Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 66
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
NÓVEMBER 2009
INDVERJAR YFIRVARA-
SKEGGJAÐASTIR
Yfirvaraskegg eru algengust í
Indlandi miðað við höfðatölu, sam-
kvæmt nýjum lista karlavefsíðunnar
AskMen.com. Listinn var gerður í
tilefni söfnunarátaks gegn krabba-
meini í eistum, sem gengur út á að
karlmenn um víða veröld eru hvattir
til að safna yfirvaraskeggi út allan
nóvembermánuð.
Á listanum kemur fram að talið er
að yfir áttatíu prósent karlmanna á
Suður-Indlandi séu með yfirvara-
skegg. Slík andlitsprýði hefur löng-
um skipað stóran sess í indverskri
menningu og þykir tákn um mikla
karlmennsku. Eigandi lengsta yfir-
varaskeggs í heimi, tæpra fjögurra
metra að lengd, er Indverji.
Mexíkó og Pakistan koma næst á
listanum, meðan hin mikla yfirvara-
skeggsþjóð Þjóðverjar nær einung-
is í fjórða sætið. Íran, Egyptaland,
Tyrkland, Bandaríkin, Ungverjaland
og Búlgaría koma þar á eftir.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/A
P
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT
ÞÚ KEMST ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR!
EX
PO
· w
w
w
.e
xp
o
.is
BSÍ - Umferðarmiðstöðin / 101 Reykjavík / 580 5400 / main@re.is / www.re.is
Breska dagblaðið The Times birti nýlega niðurstöður kannana um ofmetnustu ferðamanna-
staði heims. Að dómi Breta eru fjórir ofmetnustu staðir heims þessir: 1. Colosseum í Róm en
þar eru biðraðir víst hræðilegar og staðurinn sjálfur morandi í fólki. Svo er afar líklegt að þú
verðir rændur því vasaþjófar eru alræmdir á þessum sögulega stað. 2. Machu Picchu í Perú.
Það er víst mjög erfitt og dýrt að komast að fjallinu og með lestarfari og mat og drykk kostar
þetta formúu. Auk þess lendir fólk oft í því að vera synjað um inngöngu því aðeins takmörk-
uðum fólksfjölda er leyfð innganga á hverjum degi. 4. Stonehenge í Bretlandi. Dularfullar
drúidarústir sem hafa getið af sér alls kyns kenningar um geimverur og mannfórnir. Því miður
eru steinarnir uppi á vindasamri hæð þar sem er alltaf vont veður og ekkert skýli er að finna.
Auk þess eru litlar sem engar upplýsingar fyrir ferðamenn á staðnum.
OFMETNUSTU FERÐAMANNASTAÐIR HEIMS? Alltaf vont veður
STONEHENGE KEMST Á LISTA YFIR
OFMETNA FERÐAMANNASTAÐI
JÓLALEGASTA HÉRAÐ
HEIMS?
Þegar minnst er á jólamarkaði
hugsa flestir um Þýskar eða
austurískar borgir eins og Berlín
og Vín. Alsass-héraðið í Frakk-
landi er hins vegar dálítið falið frá
helstu ferðamannastöðunum og
er þó fullt af þýskum áhrifum enda
tilheyrði það Þýskalandi í langan
tíma. Í Strassborg er frægasti
jólamarkaður héraðsins þar sem
varningi er smekklega raðað í
bása og falleg tónlist ómar. Þar
er hægt að finna allt frá kertum
og gjafavarningi upp í sætindi og
vín. Aðrar skemmtilegar borgir eru
Riquewihr, Turckheim og Kays-
erberg og allar bjóða upp á hinn
klassíska rétt „ Tarte Flambée“
sem er eins konar pitsa úr hérað-
inu með beikoni og sterkum osti.
- amb