn hafa nú brotizt til valda hæði á Spáni og ítaliu.
Engum getum skal leitt að því hér, hvernig þau ör-
þrifaráð gefast til lengdar. Þess eins skal getið, að mik-
ill hluti almennings í þessum löndum er hvorki læs
né skrifandi og þolir þvi sjálfsagt hetur harðræðin en
ella mundi. Þá hefir og lengi leikið orð á því, að ekki
væri allt með felldu í stjórnmálalífi Frakka. Ravmond
Poincaré, sá er um eitt skeið var l'orseti og nú er for-
sætisráðherra Frakka, er einn sá maður, er ritað hefir
af mestri bersögli og sannleiksást um stjórnarfarið á
Frakklandi. í einni bók sinni (Qucstions ei figures
politiques) segir hann m. a. sögu stjórnmálamanns, er
koinizt hafði út á hina pólitísku braut fremur fyrir á-
eggjun annara en af eigin hvötum. Hann var mikils-
virtur embættismaður í sveitabæ einum, og hefst stjórn-