Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 74
46 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1550 Jón Arason, biskup á Hólum, og synir hans, Björn Jónsson prestur á Melstað og Ari Jónsson lögmaður, eru hálshöggnir í Skálholti. 1659 Frakkar og Spánverjar gera með sér Pýreneasátt- málann og binda þannig enda á 24 ára stríð milli ríkjanna. 1718 Danska herskipið Göthe- borg strandar við Ölfusár- ósa. Áhöfnin bjargast. 1917 Októberbyltingin á sér stað í Rússlandi (sam- kvæmt gregoríska tímatal- inu). 1976 Fyrsti hluti Hitaveitu Suður- nesja er tekinn í notkun. 1987 Ólafur Ragnar Grímsson verður formaður Alþýðu- bandalagsins og tekur við af Svavari Gestssyni. VILHJÁLMUR FINSEN RITSTJÓRI VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1883. „Það er ótrúlega hug- hreystandi að vera með góðum vinum á alvörustundum lífs- ins.“ Vilhjámur Finsen var blaða maður hjá Politiken í Kaupmanna- höfn upp úr aldamótunum 1900. Heimkominn stofnaði hann Morgunblaðið árið 1913, ásamt Ólafi Björnssyni í Ísafold og var fyrsti ritstjóri þess. Eiður er að skrifa sitt reglubundna málfarsnöldur inn á Moggabloggið þegar hann er ónáðaður og beðinn um afmælisviðtal. Hann fær tvær sekúndur til að vista áður en hann er spurður hvernig honum falli að vera að komast á áttræðisaldur. „Það er breyting í orðum en ekki á hugarfari,“ svarar hann. Eiður býr í nettu parhúsi í Garða- bænum með konu sinni, Eygló Helgu Haraldsdóttur píanókennara. Ræt- urnar liggja þó í Reykjavík. Hann ólst upp í Norðurmýrinni, gekk í Austurbæjarskólann, Gagnfræða- skóla Austur bæjar og Menntaskól- ann í Reykjavík hvaðan hann útskrif- aðist úr máladeild 1959. Margir muna eftir honum frá árdögum sjónvarps, enda var hann með fyrstu mönnum á skjáinn. Áður en hann rifjar það upp kemur hann með smá formála. „Ég byrjaði minn fjölmiðlaferil á Alþýðublaðinu en ákvað að fara líka í ensku í háskólanum eftir að hafa stað- ist strembið próf fyrir löggilta dóm- túlka í ensku og íslensku. Sjónvarpið hóf útsendingar 30. septem ber 1966 en ég fór að vinna þar í ársbyrjun 1967 sem yfirþýð- andi. Fréttamenn voru bara tveir í upphafi en haustið ´67 var þeim fjölg- að og þá komst ég inn. Reyndar var ég í sjónvarpinu fyrsta kvöldið sem sent var út. Stjórnaði þar umræðu- þætti sem hét Á blaðamannafundi. Þar sat fyrir svörum Bjarni Bene- diktsson, þáverandi forsætisráðherra, og spyrjendur með mér voru Ólafur Hannibalsson, þá ritstjóri Frjálsrar þjóðar, og Andrés Kristjánsson, rit- stjóri Tímans. Ég var hjá sjónvarp- inu frá 1967 til 1978 og það var óskap- lega skemmtilegt enda alltaf verið að gera eitthvað sem ekki hafði verið gert áður. Við Markús Örn Antons- son vorum saman á fréttavöktum í mörg ár, ég sá um Ísland og hann um afganginn af veröldinni. Þarna var gaman að vinna með góðu fólki, ekki síst stjórnandanum, sr. Emil Björns- syni, sem var þó strangur við okkur um að vanda málfarið.“ Árið 1977, í miðju verkfalli opin- berra starfsmanna, kveðst Eiður hafa verið beðinn um að taka þátt í prófkjöri fyrir Alþýðuflokkinn. „Ég hló að því í byrjun en tók svo ákvörð- un um að fara í framboð og fékk góða kosningu svo ég settist á þing um haustið. Þar var ég frá 1977 til 1993, umhverfisráðherra síðustu tvö árin. Enn var komið að kaflaskilum því árið 1993 hélt Eiður til Noregs sem sendiherra og var þar í fimm ár. „Það er ákaflega gott að vera Íslendingur í Noregi. Þar sögðu menn ýmist: „Ís- land er stórkostlegt land, ég hef komið þangað.“ Eða: „Ísland er stórkostlegt land, ég verð að komast þangað.“ Ís- lendingar nutu mikillar velvildar í Noregi, þrátt fyrir að Smugudeilan stæði yfir seinni hluta tímabils míns og hitnaði í kolunum á sumum stöðum.“ Eftir þriggja ára starf í utanríkis- ráðuneytinu hér heima fór Eiður til Winnipeg sem aðalræðismaður Ís- lands í Kanada og kveðst hafa eign- ast þar marga góða vini meðal Vestur- Íslendinga. „Það orkar líka sterkt á mann að ganga um kirkjugarðinn á Mikley þar sem nöfnin á legsteinun- um eru næstum öll íslensk. Þá skilur maður Stephan G. þegar hann orti: En ættjarðarböndum mig grípur hver grund sem grær kringum Íslendings bein.“ Frá Winnipeg fór Eiður til Kína og var þar sendiherra í fjögur ár. „Þar opnaðist ný veröld,“ segir hann og telur það líka einstakan heiður að hafa fengið að enda starfsferilinn sem aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, síðustu tvö árin. Eiður kveðst svo heppinn að konan hafi fylgt honum á sendiherraárunum en þau hafi sem betur fer verið búin að koma upp börnunum áður. Eftir alla flutningana milli landa segir hann mikið verk óunnið í skipu- lagi á bókum og diskum og hann kvíðir ekki komandi dögum. „Ég hef verið lánsamur í lífinu,“ segir hann. „Starfsævi mín hefur skipst næstum nákvæmlega í þrjú jafnlöng tímabil, sextán ár í fréttamennsku, fimmtán ár í pólitík og sextán ár í ut- anríkisþjónustu og mér hefur alltaf þótt afskaplega skemmtilegt í vinn- unni. Ég á góða konu og við eigum þrjú yndisleg börn sem öll eiga sínar fjölskyldur. Ég get ekki beðið um meira.“ gun@frettabladid.is EIÐUR GUÐNASON FRÉTTAMAÐUR, ALÞINGISMAÐUR OG SENDIHERRA: SJÖTUGUR Ég hef verið lánsamur í lífinu EIÐUR GUÐNASON „Mér hefur fundist afskaplega skemmtilegt í vinnunni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Héraðsskólinn í Reykholti tók til starfa þennan dag. Hann leysti af hólmi annan merkan alþýðuskóla í Borgarfirði, Hvítárvallaskóla. Unnið hafði verið af kappi að smíði hans síðustu mánuði áður en hann var vígður svo að kennsla gæti hafist þar á tilsettum tíma, um eða eftir vetur- nætur. Skólastjóri skólans var Kristinn Stefánsson sem gegndi því starfi til 1939. Fyrsta árið voru nemendur í Reykholtsskóla 57 en fjölgaði á næstu árum og voru um eitt hundrað skólaárið 1938 til 1939. Þrátt fyrir þröngan fjárhag hafði suðurálma skólans þá verið lengd og fékkst þar allmikið aukið húsrými. Reykholtsskóli var einn af níu skólum í landinu sem stofnaðir voru að frumkvæði Jónasar Jónsson- ar frá Hriflu á grundvelli nýrra laga um héraðsskóla frá 1940. Þeir auðvelduðu ungu fólki í strjálbýlinu að stunda gagnfræðanám í sínu heimahéraði og áttu mikinn þátt í að mennta þjóðina á síðustu öld. ÞETTA GERÐIST: 7. NÓVEMBER 1931 Héraðsskólinn í Reykholti vígður Bróðir okkar og frændi, Gísli Gíslason frá Hvammi síðast til heimilis á dvalarheimili aldraðra á Ísafirði, lést sunnudaginn 1. nóvember. Jarðarförin fer fram laugardaginn 14. nóvember kl. 14.00 frá Ísafjarðarkirkju. Guðmundur Gíslason Gunnar Gíslason og systkinabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ást- kærrar sambýliskonu og móður, Hugrúnar B. Þórarinsdóttur Skarðsbraut 4, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans við Hringbraut og Sjúkrahúss Akraness. Birgir S. Elínbergsson Elísabet Jónatansdóttir. Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, Ólafs á Heygum Magnússonar Bræðratungu 13, Jóhanna S. Kjartansdóttir Sigrún á H. Ólafsdóttir Halldór Ingólfsson Hrafndís Hanna Halldórsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigríðar Guðbjörnsdóttur Eyjabakka 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Karitaskonum. Steinn Gunnarsson Kristbjörg Áslaugsdóttir Friðbjörn Steinsson Halldís Hallsdóttir Björgvin Steinsson Sigrún Anný Jónasdóttir Svana Steinsdóttir Sigurður Guðmundsson barnabörn og langömmubarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðbjargar Þorsteinsdóttur áður til heimilis að Bessastöðum, Álftanesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Foldabæjar í Grafarvogi fyrir frábæra umönnun og starfsfólki Droplaugarstaða. Steina Kristín Kristjónsdóttir Danfríður Kristjónsdóttir Sverrir Jónsson Guðbjörg Lárusdóttir Jónas Halldór Jónasson Lára Kristjana Lárusdóttir Kristjón Sverrisson Vigdís Sverrisdóttir Kristín Sverrisdóttir og barnabarnabörn. AFMÆLI ÞORVALD- UR ÞOR- STEINSSON rithöfundur er 49 ára. JAKOB RAGNAR MÖLLER hæstaréttar- lögmaður er 69 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.