Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 117
[vaka]
RITFREGNIR.
111
brögöin hal'a misst svo margar stoðir, að |)au mega ekki við því
að hafna neinum nýjum stoðum, er undir þau vilja renna.
Þess skal að lokum getið, að yfirleitt er vel vandað til máls og
stíls á hugvekjum þessum. Þó eru á ])vi nokkurir misbrestir. „Þess
hærri“ (bls. 1 og oftar) á að vera „því hærri“. „Drjúpa höfði” (bls.
63) er máileysa, á að vera „drúpa liöfði". Ófagrar setningar eru
þetta: . . „margir beztu mennirnir . . þeim hefur oft fundizt" (bls.
24), „við verðum að viðurkenna hann, sem þann, er bæði vill og
getur frelsað okkur“ (bls. 90). Þá virðist mér einstök orðatil-
tæki niiður smekkleg i háleitum stil, þótt góð sé i hversdagsmáli:
„innlimun i samfélag heilagra" (bls. 33); íslendingar eiga bágt
með að lita á innlimun sem keppikefli, „ábyggilegur leiðtogi"
(bls. 118, sambr. hina sígildu auglýsingu í Vísi: Ábyggileg vinnu-
kona óskast!). Ekki kann eg heldur við að kalla kærleika guðs
„þann mikla miðstöðvarhita" (bls. 344). Það minnir mig of mikið
á það, þegar síra Bjarni Gissurarson segir um sólina, að „hún
kyndi Herrans kakalón". S. N.
FISKARNIR eftir Bjarna Siemundsson. Reykjavík 1926.
Bók ]>essa má óefað telja meðal hinna merkustu bóka, er birzl
hafa á íslenzku hin síðari árin. Hún fjallar um islenzku fiskana.
Eru þar taldar 130 tegundir, er fengist liafa hér við land, innan
við 400 metra djúplinuna. Bókin er 528 siður (+ formála 26 siður)
i stóru 8 blaða broti með 226 myndum og fylgir henni snoturt
litprentað kort, er sýnir fiskimið, sjávardýpið, grunn og ála um-
hverfis strendur landsins.
Fyrsti þáttur bókarinnar (bls. 1—72) er stutf og glögg heildarlýs-
ing á fiskunum eða fiskaflokknum. Er þar sagt frá vaxtarlagi
þeirra, líffæragerð, skilningarvitum, æxlun, viðkomu og vexli, og
mörgu fleiru.
Annar þáttur bókarinnar er allur um íslenzku fiskana. Er þar
öllum íslenzku fiskategundum lýst; sagt frá útliti þeirra og ein-
kennum, getið lieimkynna þeirra, bæði hér við laml og annars-
staðar. Sagt frá lífsháttum þeirra, að svo miklu leyti sem
mönnuin er kunnugt, t. d. hver sé fæða þeirra, livernig þeir hagi
göngum sínum, hvar og hvenær þeir hrygni o. fl. Að síðustu er
sagt frá nytsemi hvers fisks fyrir landsbúa, hvernig hann sé
veiddur o. fl.
Hverjum ættbálki fiskanna, ætt og ættkvísl fylgja greiningar-
lyklar til leiðbeiningar fyrir þá, er vilja nafngreina fiska, er þeir
þekkja ekki, og auk þess er mynd af hverri fisktegund til sam-
anburðar. Veitir hókin þvi fróðleiksfúsum unglingum gott tæki-
færi til að spreyta sig á að nafngreina sjálfir fágæta fiska, er þeir