Fréttablaðið - 07.11.2009, Page 80
7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
Heimildarmyndin Draumalandið
eftir Þorfinn Guðnason og Andra
Snæ Magnason, byggð á bók þess
síðarnefnda, er eitt viðamesta
heimildarverkefni sem ráðist
hefur verið í á Íslandi og sló
aðsóknarmet í flokki íslenskra
heimildarmynda þegar hún var
sýnd í bíóhúsum hér á landi síð-
astliðið vor og hlaut einróma lof
gagnrýnenda. Nú hefur verið
greint frá vali mynda í aðalkeppni
heimildar mynda á kvikmyndahá-
tíðinni í Amsterdam, IDFA, sem
helguð er heimildarmyndum og er
virtasta hátíð þeirrar gerðar í Evr-
ópu. Draumalandið hefur nú verið
valið þar til sýninga og tekur þátt í
aðalkeppninni. Er frumsýning þar
ytra fyrirhuguð hinn 24. nóvem-
ber í Tuschinski-kvikmyndahús-
inu í Amsterdam, einu fallegasta
„art deco“-kvikmyndahúsi í Evr-
ópu, að viðstöddum leikstjórum.
Hátíðin stendur frá 19.-29.
nóvember í ár. Um 2.000 myndir
sækja um þátttöku á IDFA ár hvert
og tæplega 200 myndir eru sýnd-
ar á hátíðinni en aðeins 17 myndir
voru valdar í keppnina í ár og er
Draumalandið ein þeirra. Það er
mikið keppikefli kvikmyndagerð-
armönnum og framleiðendum að
koma myndum sínum á hátíðina
og stendur valið yfir sumarlangt
fram á haust. Hafa þeir IDFA-
menn, eins og flestir forráðamenn
stærri hátíða, lagt áherslu á að ná
til sín frumsýningum á nýjum
myndum og verður því að teljast
nokkur árangur hjá framleiðend-
um Draumalandsins að myndin
skuli tæk í aðalkeppni þótt langt
sé liðið frá frumsýningu hennar
hér á landi. Draumalandið keppir
því meðal bestu mynda á heims-
mælikvarða. Þetta er í fyrsta
skipti sem íslensk heimildarmynd
er valin í aðalkeppnina á IDFA og
því stór áfangi fyrir íslenska kvik-
myndagerð og mikill heiður fyrir
kvikmyndagerðamennina sem að
myndinni stóðu. Keppt er um aðal-
verðlaunin, 12.500 evrur, svo eftir
nokkru er að slægjast.
Þar að auki hefur Draumalandið
verið valin ein af fimm myndum
sem munu ferðast um kvikmynda-
hús í Hollandi meðan á hátíðinni
stendur og einnig hefur Ally
Derks, stjórnandi hátíðarinnar,
valið Draumalandið sem eina
af sínum tíu uppáhaldsmyndum
og verður hún sýnd í sérstöku
viðhafnarprógrammi ásamt þeim
myndum að hátíð lokinni. Þannig
að það verða margir sem munu
sjá Draumalandið af hollenskum
þegnum næstu mánuði og bætist
þar enn við orðspor þjóðarinnar í
Niðurlöndum.
Íslenskir kvikmyndagerðar-
menn hafa í langan tíma sótt
Amsterdam heim meðan á IDFA
hefur staðið, flestir þó til að taka
þátt í fjáröflunarstefnunni sem
þar er haldin í tengslum við hátíð-
ina en þar koma saman allir helstu
dagskrárstjóra stöðva í Evrópu og
heyra kynningar á nyjum verkefn-
um í heimildamyndagerð. Ekkert
íslensk verkefni komst þar á blað
í ár. - pbb
Draumaland til Amsterdam
KVIKMYNDIR Þorfinnur Guðnason leik-
stjóri, höfundur handrits eftir bókinni og
hinn leikstjóri hennar.
KVIKMYNDIR Andri Snær Magnason
rithöfundur og annar leikstjóri Drauma-
landsins.
F R U M F L U T N I N G U R Á D E G I H E I L A G R A R S E S S E L Í U
ÓRATÓRÍAN
EFTIR ÁSKEL MÁSSON
CECILÍA
FYRIR FJÓRA EINSÖNGVARA, BLANDAÐAN KÓR, TVÖ ORGEL OG HLJÓMSVEIT
TEXTI: THOR VILHJÁLMSSON
STEINHARPA OG VATNSTROMMUR EFTIR PÁL Á HÚSAFELLI
Þ ó ra E i n a r s d ó t t i r s ó p ra n : H e i l ö g C e c i l í a , v e r n d a r d ý r l i n g u r t ó n l i s t a r i n n a r
B ra g i B e rg þ ó r s s o n te n ó r : Va l e r í a n u s , e i g i n m a ð u r C e c i l í u
Ág ú s t Ó l a fs s o n b a r í to n : T í b ú r k í u s , b r ó ð i r Va l e r i a n u s a r
B j a r n i Th o r K r i s t i n s s o n b a s s i : A l m a k h í u s g r e i f i
Þ ó rg u n n u r A n n a Ö r n ó l fs d ó t t i r : e n g i l l
M ó t e t t u kó r H a l l g r í m s k i r k j u
K a m m e r s ve i t H a l l g r í m s k i r k j u
Ko n s e r t m e i s t a r i : U n a Sve i n b j a r n a rd ó t t i r
S t j ó r n a n d i : H ö r ð u r Á s ke l s s o n
HALLGRÍMSKIRK JA SUNNUDAGINN 22. NÓVEMBER 2009 KL. 16.00
Ó r a t ó r í a n
Ce c i l í a f j a l l a r u m
l í f ve r n d a rd ý r l i n g s tó n -
l i s t a r i n n a r, h e i l a gra r S e s s e l í u ,
s e m t a l i n e r h a f a d á i ð p í s l a r v æ t t i s -
d a u ð a í R ó m á 3 . ö l d . H e i m i l d i r gre i n a
f rá þ v í a ð S e s s e l í a h a f i ve r i ð n a f n -
d ý r l i n g u r H ú s a fe l l s k i r k j u í k a þ ó l s k-
u m s i ð o g e r s ö g u s v i ð i ð H ú s a fe l l í
B o rg a r f i r ð i o g R ó m a r b o rg.
Ve r k i ð v a r p a n t a ð a f L i s t v i n a f é l a g i H a l l g r í m s k i r k j u m e ð s t y r k f r á K r i s t n i h á t í ð a r s j ó ð i , Tó n l i s t a r s j ó ð i m e n n t a m á l a r á ð u n e y t i s i n s ,
M e n n i n g a r - o g f e r ð a m á l a r á ð i R e y k j a v í k u r b o r g a r o g K r i s t n i s j ó ð i .
LIST VINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRK JU 27. STARFSÁR
Þýska sendiráðið og
Goethe-Institut minna á
Fyrir 20 árum féll
Múrinn
Goethe-Stofnunin verður
þann 09. nóvember frá kl.
17.00 í Norræna Húsinu að
minnast falls múrsins á langri
kvikmyndanóttu með kvik-
myndunum “Nikolaikirche” og
frá kl. 19:45 “Deutschland-
spiel“. Kvikmyndirnar verða
sýndar á þýsku með enskum
texta. Aðgangur ókeypis.
Þýski sendiherrann býður
öllum áhugasömum þýskra
bókmennta og atburðarins
9. nóvember 1989 að koma
þann 12. nóvember 2009
kl. 19.00 í Túngötu 18,
101 Reykjavík, á rithöf-
undalestur þriggja þýskra
rithöfunda. Renatus Deckert,
Annett Gröschner og Thomas
Rosenlöcher munu lesa úr
bókinni “In der Nacht als
die Mauer fi el” (Um nóttina
þegar múrinn féll) og síðan
svara spurningum viðstaddra.
Aðgangur ókeypis.
Deutsche Botschaft
und Goethe Institut
erinnern
Vor 20 Jahren fi el
die Mauer
Das Goethe-Institut wird am
09. November 2009 im Nor-
dischen Haus von 17.00 Uhr
an in einer langen Filmnacht
mit den Filmen “Nikolaikirche”
und um 19:45 Uhr “Deutsch-
landspiel” an den Mauerfall
erinnern. Die Filme werden auf
deutsch mit englischen Unter-
titeln vorgeführt. Eintritt frei.
Der deutsche Botschafter lädt
alle an deutscher Literatur und
den Ereignissen des 9.Novem-
ber 1989 Interessierten am 12.
November 2009 um 19.00
Uhr in die Túngata 18, 101
Reykjavík, zu einer Dichterle-
sung dreier deutscher Autoren
ein. Renatus Deckert, Annett
Gröschner und Thomas Rosen-
löcher werden aus dem Buch
„In der Nacht als die Mauer
fi el“ lesen und sich dann den
Fragen der Teilnehmer stellen.
Eintritt frei.