Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 64

Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 64
10 FERÐALÖG Í hugum fl estra er það ómissandi þáttur í jólahaldinu að vera heima með fjöl- skyldunni. En það er líka hægt að skemmta sér konunglega við strendur Hawaii, ylja sér við vel kryddaðar smákökur í Salzburg og njóta miðnæturmessu páfans í Vatíkaninu. Margir kjósa nefnilega að breyta aðeins til um jólin, láta sig hverfa úr hinu séríslenska jólastressi þar sem krítarkortin eru straujuð eins og jólaskyrturnar. Ferðalöngum bjóðast margir skemmtilegir kostir og vefsíðan travelandleisure.com tók saman nokkra forvitnilega staði þar sem hægt er að eyða jólunum á þann hátt sem varla er hægt að gleyma. JÓLAHALD Á FJARLÆGUM SLÓÐUM Salzburg í Austurríki Hvern dreymir ekki um að vakna við klukknahljóm á jóladag, þeysast um á hestvagni og gæða sér á ilmandi smákökum í hverri götu? Big Island á Hawaii Þeir sem vilja losna frá kulda og trekki geta skellt sér til Hawaii. Það brýtur óneitanlega upp jólahaldið að kafa með skjaldbökum á jóladags- morgun. Og kannski kemur Jóli bara á opnum kanó. Club Med Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu Hafi fólk í huga lúxusjól er kannski rétt að benda á glæsilega hótelið Club Með Punta Cana í Dómin- íska lýðveldinu sem ku víst vera draumastaður sérhvers barns. Og jólin eru hátíð smáfólksins. Engu er til sparað um jólin á þessum slóðum, krakkarnir læra að kafa og standa á sjóbrettum, fá gjafir frá jólasvein- inum á jóladag og geta síðan étið á sig gat á glæsilegu veisluhlaðborði þar sem súkkulaði flæðir um öll borð. Allt er til alls þarna enda var hótelið nýverið endurnýjað fyrir rúmar 35 milljónir dala. Róm Jólahaldið í Róm er auðvitað hátíð fyrir hina sanntrúuðu. Enda komast þeir ekki á hverjum degi í tæri við hina rómuðu miðnæturmessu páfans í Vatík- aninu. Og menn hafa úr ýmsu að velja. Ferðalangar geta þannig valið á milli þess að dveljast á hágæða hótelinu Hotel de Russie þar sem Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz kusu að eyða síðustu aldamótum. Eða hreinlega fengið sér herbergi á einhverjum af hinum fjölmörgu gistiheimilum borgarinnar og komast þannig í nánd við jólahefð Rómverja. Yosemite í Kaliforníu Staðurinn hentar fullkomlega fyrir þá sem vilja hafa eitthvert líf í tuskunum yfir jólin og njóta alls þess besta sem heilnæm útivera hefur upp á að bjóða. Hægt er að fara á skíði, skauta og langar gönguferðir um stórkostlegt landslag þjóðgarðsins og láta síðan þreytuna líða úr sér við varðeld og kvöld- vökur. Áhugamenn um langa kvöldverði ættu ekki að láta hina þriggja klukkustunda löngu matarveislu á hótelinu 1927 Ahwahnee fram hjá sér fara.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.