Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 34

Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 34
34 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Í Karlsvagninum segir frá Gunni, farsælum geðlækni sem verður fyrir því óláni að brotist er inn í íbúð henn- ar. Hún ákveður að fara úr bænum en neyðist á síðustu stundu til að taka með sér erfiða unglingsstúlku, Hugrúnu Lind. Þær fara í sumarbústað og til að hafa ofan af fyrir stúlkunni fer Gunnur að segja henni frá æsku sinni. Frásögnin vindur upp á sig; Gunnur er kona sem virðist vera með allt sitt á hreinu, en undir yfirborðinu er ekki allt sem sýn- ist. Smám saman fer Gunnur að kryfja eigin ævi og sambönd við annað fólk, sér í lagi móður sína. Með öðrum orðum, geðlæknir inn er kominn í meðferð. Karlsvagninn er mikil karakter- stúdía, þar sem rýnt er í áhrif uppeldis á fólk og hvernig hvers- dagslegir atburðir marka fólk um aldur og ævi.„Mig langaði fyrst og fremst að segja áhugaverða sögu, ekki ádeilu kannski en reyna þó að sýna fram á þessa andlega hörku sem hefur alltaf ríkt í íslensku uppeldi,“ segir Kristín Marja. „Lengst framan af voru gerðar sömu kröfur til barna og gerðar voru til fullorðinna. Börn áttu að bjarga sér sjálf, vera dugleg til vinnu og láta helst ekki mikið fara fyrir sér. Að auki sendu foreldrar börnin frá sér í nokkra mánuði á ári til vandalausra. Það var ríkj- andi einhver aðskilnaðarstefna sem ég skil ekki og þekkist ekki hjá öðrum þjóðum.“ Um leið langaði Kristínu Mörju til að lýsa kynslóðabilinu. „Gunnur er kona sem getur endalaust sagt sögur, enda með allar bókmennt- irnar á bakvið sig, en Hindin hefur verið mötuð frá unga aldri. Það finnst mér lýsa lífi unglinga í dag – þetta stöðuga MSN og SMS; það vantar eitthvað til að örva ímynd- unaraflið. Börn fá fræðslu í skólanum en það vantar kannski upp á að þau fái fræðslu hjá foreldrunum. Við höfum fyrst og fremst hugsað um að börn fái nóg að borða og verði stór og sterk; við erum víðfræg fyrir lægstu tíðni ungbarnadauða í heimi en á hinn bóginn er félags- leg þörf barna hunsuð. Og það getur markað manneskjuna til frambúðar.“ Hrein og bein mannvonska Þessi harka gagnvart börnum segir Kristín Marja að sé enn til staðar en birtist með öðrum hætti en áður. „Það eru tvö ágæt dæmi sem sýna hvernig íslenskt samfé- lag er beinlínis fjandsamlegt börn- um. Í fyrsta lagi langur vinnu- dagur. Það vita allir að menn geta afkastað sínu á sex tímum. Hér eru foreldrar með ung börn látn- ir hanga á vinnustað fram undir kvöldmat. Ef þeir gera það ekki eru þeir metnaðarlausir og eiga á hættu að missa vinnuna. Í staðinn fyrir að leyfa þessu fólki að fara heim og huga að fjölskyldunni. Þetta er hrein og bein mann- vonska. Í öðru lagi má nefna miðbæ- inn. Það er augljóst að þar hefur aldrei verið gert ráð fyrir börn- um og ekkert fyrir börn að gera þar nema að gefa þessum öndum, sem eru reyndar orðnar að vörg- um sem bíta. Það eru engin leik- tæki og vantar allt líf, garða þar sem fólk getur sest og börn leik- ið sér. Miðborgin býður börn ekki velkomnin – samt er hún hjarta borgar okkar.“ Aldrei talað um karlabækur Karlsvagninn fjallar líka að stóru leyti um hlutskipti kvenna fyrr og nú. Enn og aftur er vinnan mesta dyggðin. „Íslenskar konur eru í sérstöðu miðað við konur í öðrum Evrópulöndum. Þær eignast flest börn allra kvenna í Evrópu, vinna lengsta vinnudaginn en eru oft með meiri menntun en konur yfirleitt í Evrópu. Þaðan kemur kannski þessi klisja um sterkar konur á Íslandi. Auðvitað eru þær sterkar að hafa haldið þetta allt út, en hver líður fyrir það?“ Kristín Marja játar að þegar hún ákvað að verða rithöfundur hafi hún viljað lýsa hugsunarhætti kvenna, segja sögu frá þeirra sjónar horni. „Mér finnst það dapurlegt hversu lítið hefur verið ritað um konur í Íslandssögunni. Hvar voru þær? Sennilega að þjóna karl- mönnum svo þeir kæmust í söguna síðar meir. Mér finnst líka hafa skort upp á að meira væri skrifað um líf kvenna og mikilvæg störf kvenna.“ Að sama skapi fellir hún sig illa við að vera sagður rithöfundur sem skrifi eingöngu kvennabækur. „Það er aldrei talað í þessum dúr þegar karlar eiga í hlut; ég hef aldrei heyrt talað um karlabækur, bækur sem séu skrifaðar út frá sjónarhorni karla. Þetta sýnir ákveðna mismunun eða einhverja lensku, sem er í gangi.“ Hvunndagsdramatík Karlsvagninn er dramatísk saga þótt efniviðurinn sé að öllu leyti sóttur í hversdagsleikann. „Ég hef reynt að koma auga á dram- atíkina í hinu kunnuglega,“ segir Kristín Marja. „Engin átök á yfir- borðinu en hver og einn með sinn innri harmleik sem hann tekur með sér út í lífið. Jafnvel þótt ekkert hafi „gerst“ í fortíðinni, engar nauðganir, ofbeldi eða ein- elti. Hvers vegna er þá manneskj- an með þennan sársauka og ein- semd í sér? Eitthvað gerist og það snýst um samskipti fólks.“ Sögur sem mega ekki fara for- görðum Bókin á sér langa sögu, að sögn Kristínar. „Ég hef alltaf haft áhuga á uppeldi, oft ímyndað mér hvers konar uppeldi fólk hafi fengið, hvaðan það komi og svo fram vegis. Það er gaman að geta í eyðurnar. Á blaðamannsárum mínum, í byrjun tíunda áratugar- ins, fékk ég þá hugmynd að skrifa stóra grein eða jafnvel bók um það hvernig uppeldið mótar persónu- leikann. Þegar ég tók viðtöl við fólk spurði ég það oft um eitt og annað í leiðinni og oft barst talið að bernskunni. Þegar fólk talar um bernsku sína er það líka að draga upp mynd af þjóðfélaginu sem það býr í. Þetta nóteraði ég hjá mér, brot úr lífi og uppeldi fólks. Síðan varð ekkert úr þessu; það tóku við önnur verkefni og aðrar sögur bönkuðu upp á. Þegar hug- myndin fór loks aftur á kreik vissi ég ekki í fyrstu hvernig ég ætti að byggja upp sögu úr brotunum; en langaði til að stilla upp „gamla tímanum“ andspænis okkar sam- tíma. Ég er mjög upptekin af umhverfi mannsins og þar fann ég tenginguna; flöt til að segja sögu af konu þar sem ég gat notað þessi brot, raðað þeim saman til að skapa persónur og bakgrunn. Fólk á oft margar sögur sem það vill ekki að fari forgörðum – sum brot úr lífi manns verða að komast á framfæri. Það getur hins vegar verið erfitt að raða saman ólíkum brotum til að búa til eina heild en þegar ég fann þessa tengingu við umhverfið, vatn og ís, fannst mér þetta koma heim og saman.“ Maður skrifar ekki með börn á handlegg Kristín Marja er seinþroska rit- höfundur, ef svo má að orði kom- ast, og var á fimmtugsaldri þegar fyrsta skáldsaga hennar, Mávahlátur, kom út. „Ég byrj- aði snemma að skrifa en fyrsta bókin kom seint út,“ segir hún. „Ég var sjálf bundin vinnu og að ala upp börn. Ég segi bara eins og frú Eugenía í Karítas án titils. „Maður málar ekki með barn á handlegg.“ Og maður skrifar ekki heldur með þrjú börn á handlegg – sem ég virkilega var með. Það var því ástæða fyrir því að ég gat ekki helgað mig ritstörfum. Ég var úti í atvinnulífinu, fyrst í kennslu, síðar í blaðamennsku. Og uppeld- ið tók mikinn tíma. En það gerði kannski ekkert til, ég hafði svo mikinn áhuga á því. Að hinu er að gæta að ég var sískrifandi allan tímann. Stund- um hef ég velt því fyrir mér hvort það sé einhver munur á því að byrja snemma eða seint að gefa út. Eru það betri höfundar sem byrja ungir? Ég er ekki viss um það. Ég held að hæfileikar séu bundnir einstaklingum en ekki aldri. Hugmyndina að Mávahlátri fékk ég til dæmis þegar ég var tví- tug. Mér fannst mig hins vegar, á þeim tíma, skorta ákveðna reynslu til að geta skrifað bókina. Ég tók ákvörðun þrítug um að verða rithöfundur. Skrifaði fjögur verk sem fengu öll að fjúka, fannst þau ekki vera nógu góð. En þau skrif voru sjálfsagt mjög góð æfing. Í kjölfarið fannst mér ég reiðubúin til að koma Mávahlátri á blað. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í lífinu sem kennari og blaðamaður áður en ég lagði ritstörfin fyrir mig. Það var ekki lítill fróðleikur sem ég fékk þar. En hvort slíkt geri mann að betri höfundi skal ég ekki dæma um.“ Það er aldrei talað í þessum dúr þegar karlar eiga í hlut; ég hef aldrei heyrt talað um karlabækur, bækur sem séu skrifaðar út frá sjónarhorni karla. Undir sléttu yfirborði Karlsvagninn, sjöunda skáldsaga Kristínar Mörju Baldursdóttur, kom út á dögunum. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Kristín landlægan til- finningakulda, samfélag sem er fjandsamlegt börn- um og bábiljuna um að hún skrifi kvennabækur. KRISTÍN MARJA „Ég tók ákvörðun þrítug um að verða rithöfundur. Skrifaði fjögur verk sem fengu öll að fjúka, fannst þau ekki vera nógu góð. En þau skrif voru sjálfsagt mjög góð æfing.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Í STUTTU MÁLI Kristín Marja Baldursdóttir fæddist í janúar 1949 í Hafnarfirði. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1970 og BA-prófi í þýsku og íslensku frá Háskóla Íslands 1991. Hún kenndi við grunnskóla Reykjavíkur á árunum 1975-1988. Árið 1988 hóf hún störf hjá Morgunblaðinu þar sem hún starfaði til ársins 1995. Sama ár kom fyrsta skáldsaga hennar, Mávahlátur, út. Frá því hefur hún einbeitt sér að ritstörfum. Kristín Marja er gift og á þrjár uppkomnar dætur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.