Vaka - 01.01.1927, Side 106
10(1
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
Eagin lygi virðist geta verið svo heimskuleg eða hroða-
leg, að ekki fáist einhver meiri eða minni hluti kjósenda
lil þess að gefa henni líf með því að trúa henni. Og loks
er ógæfan mesta, að nú er langt síðan, að nokkur flokk-
ur hefir haft traustan og einhuga meiri hluta á þingi.
Meðan svo búið stendur, heldur alþingi áfram að vera
paradís pólitískra lausamanna og biltingabraskara.
Það er því ekki að furða, þótt mörgum sé orðið órótt
innan brjósts, enda hafa þrjár bækur komið út nú ný-
lega, sem allar ræða um missmíðin á stjórnarfarinu.
(Guðm. Finnbogason: Stjórnarbót. Rv. 1924. — Sigurð-
ur Þórðarson: Nýi sáttmáli, Rv. 1925 og Guðm. Hannes-
son: Út úr ógöngunum, Rv. 1926). Það er ekki tilætlun-
in að ræða þessi rit hér eða tillögur höfundanna. Hins
vildi ég minnast ineð fáeinum orðum, hvort ekki muni
gerlegt að ráða bót á sumum meinsemdum hins íslenzka
þingræðis án gagngerðar breytingar á stjórnarlögum
landsins. Eg hygg að það gæti heppnast, ef kjósendur
kvnnu til að gæta. —
Guizot, hinn nafnkunni s'agnritari og stjórnmála-
maður Frakka, átti einu sinni tal við Lord Aberdeen,
enskan stjórnmálaskörung, um hinn dæinalausa uppgang
ensku þjóðarinnar á síðnstu öldum. Þeir voru að rekja
orsakirnar til þess merkilega fyrirbrigðis, þangað til
Lord Aberdeen allt í einu sló botninn í með þeim orðum,
að kraftur og hamingja Englands væri í því fólgin, að
þar í landi væru hinir vitru menn og réttsýnu fullt svo
djarfir og áræðnir sem ævintýramennirnir og óþokkarnir.
Aldrei hefir nokkurri þjóð verið borið fegurra vitni.
Þvi að ef lygin er einörð, en sannleikurinn feiminn, ef
óþokkaskapurinn er áræðinn, en drenglyndið kjark-
laust, ef iafræðin er harðsvíruð og digurmælt, en þekk-
ingin úrræðalaus og hjartaveikluð, þá er ekkert vissara
en að allt saman er á leiðinni norður og niður.
Ég hefi slundum heyrt menn bollaleggja um það,
hvernig íslendingar mundu reynast á vígvelli nú á tím-