Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 78

Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 78
50 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Matur og menning eru í fyrirrúmi á Suðurlandi þessa helgi þegar dyr opin- berra staða, samkomuhúsa og safnhúsa eru upp á gátt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og leggur undir sig Suðurlandið allt frá Hornafirði til Hvera- gerðis. Og gnægtahorn er í boði, til munns, handa og hugar. Hátíðinni er ætlað að þjappa saman þeim dreifðu kröftum sem eru að starfi á þessu víðfeðma landsvæði. Hornfirðingar eru nú með í fyrsta sinn. Þorbergssetur á Hala verður opið báða dagana þar sem kynnt verður ný sýning um söguslóðir á Suðausturlandi. Á sunnudag er sýning á gripum Þór- bergsseturs. Á Klaustri bjóða Kirkjubæjar- stofa, Héraðsbókasafnið, Hótel Geirland, Kirkjuhvoll og Hótel Klaustur upp á mismunandi dag- skrá, þing, söng og veislukost á villibráðarkvöldi. Fýlaveisla er líka í boði í kvöld á veitingastaðn- um Strönd við Víkurskála. Í Þykkvabænum er opið í tveim- ur galleríum, Smákoti og Kofa við Háf, og þangað eru allir velkomn- ir. Meðfram veginum eru uppi ljósmyndir frá sögu þessa þúsund ára þorps. Í Sögusetrinu á Hvolsvelli verður í dag opnuð sýning á upp- stoppuðum fuglum en í kvöld verða tónleikar á Hvoli. Handverkshúsið á Hellu verður opið um helgina og á Hótel Rangá er boðið upp á hátíð- armatseðil og bókasafnið á Hellu er opið. Í safninu á Skógum var í gær mikið þing um safnstarfið sem hefur staðið yfir í sextíu ár. Þar var rætt um framtíð safnsins. Í dag og á morgun er þar boðið upp á samfellda dagskrá, leiðsögn og sagnastund. Eyjamenn fagna safnadeginum með gestum og gangandi en þar er margt í boði, bæði í dag og á morgun: frumsýning á nýrri mynd Páls Steingrímssonar og opnun á stofu í byggðasafninu sem honum er helguð. Maggi Eiríks spilar í kvöld. Í bæjunum við ströndina, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þor- lákshöfn er boðið upp á heim- sóknir: Draugasetrið, Hólmaröst, Vinnustofa Gussa, Svartiklettur og Veiðisafnið, Húsið og Gónhóll bjóða gesti velkomna. Listasafnið í Hveragerði, Bóka- safnið og Náttúrulækningahælið opna um helgina með margvíslegu sýningarhaldi. Pakkhúsið í Árborg verður með kvikmyndasýningar og hin söfnin á Selfossi bjóða upp á sýningar og dagskrár. Opið er í Þingborg og Forsæti. Dagskrá þessa helgina vítt og breitt um Suðurland er óvenju fjölbreytt og kallar á straum gesta vestan að úr fjölmenninu austur, svo fjölbreytt að ekki dugar til stutt blaðagrein, en vefurinn www.sofnasudurlandi.is birtir alla dagskrána með hennar kostaboð- um og sýnir að Sunnlendingar eru höfðingjar heim að sækja. pbb@frettabladid.is Safnadagur á Suðurlandi MENNING Í dag er þess minnst að 7. nóvember voru Jón Arason og synir hans tveir höggnir í Skálholti. Athöfnin hefst kl. 20.30. ath á morgun kl. 17. Söngskemmtunin á Akureyri „Frá suðri til norðurs með sópran í eftir- dragi“ í þriðja sinn. Diddú, Jóhann Friðgeir og Óskar Pétursson verða sem sagt í Akureyrarkirkju núna um helgina, á sunnudaginn. Miðasala er í Eymundsson. Sjónblekkingar og vísindi leika aðalhlutverkið í fjölskylduleið- sögn sem verður á Kjarvals- stöðum á sunnudag klukkan 15. Smiðjan tengist sýningunni Blik, sem er í vestursal Kjarvalsstaða, og verður sýningin skoðuð áður en smiðjan hefst. Á sýningunni Blik eru verk eftir marga af okkar fremstu listamönnum meðal annars Ólaf Elíasson, Hrein Friðfinnsson, Jón Gunnar Árnason og Helga Þor- gils Friðjónsson en megináhersla er lögð á verk Eyborgar Guð- mundsdóttur, sem lét til sín taka á listasviðnu hér og í París um miðja síðustu öld. Um helgina er síðasti sýningardagur á Blik en Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10-17. Blik hættir VERK EFTIR EYBORGU GUÐMUNDS- DÓTTUR Litla orgelmessan eða „Missa brevis St. Joannis de Deo“ eftir Franz Joseph Haydn (1732-1809) verður flutt í sunnudagsmessu í Seltjarnarneskirkju á morgun kl. 11. Þetta fræga tónverk verður flutt af Kammerkór kirkjunnar og strengjakvartett úr Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna undir stjórn Friðriks Vignis Stefáns- sonar, tónlistarstjóra kirkjunnar. Þetta er merkilegur tónlistarvið- burður í Seltjarnarneskirkju og er verkið flutt vegna dánarafmælis Haydn. Litla orgelmessan, sem er í B-dúr, var líklegast samin veturinn 1777-78 fyrir kapelluna í Eisen stadt í Austurríki. Tónverk- ið er samið fyrir strengjakvart- ett og orgel með sópraneinsöng í Benedictus og blandaðan kór. Verkið er í sex þáttum. Litla orgelmessan flutt 4. sýning -Laugardaginn 7. 11. 2009 – UPPSELT 5. sýning - Sunnudaginn 8. 11. 2009 – UPPSELT 6. sýning - Föstudaginn 13. 11. 2009 – UPPSELT 7. sýning - Sunnudaginn 15. 11. 2009 – UPPSELT 8. sýning - Föstudaginn 20. 11. 2009 – UPPSELT AUKASÝNING - Sunnudaginn 22. 11. 2009 – UPPSELT WWW.OPERA.IS F A B R I K A N AUKASÝNING - Föstudaginn 27. 11. 2009 – Laus sæti AUKASÝNING - Sunnudaginn 29. 11. 2009 – Laus sæti Bergþór Pálsson kynnir verkið kl. 19.15 öll sýningarkvöld í boði Vinafélags Íslensku óperunnar. Laugardagskvöld í Kjallaranum Húsið opnar 23.00
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.