Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 45

Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 45
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Maður hittir þarna fullt af fólki, sem maður vinnur með eða hefur unnið með í gegnum tíðina eða er jafnvel að hitta í fyrsta skipti. Eig- inlega má segja að þetta séu hálf- gerðir endurfundir,“ segir Lára Ómarsdóttir fréttamaður, sem ætlar í kvöld á fjölmiðlakvenna- kvöld. Lára segir fjölmiðlakvenna- kvöldið árlegan viðburð sem fari nú fram í fjórða sinn og sé ætíð vel sóttur. „Fyrsta árið vorum hræddar um að einhverjar fimmt- án hræður myndu mæta en það var svo sannarlega öðru nær. Þátttak- an var frábær og mikið stuð langt fram eftir nóttu.“ Hún bætir við að hefð sé fyrir skemmtiatriðum á þessari uppákomu og hefur hún sjálf lagt sitt til málanna í þeim efnum. „Síð- ast söng ég til dæmis með aðstoð annarra kvenna, enda alveg ágæt- ur söngvari. Eða finnst að minnsta kosti gaman að syngja,“ segir hún og hlær. En til hvers að efna sérstaklega til uppákomu sem ætluð er konum í fjölmiðlageiranum? „Tilgangur- inn er auðvitað sá að efla samstöðu kvenna sem starfa innan fjölmiðla og umræðuna um stöðu okkar. Enda veitir nú ekki af þar sem þessari stétt hefur í um árin verið svolít- ið stýrt af körlum,“ segir Lára og vill ekki gefa meira upp um þenn- an háleynilega viðburð eins og hún kallar hann sjálf í gríni. Morgundagurinn verður á öllu rólegri nótunum en þá ætlar Lára ásamt fjölskyldunni í Borgarleik- húsið að sjá dóttur sína dansa á Unglist. „Þetta verður rosalega gaman. Hún er búin að vera æfa sig mikið að undaförnu og ég er mjög spennt að sjá hvað hún hefur fram að færa á þessu sviði,“ segir hún stolt. Annars segist Lára yfirleitt reyna að verja sem mestum tíma með fjölskyldunni um helgar. „Enda á ég náttúrulega fimm börn, sem eru fimm, tíu, þrettán, fimmt- án og nítján ára,“ segir hún og hlær. „Sú elsta er flutt að heiman og ég reyni yfirleitt að lokka hana hingað í mat aðra hverja helgi, til að hafa það gott með okkur.“ roald@frettabladid.is Alltaf fjör á endurfund- um fjölmiðlakvenna Lára Ómarsdóttir fréttamaður ætlar að grípa í hljóðnemann í kvöld og jafnvel taka lagið ef sá gállinn verður á henni á hinu árlega fjölmiðlakvennakvöldi, sem er að hennar sögn vel sóttur og skemmtilegur viðburður. Lára Ómarsdóttir fjölmiðlakona hlakkar til fjölmiðlakvennakvölds sem fer fram í fjórða sinn í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TAUBLEIUMARKAÐUR verður haldinn í þriðja sinn á neðri hæð verslunarinnar Maður lifandi Borgartúni 28 frá klukkan 11 til 16 í dag. Sex netverslanir selja vörur á þessum sameiginlega markaði: Barnavörur, ISbambus, Kindaknús, Montrassar, Snilldarbörn og Tamezonline. Einstakar lífsreynslusögur Erlu Jóhannsdóttur, sem missti stóran hluta fjölskyldu sinnar í snjófl óði fyrir hálfri öld, Skúla Lórenzson- ar, miðils, Ragnars Axelssonar, ljósmyndara, Unnar Berglindar, strútabónda í Suður-Afríku og séra Hjartar Magna Jóhanns- sonar, sem sendir ríkiskirkj- unni tóninn. Skrautlegt og skemmtilegt jólaföndur. Aðventubókin í ár. Lokad agur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.