Vaka - 01.01.1927, Síða 114
108
RITFRKGNIK.
VAKA
liér eigi fjöiyrt. Einn af útgefendum Vöku hefir nýlega lýst því
annarsstaÖar, betur en ég fæ gjört. Hin var oftrú á veldi og yfir-
l)urðuni sainbandsþjóöar vorrar. Sú trú kom einna ljósast fram í
orðum, sem mælt er, að einn af Iielztu stjórnmálamönnum vor-
um hafi sagt, um mánaðamótin júlí og ágúst 1914. I>á voru tekn-
ar að berast hingað fregnirnar um ófriðarhorfurnar, hver annari
ískyggilegri. Var um það rætt, að vér þyrftum að húast við ófriðn-
um. Hann kvað enga hættu á ferðum: „Danir eru ekki farnir að
mobilisera". Þetta er ekki sagt hér þessum mönnum til lmjóðs.
1‘eir eru sér þessa naumast mcðvitandi sjálfir. Þeir voru og eru
einlægir ættjarðarvinir margir hverjir, en þessar skoðanir þeirra
voru skiljanleg afleiðing af þvi, sem á undan var gengið. í Nýja
sáttmála gægjast þessar skoðanir fram. Þegar höf. leitar að rót-
um meinanna, rekur hann þau til sjálfstæðisbaráttunnar og eink-
um til sambandslaganna. Eg efast ekki um, að þetta sé sannfæring
hans, en í vorum augum er það hin mesta fjarstæða. Sögulega er
þessi skoðun höf. auðhrakin. Mennirnir, sem liann vítir mest,
höfðu flestir starfað lengi, áður en sambandslögin komu, og voru
liá fyrir löngu búnir að sýna sig. Skýringanna á inisfellunum er
að lcita allt annarsstaðar en í sjálfstæðisbaráttunni. Þvert á móti,
upp af sjálfstæðisbaráttunni liefir sprottið vænni vorgróður en
flestu öðru, sem yfir þjóðina hefir gengið. Þessar firrur höl'. verða
lil þess, að áhrif ritsins verða miklu minni en ella. Hitt er á-
stæðulaust að óttast, eins og sumir liafa gert, að þær verði sjálf-
stæði voru að nokkru tjóni. Þjóðiu er vaxin frá þessum skoðun-
um fyrir fullt og fast. Vér erum húnir að sjá það sjálfir og sýna
öðrum, að vér getum staðið óstuddir. Vér lærðuin það ekki hvað
sizt í heimsstyrjöldlnni. Vér vitum það og, að sambandslögin
veittu oss oflitið, en ekki ofmikið, og því nær allir landsmenn
munu sammála um, að sætta sig aldrei við, að sá lilutur vor sé
skertur.
Það hefir verið haft á orði um suma yngstu stjórnmálamenn-
ina vora, jafnvel af andstæðingum þeirra, að þeir berðust óvenju-
lega prúðmannlega og drengilega. Vér skulum vona, að það eldist
ekki af þeim, og að fleiri fylli þann lióp. Vér skulum vona, að
þetta sé roði af nýjum degi í islenzkum stjórnmálum, af meiri
beiðarleik og drenglyndi en verið hefir. Ef svo er, þá er það víst,
að allar hrakspár um fullveldi vort springa. Og ég veit, að sum-
ir spámennirnir, eins og liöf. Nýja sáttmála, myndi helzt óska Jiess.
().