Vaka - 01.01.1927, Síða 115
VA KA
RITFREGNIH.
109
HUNI)l(At) HUGVEKJUR til kvöldlestra. Eftir islenzka kenni-
menn. Rvik, 1926. 440 bls.
Biskupinn segir i formála bókarinnar, að það sé góð hugmynd,
að margir kennimenn leggi saman ræður sínar í eitt safn, svo
sem hér er gerl og í Prestahugvekjunum frá 1883. „Með þeim hætti
verður efnið ekki eins einhljóða og þegar aðeins einn er liöfund-
ur“. Eg er þessu algerlega ósamdóma. I'að liggur í hlutarins eðli,
að ekki nema fáir prestar geti verið svo góðir rithöfundar, að
ræður þeirra sé til þess fallnar að koma á prent. I’eir geta verið
sæmilegir kennimenn fyrir því, þegar þeir geta fylgt orðum sín-
um eftir með svip og rómi. Og í öðru lagi verður efnið einmitt
fábreyttara og fátæklegra, þegar hver maður leggur aðeins til eina
eða fáar ræður. Ef einn kennimaður gefur út 100 ræður, getur
hann liagað svo til, að þær fjalii uin öll þau efni, er hann vill
taka til meðferðar. Hér hefur hver sent sinar ræður án þess að
þekkja, hvað aðrir hafa lagt að mörkum. Að líkindum hefur líks
þessi samvinna manna, sem náðu ekki saman, dregið úr því, að
hver einstakur legði sig fram með fullri djörfung.
Niðurstaðan hefur orðið sú, að ræður þessara 57 kennimanna
hafa ekki orðið sérstaklega margbreyttar eða auðugar að efni
Annað mál er það, að þær eru mjög misjafnar. Iíér eru hugvekjur,
sem eru líkastar skólastilum, þar sem fyllt er viss blaðsíðutala
um ákveðið efni. En hér eru llka snjallar, andrikar og fallegar
ræður, góðar bibliuskýringar, einstöku sinnum spaklegar athug-
anir á mannlifinu. En þeir klerkar, sem eiga beztu liugvekjurnar,
hefði hver um sig getað gert mildu betri bók einn saman.
Enn er svo að orði kveðið i formálanum, að bókin eigi að sýna,
hvernig nú sé kennt á íslandi, og geti því orðið til fróðleiks þeim,
er siðar vildi kynna sér þau efni. Ekki er ósennilegt, að hún geti
lika orðið til íhugunar þeim, er nú vilja kynna sér ástand islenzkr-
ar kirkju og stöðu hennar í þjóðlífinu.
Trúarbrögðunum er likt farið og eldinum. Ef lifandi trú er
samfara heilbrigðri hugsun og opnum augum fyrir öðrum verð-
mætum lifsins, er hún æðsta linoss einstaklinga og þjóða. En snú-
ist hún upp í ofstæki og þröngsýni, getur hún sviðið af allan ann-
an andlegan gróður og kulnað sjálf í rústunum. Samkvæmt þessu
er hlutverk kirkjunnar tvenns konar: að glæða trúarlifið og halda
því þó i skynsamlegum skefjum — gera trúna að arineldi, sem
vermir húsið, en brennir ekki.
Ef dæma má eftir þessum hugvekjum, innir islenzka kirkjan
síðara lilutverkið ágætlega af hendi. Hér eru engar öfgar, ekkert
ofstæki, ekkert, sem fælt getur menn frá kirkjunni eða gefið þröng-
sýninni undir fótinn. Það er að vísu tæpt á þvi, að menn geti