Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 45
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Maður hittir þarna fullt af fólki,
sem maður vinnur með eða hefur
unnið með í gegnum tíðina eða er
jafnvel að hitta í fyrsta skipti. Eig-
inlega má segja að þetta séu hálf-
gerðir endurfundir,“ segir Lára
Ómarsdóttir fréttamaður, sem
ætlar í kvöld á fjölmiðlakvenna-
kvöld.
Lára segir fjölmiðlakvenna-
kvöldið árlegan viðburð sem fari
nú fram í fjórða sinn og sé ætíð
vel sóttur. „Fyrsta árið vorum
hræddar um að einhverjar fimmt-
án hræður myndu mæta en það var
svo sannarlega öðru nær. Þátttak-
an var frábær og mikið stuð langt
fram eftir nóttu.“
Hún bætir við að hefð sé
fyrir skemmtiatriðum á þessari
uppákomu og hefur hún sjálf lagt
sitt til málanna í þeim efnum. „Síð-
ast söng ég til dæmis með aðstoð
annarra kvenna, enda alveg ágæt-
ur söngvari. Eða finnst að minnsta
kosti gaman að syngja,“ segir hún
og hlær.
En til hvers að efna sérstaklega
til uppákomu sem ætluð er konum
í fjölmiðlageiranum? „Tilgangur-
inn er auðvitað sá að efla samstöðu
kvenna sem starfa innan fjölmiðla
og umræðuna um stöðu okkar. Enda
veitir nú ekki af þar sem þessari
stétt hefur í um árin verið svolít-
ið stýrt af körlum,“ segir Lára og
vill ekki gefa meira upp um þenn-
an háleynilega viðburð eins og hún
kallar hann sjálf í gríni.
Morgundagurinn verður á öllu
rólegri nótunum en þá ætlar Lára
ásamt fjölskyldunni í Borgarleik-
húsið að sjá dóttur sína dansa á
Unglist. „Þetta verður rosalega
gaman. Hún er búin að vera æfa
sig mikið að undaförnu og ég er
mjög spennt að sjá hvað hún hefur
fram að færa á þessu sviði,“ segir
hún stolt.
Annars segist Lára yfirleitt
reyna að verja sem mestum tíma
með fjölskyldunni um helgar.
„Enda á ég náttúrulega fimm börn,
sem eru fimm, tíu, þrettán, fimmt-
án og nítján ára,“ segir hún og
hlær. „Sú elsta er flutt að heiman
og ég reyni yfirleitt að lokka hana
hingað í mat aðra hverja helgi, til
að hafa það gott með okkur.“
roald@frettabladid.is
Alltaf fjör á endurfund-
um fjölmiðlakvenna
Lára Ómarsdóttir fréttamaður ætlar að grípa í hljóðnemann í kvöld og jafnvel taka lagið ef sá gállinn verður
á henni á hinu árlega fjölmiðlakvennakvöldi, sem er að hennar sögn vel sóttur og skemmtilegur viðburður.
Lára Ómarsdóttir fjölmiðlakona hlakkar til fjölmiðlakvennakvölds sem fer fram í fjórða sinn í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
TAUBLEIUMARKAÐUR verður haldinn í þriðja sinn
á neðri hæð verslunarinnar Maður lifandi Borgartúni 28
frá klukkan 11 til 16 í dag. Sex netverslanir selja vörur á
þessum sameiginlega markaði: Barnavörur, ISbambus,
Kindaknús, Montrassar, Snilldarbörn og Tamezonline.
Einstakar lífsreynslusögur Erlu
Jóhannsdóttur, sem missti stóran
hluta fjölskyldu sinnar í snjófl óði
fyrir hálfri öld, Skúla Lórenzson-
ar, miðils, Ragnars Axelssonar,
ljósmyndara, Unnar Berglindar,
strútabónda í Suður-Afríku og
séra Hjartar Magna Jóhanns-
sonar, sem sendir ríkiskirkj-
unni tóninn.
Skrautlegt og skemmtilegt
jólaföndur. Aðventubókin í ár.
Lokad
agur