Vaka - 01.01.1927, Page 147
Sögufélagið,
stofnað 1902, hefir gefið út mörg merk sögu-
rit. Má t. d. nefna: Morðbréfabæklinga
Guðbrands biskups, Biskupasögur ]óns
prófasts Halldórssonar 2 bindi, Tyrkjaránið,
Alþingisbækur íslands 1570 — 1620, 5 bindi
(heldur áfram), Æfisögu ]óns prófasts Stein-
grímssonar og Skólameistarasögur, Lands-
yfirréttar- og hæztaréttardóma 1800—
1824 (heldur áfram), skemmti- og fræðiritið
Blöndu, sem þegar er komin langt í 3. bindi,
og ýms fleiri merkisrit, að ógleymdum Þjóð-
sögum Jóns Arnasonar, endurprentun eftir
frumútgáfunni í Leipzig, og eru þegar komin af
þeim 2 hefti (10 arkir). Bókhlöðuverð allra
bóka Sögufélagsins er nokkuð á 3. hundrað kr.,
en til 1. júlí 1927 geta nýir félagsmenn,
er greiða árstillagið (8 kr.), fengið allar
félagsbækurnar fyrir aðeins 93 kr.
Athugið þetta! 416 nýir félagsmenn gengu
í það síðastliðið ár. Biðjið um Skýrsiu fé-
laqsins fyrir 1926. — Þjóðsögurnar fást alls
ekki í lausasölu, svo að engir geta eign-
azt þær nema félagsmenn.
Forseti félagsins er Hannes Þorsteinsson þióðskjala-
vörður, og eiga nýir félagar aö gefa sig fram viö hann
eöa afgreiðslumann félagsins.
Gjaldkeri er Klemens Jónsson landritari.
Afgreiðslu bóka félagsins hefir Helgi Arnason
safnahúsvörður á hendi, og eiga félagsmenn að greiða
tillög sín beint til hans. Hjá honum geta menn pantað
ailar bækur félagsins og fengið þær sendar gegn póst-
kröfu að viðbættu burðargjaldi.