Fréttablaðið - 07.11.2009, Page 66

Fréttablaðið - 07.11.2009, Page 66
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög NÓVEMBER 2009 INDVERJAR YFIRVARA- SKEGGJAÐASTIR Yfirvaraskegg eru algengust í Indlandi miðað við höfðatölu, sam- kvæmt nýjum lista karlavefsíðunnar AskMen.com. Listinn var gerður í tilefni söfnunarátaks gegn krabba- meini í eistum, sem gengur út á að karlmenn um víða veröld eru hvattir til að safna yfirvaraskeggi út allan nóvembermánuð. Á listanum kemur fram að talið er að yfir áttatíu prósent karlmanna á Suður-Indlandi séu með yfirvara- skegg. Slík andlitsprýði hefur löng- um skipað stóran sess í indverskri menningu og þykir tákn um mikla karlmennsku. Eigandi lengsta yfir- varaskeggs í heimi, tæpra fjögurra metra að lengd, er Indverji. Mexíkó og Pakistan koma næst á listanum, meðan hin mikla yfirvara- skeggsþjóð Þjóðverjar nær einung- is í fjórða sætið. Íran, Egyptaland, Tyrkland, Bandaríkin, Ungverjaland og Búlgaría koma þar á eftir. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A P NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! EX PO · w w w .e xp o .is BSÍ - Umferðarmiðstöðin / 101 Reykjavík / 580 5400 / main@re.is / www.re.is Breska dagblaðið The Times birti nýlega niðurstöður kannana um ofmetnustu ferðamanna- staði heims. Að dómi Breta eru fjórir ofmetnustu staðir heims þessir: 1. Colosseum í Róm en þar eru biðraðir víst hræðilegar og staðurinn sjálfur morandi í fólki. Svo er afar líklegt að þú verðir rændur því vasaþjófar eru alræmdir á þessum sögulega stað. 2. Machu Picchu í Perú. Það er víst mjög erfitt og dýrt að komast að fjallinu og með lestarfari og mat og drykk kostar þetta formúu. Auk þess lendir fólk oft í því að vera synjað um inngöngu því aðeins takmörk- uðum fólksfjölda er leyfð innganga á hverjum degi. 4. Stonehenge í Bretlandi. Dularfullar drúidarústir sem hafa getið af sér alls kyns kenningar um geimverur og mannfórnir. Því miður eru steinarnir uppi á vindasamri hæð þar sem er alltaf vont veður og ekkert skýli er að finna. Auk þess eru litlar sem engar upplýsingar fyrir ferðamenn á staðnum. OFMETNUSTU FERÐAMANNASTAÐIR HEIMS? Alltaf vont veður STONEHENGE KEMST Á LISTA YFIR OFMETNA FERÐAMANNASTAÐI JÓLALEGASTA HÉRAÐ HEIMS? Þegar minnst er á jólamarkaði hugsa flestir um Þýskar eða austurískar borgir eins og Berlín og Vín. Alsass-héraðið í Frakk- landi er hins vegar dálítið falið frá helstu ferðamannastöðunum og er þó fullt af þýskum áhrifum enda tilheyrði það Þýskalandi í langan tíma. Í Strassborg er frægasti jólamarkaður héraðsins þar sem varningi er smekklega raðað í bása og falleg tónlist ómar. Þar er hægt að finna allt frá kertum og gjafavarningi upp í sætindi og vín. Aðrar skemmtilegar borgir eru Riquewihr, Turckheim og Kays- erberg og allar bjóða upp á hinn klassíska rétt „ Tarte Flambée“ sem er eins konar pitsa úr hérað- inu með beikoni og sterkum osti. - amb
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.