Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 40

Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 40
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR Anna Margrét Björnsson skrifar FJALLASNJÓRINN DÝRKAÐUR ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Forsíðumynd La Boca hverfi í Buenos Aires Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Ljósmyndir Fréttablaðið, Getty Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson bjf@365.is flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is M örgum dettur fyrst í hug tangó þegar minnst er á Buenos Aires. Og skyldi engan undra, tangóinn er inngróinn í menningu lands og þjóðar, mun dýpra en ætla mætti. Þá gildir einu hvort íbúar borgar-innar kunna fótafimi tangósins eða ekki, enda fer því fjarri að allir séu fagmenn á því sviði. En tangóinn birtist með þrenns konar hætti; að horfa á tangó, að hlusta á tangó og að dansa tangó. Að horfa á atvinnumannasýningar í þar til gerðum húsum og áhugamanna-sýningar útí á götu eða á barnum, hlusta á tangótónlist á götunni, á veitingahúsum og börum, í leigu-bílum og frá einkaheimilum. Sjarminn við tangó í Argentínu er að allir dansa tangó og öllum er alvara. Enginn gerir grín að þeim sem „reynir“ að dansa tangó, því það er líkt og allir séu sama sinnis; það eiga allir að dansa tangó. Allir eiga að hlusta, heyra, sjá og njóta.Ekki þarf heldur að kynna arg-entínska nautakjötið, en þó er ákveðinni forvitni svalað með því að láta reyna á það fyrir alvöru. Og já, trúið mér, það stendur undir öllu því lofi sem yfir það hefur verið ausið. Lomo a la parilla, eða grilluð nautalund, er nokkuð sem allir veitingastaðir eru stoltir af. Grillið er reyndar í hávegum haft hér um slóðir, lykilatriði allra veit-ingastaða. „Evrópsk“ borg Buenos Aires er án efa „evrópsk-asta“ borgin í Rómönsku-Ameríku. Í ljósi sögunnar er það kannski ekki skrýtið, því um 90 prósent þjóðar-innar eru afkomendur Evrópu-búa, sem er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi Suður-Amer-íku. Fyrir utan hin hefðbundnu og rótgrónu spænsku tengsl, þá fjölg-aði innflytjendum mjög til Argent-ínu á 19. öld og voru ítalskir suð-vesturfarar þar fremstir í flokki. Af þeim sökum eru mörg ættar-nöfn í Argentínu ítölsk og ekki leynir hann sér ítalski söngland-inn í hinum sérstaka spænsku-hreim hér um slóðir. En það er ekki bara fólkið sem er „evrópskt” í hinum klassíska, miðalda, skilningi. Allt borgar-skipulagið minnir á evrópskar stórborgir, jafnvel þær allra stór-kostlegustu á borð við París og Madríd. Sá sem þetta skrifar hefur búið bæði í Frakklandi og á Spáni og fyllist vellíðunar-nostalgíu við það eitt að ganga um stræti og torg Buenos Aires. Þetta er vel skiljanlegt þegar haft er í huga að stór hluti borg-arinnar var byggður upp á fyrstu áratugum 20. aldar og gengu helstu arkitektar beint í reynslu glæsileg-ustu borga Evrópu. Stundum hefur jafnvel verið bætt um betur frá fyrrnefndum borgum Evrópu. Skýrasta dæmið er líklega Avenida 9 de Julio, sem hlotið hefur titilinn „breið-asta breiðgata heims“. Er hún raunar svo breið að hin fræga Avenue des Champs-Elysées í París er bara hálfdrættingur á við hana. Almennt eru tíu akreinar í NÓVEMBER 2009 FRAMHALD Á SÍÐU 6 Skíðað í ítölsku ölpunum Spennandi ferðir til Madonna og Selva SÍÐA 8 TANGÓ, TÍSKA OG NAUTAKJÖTGlæsilegar byggingar, breiðgötur, mannþröng á strætum og torgum, gosbrunnar, kaffi hús á hverju strái, listasöfn og gallerí, hátískuhús og hönnun, tónlist við hvert fótmál. Við erum ekki í París eða Róm, heldur í Buenos Aires, syðstu stórborg Suður-Ameríku. Þorfi nnur Ómarsson veitir okkur innsýn í þessa óvæntu borg. Jól á fjarlægum slóð- um Öðruvísi hátíðarhöld SÍÐA 10 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög 2 FERÐALÖG M itt í hipp og kúl-hverf- inu Mitte í Berlín er barinn Absinthe Depot en þar er, eins og nafnið gefur til kynna, hægt að smakka hið dularfulla abs- inthe. Á 19. öld var absinthe vin- sælt meðal skálda og listamanna eins og Verlaine, Rimbaud, Van Gogh og Toulouse-Lautrec en talið er að geðheilsu þeirra allra hafi nokkuð hrakað við að drekka það. Alvöru absinthe inniheldur nefni- lega plöntuna „wormwood“ eða remmu sem getur reynst hættuleg við langvarandi notkun og valdið ofskynjunum. Í dag er absinthe oftast framleitt án þessarar jurtar og hægt að dreypa á ótal tegund- um sem eru framleiddar í Mið og Austur-Evrópu. Í Absinthe Depot er líka geysilega mikið úrval af alls kyns bjórum en besta ástæðan til að setjast þangað inn er til þess að upplifa andrúmsloft fortíðar- innar og dást að hinum fallegu 19. aldar innréttingum. Ef eigandinn er í stuði er hann líklegur til að segja þér allt um hina dularfullu sögu drykkjarins sem eitt sinn var kallaður „ græna álfkonan“. - amb Absinthe Depot, Weinmeisterstrasse 4, Mitte, Berlín. AFTUR TIL FORTÍÐAR Dásamlegur 19. aldar bar í Berlín býður upp á mikið úrval hins sögufræga absinthe-drykkjar. Art Déco-stemning Innréttingarnar á Absinthe Depot eru næg ástæða til að setjast inn fyrir. LONDON OFARLEGA Á LISTA LONELY PLANET Í vikunni bárust Frónbúum þær ánægjulegu fréttir að Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferða- bóka í heiminum, hefði sett Ísland í efsta sæti á lista yfir þá staði sem hagkvæmast yrði að ferðast til á næsta ári í nýjustu ferðabók sinni, Best in Travel 2010. Minna hefur verið fjallað um þá staði sem koma næst á eftir Íslandi á listanum. Lonely Planet setur Taíland í annað sætið, og segir þann áfangastað vera „hagkvæman eins og ávallt“. Einhverjum öðrum en Íslendingum gæti komið á óvart að London, höfuðborg Englands, skuli prýða þriðja sætið á téðum lista. „London hefur lengi verið fáránlega dýr borg en er orðin mun ákjós- anlegri áfangastaður fyrir gesti frá útlöndum. Það gildir þó ekki fyrir heimamenn,“ segir í bókinni. „Vegna hagstæðs gengis geta ferðamenn nú oft fundið hótel og veitingastaði sem kosta helmingi minna en fyrir nokkrum árum.“ Sögufrægur drykkur Vertinn á barnum. E in þau skemmtilegustu frí sem ég var svo heppin að njóta í barnæsku voru skíðaferðir til austurrísku Alpanna með fjölskyldunni minni. Það jafnaðist ekkert á við að eyða heilum degi með bróður mínum í skíðaskólanum og koma svo heim á hótel á kvöldin svöng, sæl og þreytt til að gæða sér á dásamlegu ostafondue og öðrum alpamat. Síðar á ævinni, þegar ég bjó í Frakklandi, brunaði ég upp í frönsku Alpana til að upplifa svip- aða stemningu og allar þessar minningar einkenn- ast af einstaklega fallegu umhverfi, stórfenglegum fjöllum, sætum alpahótelum, góðum mat og mikilli útiveru. Nú er farið að selja í skíðaferðir hjá flestum ferðaskrifstofum landsins og slíkar ferðir eru virki- lega góð tilbreyting frá endalausum sólarlandaferð- um. Í stað þess að flatmaga við sundlaugina allan daginn er skíðaíþróttin iðkuð af kappi og því verður fríið bæði gott fyrir líkama og sál. Kannski finnst mörgum skrýtið að fara frá snævi þöktu Íslandi yfir í evrópsku Alpana eða bandarísku Klettafjöllin í enn meiri snjó. En málið er bara að því miður er skíðaupplifunin allt önnur hér á landi. Brekkurnar eru stuttar og það sem verra er þá snjó- ar svo lítið nú til dags. Það er hreinlega ekki hægt að stóla á það að það verði hægt að skíða að ráði í vetur. Það sem ég vildi líka sjá á íslensku skíðasvæðunum væri meira lagt upp úr stemningunni – sumsé eitt- hvað girnilegra en kók og pylsa. Í Evrópu eru oft lítil fjallakaffihús sem bjóða upp á ljúffengar pönnu- kökur, risastórar og matarmiklar eggjakökur og úrval af heitum drykkjum. Hvers vegna ekki að auka úrvalið í Bláfjöllum og Skálafelli? Annars er alveg hægt að útbúa frábærlega kósí vetrarfrí fyrir alla fjölskylduna hér á klakanum. Hvort sem haldið er norður í land eða bara í bústaðinn er kjörið að endurskapa alpastemninguna með hituðu rauðvíni, heitu kakó, „crepes“-pönnukökum löðrandi í Nutella- súkkulaði og svo er auðvitað kjörið ef foreldrarnir luma á gömlu Raclette eða Fondue setti frá áttunda og níunda áratugnum því ekkert er jafn seðjandi og unaðslegt í kuldanum en bráðinn ostur! Stundum getur verið jákvæðara að fagna vetrinum en að flýja hann. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A NT ON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.