Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 48

Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 48
 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR4 „Ég hef haft áhuga á fornmunum frá því að ég var unglingur, ætli ég hafi ekki smitast af mömmu,” segir Gunnar, en heimili hans skreyt- ir afskaplega fallegur,ljós skenk- ur sem er vel yfir 100 ára gam- all. „Mér finnst svo falleg andlitin sem hafa verið skorin út í hliðum hans. Ég á von á sófasetti í stíl, á armana hafa verið rist sams konar andlit og í skenkinn en sófasettið er nokkrum áratugum eldra eða 140-150 ára.“ Gunnar er greinilega hrifinn af andlitum í húsgögnum því fyrir viku keypti hann borð- stofuborð og stóla sem einnig hafa útskorin andlit. „Sá sem seldi mér það sett sagði að það hefði verið í eigu eins af núverandi ráðherrum en vildi nú ekki segja mér hvers,“ segir hann og glottir. Gunnar á í fórum sínum skemmtilega sögu af forngrip. „Þannig var að ég fór í Góða hirð- inn og sá þar skál, sem var gyllt og efst var eins og málaður blár borði. Eftir nokkra umhugsun festi ég kaup á henni og ekki var hún dýr, 300 krónur. Þá gerðist hið ótrú- lega. Tveimur vikum seinna kom hingað erlendur maður á vegum Þjóðminjasafnsins, og til þess að gera langa sögu stutta kom í ljós að skálin er úr einhverju konunglegu safni síðan árið 1826.“ Og hvar er skálin? „Ég gaf mömmu hana.” En söfnun fornminja er ekki eina áhugamál Gunnars. Hann hefur áhuga á að komast eins nálægt því að upplifa fortíðina og hægt er, það er að segja víkingatímann. „Íslendingar átta sig ekki á því að í víkingaheiminum og menningunni sem henni fylgir sé litið á Ísland sem mekka víkingaheimsins. „Við höfum stofnað félag hér á landi sem heitir Einherjar í Reykjavík (www.einherjar.is) og þar er ég formaður og jarl en það er æðsta embætti í víkingasamfélaginu. Næsta embætti við hann er goði og svo koma hersir. Þetta er alveg eins og til forna. Við mætum í víkingabúningum eins og þeir voru til forna, með járnhjálm, í skikkju og með járnsverð og berj- umst af karlmennsku. Stundum förum við út í náttúruna og þá finnum við virkilega til þess að vera víkingar og jafnvel að látnir víkingar séu að tala við okkur og gefa orku. Nokkrir úr félaginu fóru út í Drangey og voru þar í sólar- hring, klæddir og útbúnir eins og Grettir Ásmundsson. Allir töldu okkur brjálaða og vissulega var þetta vosbúð en okkur tókst þetta og fengum tilfinninguna fyrir því hvernig Gretti leið. Já, það má ef til vill segja að ég sé lifandi forn- gripur og svo á ég nokkra aðra,“ segir Gunnar og hlær. Ég er lifandi forngripur og safna þeim líka Gunnar Ólafsson er jarlinn í Víkingafélaginu Einherjum í Reykjavík. Hann lætur sér þó ekki nægja að fara sjálfur aftur í aldir heldur safnar hann einnig fornmunum á heimili sitt. Gunnar Ólafsson er jarlinn í Víkingafélaginu Einherjum. Hann hefur mikinn áhuga á forngripum enda telur hann sjálfan sig til þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á skemmtilegri uppákomu í Þjóðminjasafninu á sunnudag getur fólk komið með forn- gripi og gamla muni í skoðun og greiningu. Sérfræðingar um gamla gripi munu taka vel á móti öllum í forsalnum á 3. hæð safnsins. Tekið skal fram að einungis verður reynt að greina muni með tilliti til aldurs, efnis, uppruna o.s.frv. en starfsmenn safna meta ekki verðgildi gamalla gripa. Eigendur taka gripina með sér aftur að lokinni skoðun. Þriðjudaginn 10. nóvember kl 12:05 gefst áhugasöm- um síðan kostur á að fræðast um meðferð gamalla gripa í hádegisfyrirlestri í Þjóðminjasafninu. Þá mun Nathalie Jacquement forvörður gefa góð ráð um með- höndlun og varðveislu gripa og listaverka í heimahúsum. Áttu forngrip í fórum þínum? ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS BÝÐUR UPP Á GREININGU Á GÖMLUM GRIPUM SUNNUDAGINN 8. NÓVEMBER MILLI 14 OG 16. bfo.is Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360 bfo@bfo.is BGS VOTTUÐ ÞJÓNU STA BGS VOTTUÐ ÞJÓNUSTA Þjónustuverkstæði fyrir eftirtaldar bifreiðar reynsla – þekking – góð þjónusta LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00 s g Mjódd UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 13. nóvember n.k. Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.