Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 78
50 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Matur og menning eru í
fyrirrúmi á Suðurlandi
þessa helgi þegar dyr opin-
berra staða, samkomuhúsa
og safnhúsa eru upp á gátt.
Þetta er í annað sinn sem
hátíðin er haldin og leggur
undir sig Suðurlandið allt
frá Hornafirði til Hvera-
gerðis. Og gnægtahorn er
í boði, til munns, handa og
hugar.
Hátíðinni er ætlað að þjappa
saman þeim dreifðu kröftum sem
eru að starfi á þessu víðfeðma
landsvæði. Hornfirðingar eru nú
með í fyrsta sinn. Þorbergssetur
á Hala verður opið báða dagana
þar sem kynnt verður ný sýning
um söguslóðir á Suðausturlandi. Á
sunnudag er sýning á gripum Þór-
bergsseturs.
Á Klaustri bjóða Kirkjubæjar-
stofa, Héraðsbókasafnið, Hótel
Geirland, Kirkjuhvoll og Hótel
Klaustur upp á mismunandi dag-
skrá, þing, söng og veislukost á
villibráðarkvöldi. Fýlaveisla er
líka í boði í kvöld á veitingastaðn-
um Strönd við Víkurskála.
Í Þykkvabænum er opið í tveim-
ur galleríum, Smákoti og Kofa við
Háf, og þangað eru allir velkomn-
ir. Meðfram veginum eru uppi
ljósmyndir frá sögu þessa þúsund
ára þorps.
Í Sögusetrinu á Hvolsvelli
verður í dag opnuð sýning á upp-
stoppuðum fuglum en í kvöld verða
tónleikar á Hvoli. Handverkshúsið
á Hellu verður opið um helgina og
á Hótel Rangá er boðið upp á hátíð-
armatseðil og bókasafnið á Hellu
er opið. Í safninu á Skógum var
í gær mikið þing um safnstarfið
sem hefur staðið yfir í sextíu ár.
Þar var rætt um framtíð safnsins.
Í dag og á morgun er þar boðið
upp á samfellda dagskrá, leiðsögn
og sagnastund.
Eyjamenn fagna safnadeginum
með gestum og gangandi en þar
er margt í boði, bæði í dag og á
morgun: frumsýning á nýrri mynd
Páls Steingrímssonar og opnun á
stofu í byggðasafninu sem honum
er helguð. Maggi Eiríks spilar í
kvöld.
Í bæjunum við ströndina,
Eyrarbakka, Stokkseyri og Þor-
lákshöfn er boðið upp á heim-
sóknir: Draugasetrið, Hólmaröst,
Vinnustofa Gussa, Svartiklettur
og Veiðisafnið, Húsið og Gónhóll
bjóða gesti velkomna.
Listasafnið í Hveragerði, Bóka-
safnið og Náttúrulækningahælið
opna um helgina með margvíslegu
sýningarhaldi.
Pakkhúsið í Árborg verður með
kvikmyndasýningar og hin söfnin
á Selfossi bjóða upp á sýningar og
dagskrár. Opið er í Þingborg og
Forsæti.
Dagskrá þessa helgina vítt og
breitt um Suðurland er óvenju
fjölbreytt og kallar á straum gesta
vestan að úr fjölmenninu austur,
svo fjölbreytt að ekki dugar til
stutt blaðagrein, en vefurinn
www.sofnasudurlandi.is birtir alla
dagskrána með hennar kostaboð-
um og sýnir að Sunnlendingar eru
höfðingjar heim að sækja.
pbb@frettabladid.is
Safnadagur á Suðurlandi
MENNING Í dag er þess minnst að 7. nóvember voru Jón Arason og synir hans tveir höggnir í Skálholti. Athöfnin hefst kl. 20.30.
ath á morgun kl. 17.
Söngskemmtunin á Akureyri „Frá
suðri til norðurs með sópran í eftir-
dragi“ í þriðja sinn. Diddú, Jóhann
Friðgeir og Óskar Pétursson verða
sem sagt í Akureyrarkirkju núna um
helgina, á sunnudaginn. Miðasala er
í Eymundsson.
Sjónblekkingar og vísindi leika
aðalhlutverkið í fjölskylduleið-
sögn sem verður á Kjarvals-
stöðum á sunnudag klukkan 15.
Smiðjan tengist sýningunni Blik,
sem er í vestursal Kjarvalsstaða,
og verður sýningin skoðuð áður
en smiðjan hefst.
Á sýningunni Blik eru verk
eftir marga af okkar fremstu
listamönnum meðal annars Ólaf
Elíasson, Hrein Friðfinnsson, Jón
Gunnar Árnason og Helga Þor-
gils Friðjónsson en megináhersla
er lögð á verk Eyborgar Guð-
mundsdóttur, sem lét til sín taka
á listasviðnu hér og í París um
miðja síðustu öld. Um helgina er
síðasti sýningardagur á Blik en
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega
frá kl. 10-17.
Blik hættir
VERK EFTIR EYBORGU GUÐMUNDS-
DÓTTUR
Litla orgelmessan eða „Missa
brevis St. Joannis de Deo“ eftir
Franz Joseph Haydn (1732-1809)
verður flutt í sunnudagsmessu í
Seltjarnarneskirkju á morgun kl.
11. Þetta fræga tónverk verður
flutt af Kammerkór kirkjunnar
og strengjakvartett úr Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna undir
stjórn Friðriks Vignis Stefáns-
sonar, tónlistarstjóra kirkjunnar.
Þetta er merkilegur tónlistarvið-
burður í Seltjarnarneskirkju og er
verkið flutt vegna dánarafmælis
Haydn. Litla orgelmessan, sem
er í B-dúr, var líklegast samin
veturinn 1777-78 fyrir kapelluna í
Eisen stadt í Austurríki. Tónverk-
ið er samið fyrir strengjakvart-
ett og orgel með sópraneinsöng
í Benedictus og blandaðan kór.
Verkið er í sex þáttum.
Litla orgelmessan flutt
4. sýning -Laugardaginn 7. 11. 2009 – UPPSELT
5. sýning - Sunnudaginn 8. 11. 2009 – UPPSELT
6. sýning - Föstudaginn 13. 11. 2009 – UPPSELT
7. sýning - Sunnudaginn 15. 11. 2009 – UPPSELT
8. sýning - Föstudaginn 20. 11. 2009 – UPPSELT
AUKASÝNING - Sunnudaginn 22. 11. 2009 – UPPSELT
WWW.OPERA.IS
F
A
B
R
I
K
A
N
AUKASÝNING - Föstudaginn 27. 11. 2009 – Laus sæti
AUKASÝNING - Sunnudaginn 29. 11. 2009 – Laus sæti
Bergþór Pálsson kynnir verkið kl. 19.15 öll sýningarkvöld
í boði Vinafélags Íslensku óperunnar.
Laugardagskvöld í Kjallaranum
Húsið opnar 23.00