Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 20

Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 20
20 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Kristján Möller skrifar um sveitar- stjórnarmál Þau ánægjulegu tíðindi bárust nú nýlega að Ísland er komið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða í skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Econonic Forum) sem fram- kvæmir slíkar mælingar árlega meðal 134 landa, en vinaþjóðir okkar Noregur, Finnland og Sví- þjóð verma sætin á eftir okkur. Tvennt tel ég að hafi skipt máli hvað varðar þessi tímamót en það er annars vegar sú staðreynd að þingkonum fjölgaði úr 33% í 43% við síðustu Alþingiskosningar, þökk sé marvissum jafnréttisá- herslum stjórnmálaflokkanna, ekki síst þeirra sem nú sitja í ríkis- stjórn. Hins vegar sú staðreynd að jafnræði kynjanna ríkir nú í ríkis- stjórn Íslands í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar. En þessi árangur kemur ekki af sjálfu sér heldur er hann endur- speglun á þeim pólitísku áherslum sem ríkja hér á landi. Með þeim er lögð áhersla á þá staðreynd að mikil verðmæti og ávinningur fel- ast í jafnri stöðu kvenna og karla, að jöfn tækifæri í samfélaginu og þátttaka allra sé verðmæti í sjálfu sér. Ríkisstjórnin er einhuga um þessi markmið og kemur sú áhersla glöggt fram í samstarfsyfirlýsingu hennar. Ég hef sem sveitarstjórnarráð- herra fylgt þessari stefnumörkun fast eftir og í vor skipaði ég starfs- hóp sem fékk það hlutverk að móta tillögur um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynjanna í sveitar- stjórnum. Því miður er það svo, þrátt fyrir góðan jafnréttisárangur á ýmsum sviðum, að hlut- fall kvenna í sveitar- stjórnum er aðeins 36% sveitarstjórnarfulltrúa meðan hlutur karla er 64%. Þá eru karlar í meirihluta í 66 sveitar- félögum af 77 og í fimm sveitarfélögum voru einungis karlar full- trúar í sveitarstjórn. Þetta er alls ekki góð staða, við getum sem þjóð ekki sætt okkur við það að þátttaka kvenna sé ekki betri en þetta og á því þarf að ráða bót. Okkur gefst tækifæri til þess eftir sex mán- uði, en þá verða haldnar almenn- ar sveitarstjórnarkosningar. Margar áhugaverðar tillögur er að finna í greinargerð starfs- hópsins, sem var skipaður full- trúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi auk embættis- manna. Meðal tillagna hópsins eru eftirfarandi: • Að samgöngu- og sveitar- stjórnar ráðuneytið skipuleggi kynningarstarf og hvatningar átak fyrir því að konur til jafns við karla taki þátt í störfum sveitar- stjórna. • Að ráðuneytið boði til sam- ráðs með forystufólki úr stjórn- málaflokkunum til að hvetja til jafnræðis meðal kynjanna í efstu sætum framboðslista. • Haldin verði námskeið á vegum ráðuneytisins fyrir konur um þátttöku í sveitarstjórnar- starfi. • Að ráðuneytið kanni starfsum- hverfi og starfskjör kjörinna full- trúa og meti með hliðsjón af jafn- réttissjónarmiðum. Þá bendir starfhópurinn á þann möguleika að ekki verði heimilt að setja fram framboðslista nema jafnt hlutfall sé milli kynja. Þetta eru allt áhugaverðar hug- myndir og hef ég þegar ákveðið að hefja í samstarfi við önnur ráðu- neyti, Jafnréttisstofu og Samband íslenskra sveitarfélaga vinnu við að hrinda þessum tillögum í fram- kvæmd eða skapa vettvang fyrir frekari umræðu. Mikilvægt er að allir stjórnmálaflokkar og pólitísk samtök komi að þessu mikilvæga verkefni því reynslan sýnir að það eru fyrst og fremst þeir, eða öllu heldur þær leikreglur sem unnið er eftir innan þeirra, sem hafa úrslitaþýðingu á það hvort okkur tekst að ná árangri á þessu sviði eða ekki. Ég hef þegar óskað eftir fundi með formönnum og fram- kvæmdastjórum stjórnmála- flokkanna um þessi málefni og mun þar kalla eftir samstöðu um þær aðgerðir sem við teljum nauð- synlegar til að ná árangri á sviði jafnréttismála við næstu sveitar- stjórnarkosningar. Það mun, ásamt öðrum góðum jafnréttisáherslum, tryggja okkur fyrsta sætið á jafn- réttislista Alþjóðaefnahagsráðsins næstu árin. Ég vil að lokum lýsa mig sam- mála starfshópnum þegar hann segir, að mikilvæg forsenda lýð- ræðis sé sú að karlar og konur taki jafnan þátt í mótun sam félagsins. Ákvarðanir sveitarstjórna hafa mikil áhrif og þær móta allt okkar daglegt líf. Færa má rök fyrir því að það halli á lýðræðið ef við gætum þess ekki að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna í sveitar- stjórnum. Við höfum sameiginlega verk að vinna á þessum vettvangi og náum meiri árangri ef við leggj- um saman kraftana. Við höfum öll hugmyndir og þess vegna getum við aukið hlut kvenna í sveitar- stjórnum á Íslandi. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Við getum aukið hlut kvenna KRISTJÁN MÖLLER UMRÆÐAN Arnheiður Elísa Ingjaldsdóttir skrifar um nýsköpun Nýsköpun er óað-skiljanlegur hluti af vexti, velgengni og auði fyrirtækja og þjóða. Í þjóðfélaginu hefur mikið verið talað um nýsköpun sprota- fyrirtækja en ekki má gleyma því mikilvæga hlutverki sem starf- andi fyrirtæki gegna hvað varðar nýsköpunarvinnu og að skapa menningu sem ýtir undir nýjar hugmyndir. Þegar herðir að er nýsköpun innan starfandi fyrir- tækja oft sett í aftursætið en það er einmitt nýsköpunin sem fær hjólin til að snúast. Áhrif kreppu á nýsköpun Skýrsla Innobarometer 2009, sem fjallar um stefnu nýsköpunar 2006-2008, sýnir að hagsveiflur hafa áhrif á nýsköpun. Skýrslan tekur til þeirra atvinnugreina sem jafnan hafa verið þekktar fyrir nýsköpun sem eru m.a. geim- og orkutækni, byggingariðnaðurinn, fjármálaþjónusta og upplýsinga- tækni. Skýrslan sýnir að efnahags- þrengingarnar í heiminum hafa orðið til þess að nýsköpun hefur minnkað í þessum atvinnugreinum og færri fyrirtæki en áður telja að þau muni fjárfesta í nýsköpun. Þriðjungur sker niður Skýrslan tekur saman svör ríf- lega 5.000 nýsköpunarfyrirtækja víðs vegar um Evrópu. Meira en þriðjungur þessara fyrirtækja jók fjárfestingu sína í nýsköpun á árunum 2006-2008. Nú hefur samsvarandi fjöldi skorið niður fjárfest- ingu sína í nýsköpun eða hefur í hyggju að gera það vegna efnahags- ástandsins. Einungis um 10% af fyrirtækjun- um hafa langtímamark- mið þar sem fjárfesting í nýsköpun skipar sess. Engu að síður sýnir skýrsla Innobarometer 2009 að fyrirtæki í Evrópu eru í meira mæli að setja sér markmið tengd þekkingu, nýsköpun og alþjóða- væðingu. Samkvæmt skýrslunni spila atriði eins og regluverk, opinber innkaup og staðlar líka inn í þegar kemur að möguleikum fyrirtækjanna til nýsköpunar. Fyrirtækjamenning Rannsóknir sýna að þau fyrir- tæki sem starfa við nýsköpun eiga eitt sameiginlegt þótt þau séu í mismunandi löndum og menn- ingarsamfélögum. Margir hafa reynt að finna út hvað það er sem stýrir aukningu nýsköpunar innan fyrir tækja og ábatans sem fylgir. Svarið er nýsköpunarhvetj- andi fyrirtækjamenning. Auðvitað verður regluverkið að styðja við nýsköpun, aðgangur að hæfu fólki þarf að vera fyrir hendi sem og aðgangur að fjármagni svo eitt- hvað sé nefnt en fyrirtækjamenn- ingin er þó sterkasti stuðullinn í jöfnunni. Þess vegna er mikilvægt að íslensk fyrirtæki séu meðvituð um þeirra hlutverk þegar kemur að nýsköpun, nefnilega að skapa menningu sem fær starfsfólk til að hugsa út fyrir boxið. Eflum nýsköpun fyrirtækja ARNHEIÐUR ELÍSA INGJALDSDÓTTIR Hengjum okkur ekki í smáatriði! Vinátta – alveg óháð kerfi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.