Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2009, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 07.11.2009, Qupperneq 94
66 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Guðlaugur Victor Páls- son var fljótur að festa sig í sessi hjá varaliði enska úrvalsdeildar- liðsins Liverpool en hann gekk til liðs við félagið í janúar. Hann hefur síðan þá aðallega spilað á miðjunni eða sem bak- vörður. Hann var í nýju hlutverki þegar Liverpool mætti Everton á þriðjudagskvöldið. Þá lék hann sem miðvörður. „Victor stóð sig vel í nýrri stöðu,“ sagði John McMahon þjálf- ari. „Við teljum að þetta gæti verið hans framtíðarstaða vegna þess að hann er mikill íþróttamaður og hefur góðar sendingar.“ - esá GUÐLAUGUR VICTOR Hefur verið fastamaður í varaliði Liverpool í tæpt ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þjálfari varaliðs Liverpool ánægður með Guðlaug: Sjáum Guðlaug fyrir okkur sem miðvörð Nýr starfsmaður! Geir Sigurðsson, sigurvegari í ungliðakeppni Intercoiffure 2009 er mættur til starfa. hársnyrtistofa, Listhúsinu Engjateigi 17, sími 581 3055, hjadudda@simnet.is Umfelgun og ný dekk á góðu verði Opið í dagfrá 9 til 13Lokað í Knarrarvogiog á Akureyri Fræðslukvöld ÍSÍ 12. nóv. E-salur Íþr.-miðst. í Laugardal kl. 17-21. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur fjallar um íþróttasálfræði. Hluti náms á 2. stigi þjálf.menntunar ÍSÍ en samt öllum opið 16 ára og eldri s.s. iðkendum. Skráning á namskeid@isi.is eða í 514-4000. Aðeins kr. 3.500.- Sjá nánar á www.isi.is Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason skoðar framtíðarmögu- leika sína þessa dagana. Hann segir líklegt að hann muni yfirgefa herbúðir sænska félagsins Helsingborg um áramótin eftir að hafa verið þar í tæp þrjú ár. „Ég myndi telja það frekar líklegt að ég yfirgefi félagið um áramótin. Þá rennur samningur minn við félagið út,“ segir Ólafur Ingi sem getur þó verið áfram kjósi hann svo. „Þeir hafa boðið mér nýjan samning. Hann er til eins árs fyrir þá en tveggja ára fyrir mig. Ég get ákveðið að vera áfram seinna árið ef ég vil. Þessi samningur er fjárhagslega lakari en núverandi samningur enda er kreppa hér eins og annars staðar. Á móti kemur að ég get fengið mig lausan fyrir frekar litla fjárhæð ef það kemur spennandi tilboð,“ sagði Ólafur Ingi. Ólafur Ingi segir að sér og sinni fjölskyldu líði vel í Svíþjóð en hann vilji samt prófa eitthvað nýtt. Hann neitar því ekki að hugurinn stefni að einhverju leyti til Eng- lands. Hann var á mála hjá Arsenal í fjögur ár og svo síðar hjá Brentford í eitt og hálft ár. „Ég er búinn að prófa að vera í neðri deildunum á Englandi þar sem reksturinn var erfiður. Ég væri til í að fara til Eng- lands en þá helst ekki nema í einhverja alvöru, í lið sem er að lágmarki í B-deildinni,“ sagði Ólafur Ingi. Hann segist hafa fengið einhverjar fyrirspurnir frá Englandi en það sé allt á frumstigi. Einnig hafa lið í Svíþjóð og Danmörku haft samband. „Ég þarf kannski að bíða aðeins lengur með England. Liðin þar eru ekki endilega búin að sjá hvað þau vantar fyrr en í desember. Nú þarf maður að vera þolinmóður en það er að sama skapi ekkert auðvelt því maður vill helst hafa sín mál á hreinu. Ég er samt alltaf með þetta hér í Svíþjóð þannig að ég er rólegur,“ sagði Ólafur Ingi, sem er á leið með landsliðinu til Teheran þar sem það mætir landsliði Írans eftir helgi. „Það verður gaman. Ég hefði nú aldrei farið þangað nema til að spila fótbolta. Ég er búinn að fara til Armeníu og Georgíu með Helsingborg. Það verður gaman að bæta Íran við.“ ÓLAFUR INGI SKÚLASON: LIÐ FRÁ ENGLANDI OG DANMÖRKU SÝNA LANDSLIÐSMANNINUM ÁHUGA Ólafur Ingi er líklega á förum frá Helsingborg BOX Hnefaleikakapparnir David Haye og Nikolai Valuev voru vigtaðir í Nürnberg í Þýskalandi í dag fyrir bardaga kappanna sem fram fer á laugardagskvöld. Bardaginn hefur gengið undir nafninu Davíð og Golíat vegna hæðar- og þyngdarmunar á köpp- unum tveimur. Þrátt fyrir að hinn 1,90 metra hái Haye hafi aldrei vigtast þyngri en hann gerði í dag, eða 99 kíló, þá er hann samt tæpum 45 kíló- um léttari en hinn 2,13 metra hái Valuev. „Haye er ekkert mikið þyngri en hann hefur verið áður. Hann er samt massaðari og leit frábærlega út. Hann virtist ekki vera með gramm af fitu utan á sér,“ sagði Jim Watt, hnefaleikasérfræðing- ur Sky, sem var á staðnum. „Það sem heillaði mig mest var grimmdin í augunum á Haye þegar hann starði á Valuev. Hann er mættur til þess að gera eitt- hvað, það leyndi sér ekki. Hann er svakalega ákveðinn,“ sagði Watt hrifinn. Risinn Valuev hefur aldrei verið sleginn niður áður og Haye hefur lofað að verða fyrsti maðurinn til að ná þeim árangri. Bardaginn er í útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 22.50 í kvöld. - óþ Spennan farin að magnast fyrir bardaga Valuevs og Hayes sem mætast í kvöld: Valuev er 45 kílóum þyngri en Haye DAVÍÐ OG GOLÍAT Mætast í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Stórleikur í Krikanum Það verður væntanlega mikið fjör að Ásvöllum á sunnu- dag þegar Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH mætast í N1-deild karla. Bæði lið hafa fimm stig og sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Það var fullt út úr húsi þegar þessi sömu lið mættust í fyrra og muna elstu menn vart eftir annarri eins stemningu á leik í efstu deild á Íslandi. Hafnfirðingar munu vafalítið fjölmenna á leikinn nú um helgina og almennir handbolta- áhugamenn ættu einnig að láta sjá sig og upplifa magnaða stemningu. KÖRFUBOLTI „Það er frábært að vinna feikisterkt lið KR tvisvar á tæpri viku. Þetta var dæmigerð- ur bikarleikur og þó svo að vörn- in hafi ef til vill ekki gengið alveg eins og við lögðum upp með var sigurviljinn mikill. Mér fannst ég vera hræðilegur í leik liðanna á dögunum og var ákveðinn í að bæta fyrir það og var funheitur í kvöld,“ sagði ánægður Magnús Þór Gunnarsson sem skor- aði 28 stig í 90-86 sigri Njarðvíkur gegn KR í 32-liða úrslitum Subway- bikarsins í gærkvöldi. Strax frá fyrsta flauti var leik- urinn mjög hraður og harður og leikmenn beggja liða gengu eins mögulega langt í barningnum og dómarar leiksins leyfðu enda sjálf- ur bikardraumurinn í húfi. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en staðan var 12-12 þegar hann var hálfnaður og 24-24 að honum loknum. Í öðrum leikhluta virtust heimamenn í Njarðvík, sem voru studdir rækilega af troðfullri Ljónagryfjunni, vera að ná yfir- höndinni en gestirnir í KR náðu að klóra sig aftur inn í leikinn með mikilli baráttu og leiddu í hálfleik 39-44. Í þriðja leikhluta breyttist gangur leiksins mjög og skyttur liðanna fengu að njóta sín. Njarð- víkingurinn Magnús Þór Gunnars- son var allt í öllu hjá heimamönn- um; hann setti niður fjóra þrista í leikhlutanum og hélt Njarðvík inni í leiknum. Flest benti til þess að KR færi inn í lokaleikhlutann með fjögurra stiga forystu en Kristján Rúnar Sigurðsson setti þá niður rándýra flautukörfu og minnkaði muninn niður í eitt stig, 65-66 og allt ætlaði um koll að keyra á pöll- unum. Það vantaði heldur ekki dramat- íkina í lokaleikhlutanum en staðan var 86-84 Njarðvík í vil þegar um mínúta lifði leiks og KR-ingar með boltann. KR-ingar fóru hins vegar illa að ráði sínu á lokakaflanum og Njarðvíkingar sýndu að þeir eru með stáltaugar og kláruðu leikinn 90-86 og komust áfram í sextán liða úrslitin. Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, var vitanlega svekktur eftir tapið en það var enginn uppgjafartónn í honum. „Ég er auðvitað ósátt- ur með annað tapið á skömmum tíma gegn Njarðvík í leikjum sem við höfum leitt og verið með yfir- höndina. Við erum að henda þessu frá okkur á lokamínútunum og það er hlutur sem við verðum að laga. Magnús vinur minn Gunnarsson var þeim líka dýrmætur og það er erfitt að eiga við hann þegar hann dettur í stuðið. Það vantaði hins vegar að einhver af mínum leikmönnum myndi stíga upp en við munum ekki tapa aftur gegn Njarðvík í vetur. Því skal ég lofa,“ sagði Páll ákveðinn. omar@frettabladid.is KR aftur bráðin í Ljóna- gryfju Njarðvíkinga Ljónagryfjan í Njarðvík er ekki uppáhaldsstaður KR-inga þessa dagana. Þeir töpuðu þar í annað sinn á tæpri viku fyrir Njarðvík, núna í bikarnum. GRÍÐARLEG BARÁTTA Fannar Ólafsson og Friðrik Stefánsson slást hér um boltann í leiknum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Subway-bikar karla: Njarðvík-KR 90-86 Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 28, Jóhann Árni Ólafsson 18, Guðmundur Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 10, Páll Kristinsson 10, Hjörtur Einars- son 6, Rúnar Erlingsson 4, Kristján Sigurðsson 3. Stig KR: Semaj Inge 19, Brynjar Þór Björnsson 14, Finnur Atli Magnússon 14, Fannar Ólafsson 11, Tommy Johnson 9, Darri Hilmarsson 7, Skarphéð- inn Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 5.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.