Vaka - 01.01.1927, Síða 104
98
ÁRNI PÁLSSON:
;VAKA]
þessi lýsing sé sannleikanum samkvæm í alla staði. Það
er ekki að kynja, þótt slíkt sljórnarí'ar reynist all-kostn-
aðarsamt. Hirðir sumra Frakkakonunga þóttu ekki létt-
ar á fóðrunum, en þó munu þær tæpast hafa gleipt
sJíkar l'úlgur, sem þingið hefir ausið í kjósendur og
vildarmenn. Hitl er satt, að gjaldþol þjóðarinnar er nú
meira en áður. Alltaf er verið að stofna ný embætti. Árið
1906 voru t. il. 702,596 embættismenn og starfsmenn í
þjónustu ríkisins, en 1909 voru þeir orðnir 757,678.
Eftir ófriðinn var reynt að grípa i taumana, en ekki veit
tg, hvernig það hefir heppnast. — Miklu ferlegri sögur
berast þó frá öðrum latneskum löndum, t. d. frá Portú-
gal. Skömmu ei’tir siðustu aldamót hafði einn ráðherr-
ann þar ellefu vellaunuð, en starfslítil eða starfslaus em-
bætti á hendi i'yrir utan ráðherraembættið, en annar
hafði Iátið svo lítið að skrá sig ineðal verkamanna, sem
höfðu atvinnu við eitt af fyrirtækjum stjórnarinnar, og
hirti síðan verkamanns daglaun ásamt ráðherralaun-
um sínuin! Og ekki er glæsilegra um að lítast vestan
hafs. Merkismaðurinn Lord Bryce, sem í 6 ár var sendi-
herra Breta í Washington, segir í bók sinni um stjórn-
arfarið í Bandaríkjunum (The American Commonwcalth
/.—II.), að orðið „stjórnmálamaður“ (politician) sé
orðið að smánaryrði um öll Bandaríkin, ekki eingöngu
meðal hámenntaðra manna, heldur einnig meðal allra
góðra borgara. Á einum stað kemst hann svo að orði
um hina pólitísku spillingu í Bandaríkjunum: „Eng-
inn lætur sér til hugar koma, að þeir, sem komast vel
áleiðis á embættisbrautinni, njóti verðleika sinna, og
enginn trúir á þær ástæður, sem tilfærðar eru til þess
að rökstyðja einbættaveitingar. Stjórnmálalistin er i þvi
fólgin að úthluta pólitískum verðlaunum þannig, að
fylgismennirnir verði sem öruggastir til liðveizlu, án
þess að andstæðingunum sé þó misboðið úr hófi fram.
Dugandismenn hafa neyðzt til að leggja stund á þessa
list; forsetar og ráðherrar hafa varið lil þess inargri