Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2009, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 07.11.2009, Qupperneq 84
56 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson > GLÆSILEG OG SPENNANDI SÝNING Í verslun Steinunnar Sigurðardóttur er um þessar mundir glæsileg og spennandi sýning á höttum fransk/íslensk/tyrkneska hönnuðarins Ozden Dora sem lærði í London og er búsett þar. Hattarnir eru innblásnir af snjó og ís og verða til sýnis í nóvember. Nú fer að líða að jólum og þessi tími fram undan er sannarlega í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég elska stemninguna sem myndast í nóvember og desember, skammdegi, kuldi og stjörnubjartur himinn og spenningur í loftinu hjá stórum og smáum vegna hátíðarhaldanna sem í vændum eru. Þetta er sannarlega tími til að verja með fjölskyldu og vinum. En einn er þó gallinn: allt í kringum mig spretta upp greinaskrif í blöð og sjón- varpsþættir um hvernig eigi að prjóna lopapeysur, föndra jólaföndur eða baka piparkökur. Nú játa ég að á öllum þessum fyrrgreindum svið- um er ég í einu orði sagt algjör illi. Ég hef aldrei prjónað neitt meira en langan trefil sem fann engan enda, og ef límstifti, skæri og pappírs- blað eru sett fyrir framan mig brýst mitt eðlislæga hrútseðli fram og óþolinmæðin gerir það að verkum að ég lími allt annað saman en jóla- skrautið. Bakstur hjá mér byrjar og endar á franskri súkkulaðiköku og hefur mér þótt það vel nægjanlegt hingað til. (Það skal þó tekið fram að öll önnur matargerð er mér mjög að skapi og þar fá listrænir hæfi- leikarnir verulega útrás). En málið er bara að ég tel að ég hafi alist upp í þeirri kynslóð þar sem jafnrétti er algjört og að bakstur, þrif, prjón og jólaföndur eru bara ekkert einskorðuð við kvenpeninginn. Það fer alltaf hálfpartinn í taugarnar á mér þegar kynsystur mínar stæra sig af því hvernig þær geta mundað Ajax-brúsann með annarri hendi og kökukefli með hinni á meðan þær prjóna ungbarnahúfur alla restina af tímanum. Facebook-staða hjá þessum kvensum snýst um að segja heim- inum að þær séu búnar að þrífa húsið hátt og lágt, elda þriggja rétta kvöldverð handa „karlinum“ og búa til jóladesertinn sem bíður væntan- lega í frystinum næstu tvo mánuðina. Vinna þessar konur ekki neitt og eyða þær fjölskyldustund- unum í ryksugun? Kannski er ég bara öfund- sjúk en ekki sé ég svona yfirlýsingar hjá strák- unum. Jólaundirbúningurinn á heldur ekkert að snúast um svona stress. Það er ekkert mál þó að piparkökurnar séu úr dollu og húsið sé skreytt viku fyrir jól. Aðal- atriðið er að allir geti slakað á og notið samvistanna. Jólahúsmæður fara á stjá Ótrúlega töff stálgrátt naglalakk frá Make Up Store. Nútímalegt og svalt. Nýjasta „mineral“ púðr- ið frá Estée Lauder sem nærir húðina og lítur ótrúlega eðlilega út. Þessa klassísku og kvenlegu gráu kápu frá SportMax. Fullkomin fyrir veturinn og fæst í GK. Íslenski hönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir, sem einnig var skipuð borgarlistamaður Reykjavíkurborgar í ár, sýndi dásamlega fallega línu fyrir haust og vetur á tískuvikunni í Mílanó. Fyrir þessa tilteknu línu segist Steinunn hafa fengið innblástur frá Íslandi. „Fötin eru saman- sett af auðlindum íslands. Myrkrinu, snjónum og norðurljósunum.“ Hér gefur að líta sýn Steinunnar á veturinn sem er að hefjast. - amb LÍNA STEINUNNAR FYRIR HAUST OG VETUR: Samansett af auðlindum Íslands TÚRKISBLÁTT Falleg skyrta við stutt svart pils. GLÆSILEGT Aðsniðinn jakki og kögurpils. GAMALDAGS Flottur hvítur kjóll með svartri blúndu. GEGNSÆTT Svartur kjóll með kögri við fallega húfu. KVENLEGT Aðsniðin dragt í svörtu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.