Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 10
10 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
PALESTÍNA, AP Bernard Kouchner,
utanríkisráðherra Frakklands,
segir það ógna friðnum geri Mah-
moud Abbas alvöru úr yfirlýsing-
um sínum um að bjóða sig ekki
fram til næsta kjörtímabils.
Ahmet Davutoglu, utanríkis-
ráðherra Tyrklands, sem var í
heimsókn hjá starfsbróður sínum
í Frakklandi, sagðist vona að
ákvörðun forseta Palestínustjórnar
væri ekki endanleg.
Bjóði Abbas sig ekki fram í
janúar gæti það aukið sigurlíkur
Hamas-samtakanna, andstæðinga
Fatah-hreyfingarinnar, sem Abbas
hefur stjórnað síðan Jasser Arafat
féll frá árið 2004.
Fatah-hreyfingin mun líklega
bjóða fram Nasser Al-Kidwa, fimm-
tugan frænda Arafats, sem hefur
verið fulltrúi Palestínustjórnar hjá
Sameinuðu þjóðunum.
Einna líklegast þykir þó að Mar-
wan Barghouti, Fatah-maður sem
hefur setið í fangelsi í Ísrael árum
saman, beri sigur úr býtum. Barg-
houti bauð sig fram árið 2004, þrátt
fyrir að sitja í fangelsi, en dró
framboð sitt til baka vegna þrýst-
ings frá áhrifamönnum í Fatah.
Abbas sagðist ekki hafa áhuga á
að gegna embættinu lengur vegna
pattstöðu í friðarmálum, sem hann
sakar bæði Ísraela og Bandaríkin
um að bera ábyrgð á. - gb
Ákvörðun Mahmouds Abbas veldur uppnámi:
Óvissa um fram-
haldið hætti Abbas
DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs-
aldri hefur verið dæmdur í Hér-
aðsdómi Suðurlands í átta mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir að
hafa haft tvívegis mök við þrettán
ára gamla stúlku. Þetta átti sér stað
í september í fyrra.
Maðurinn var ákærður fyrir að
beita stúlkuna ólögmætri nauðung
og með því að notfæra sér ölvunar-
ástand og reynsluleysi hennar og
yfirburðastöðu vegna aldursmunar
og líkamsburða, svo hún gat ekki
spornað við samræðinu. Hann var
sýknaður af þeim hluta ákærunnar,
þar sem hvorki þótti sannað að
stúlkan hefði verið mjög ölvuð, né
óviljug til samræðisins.
Maðurinn hafði boðið tveimur
stúlkum heim til sín. Hann sagði
umrædda stúlku hafa sagt sér að
hún væri fimmtán ára. Fyrir dómi
játaði hann að hafa tvisvar haft
samræði við hana umrædda nótt.
Dómurinn taldi vafa leika á að
maðurinn hefði vitað að stúlkan var
ekki orðin fimmtán ára. Hins vegar
hefði hann sýnt gáleysi með því
að grennslast ekki fyrir um aldur
hennar, þar sem útlit hennar svar-
aði til aldurs.
Maðurinn var auk ofangreinds
dæmdur til að greiða stúlkunni 400
þúsund krónur í miskabætur og sak-
felldur fyrir að hafa veitt tveimur
ungum stúlkum áfengi. - jss
SELFOSS Héraðsdómur Suðurlands á
Selfossi dæmdi í málinu.
Karlmaður á fertugsaldri dæmdur skilorðsbundið og til greiðslu miskabóta:
Hafði samræði við þrettán ára barn
FÆREYJAR Afgangur af rekstri
Færeyjabanka fyrstu níu mánuði
ársins var 146 milljónir danskra
króna, eða tæpir 3,7 milljarðar
íslenskra. Eftir skatt nemur hagn-
aðurinn 118 milljónum.
Í tilkynningu segir að tekjur
af banka- og tryggingastarfsemi
hafi verið 29 prósentum meiri en í
fyrra. Meðal þess sem ráðist var í
á tímabilinu voru meirihlutakaup í
íslenska tryggingafélaginu Verði.
Færeyja banki var einn af þeim
bönkum sem fengu aðstoð danskra
stjórnvalda í kreppunni þar.
Eigið fé bankans er nú 1,62
milljarðar danskra, tæpur 41
milljarður íslenskra. - kóþ
Fyrstu níu mánuðir ársins:
Færeyjabanki
skilar afgangi
STYÐJA ABBAS Fjöldi Palestínumanna kom saman í Ramallah í gær til að lýsa stuðn-
ingi við Mahmoud Abbas. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BÚRKUKLÆDDAR Í KANDAHAR Í
Kandahar í Afganistan fengu þessar
búrkuklæddu konur far ásamt
brosmildri stelpu á litlum vagni dregn-
um af asna. NORDICPHOTOS/AFP