Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 12
an veginn fullnægjandi hagstjórnartæki til þess að tryggja öryggi í efnahagsmálum; þar verða önnur og fleiri hagstjórnartæki að koma til. Einu slíku hagstjórn- artæki var komið á laggirnar 1969 með stofnun verð- jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins. Ætlunarverk hans var að jafna hagsveiflur af völdum verðbreytinga í sjávarútvegi, taka við óvenjulegum verðhækkunum á sjávarafurðum en jafna síðan metin ef verð hækkaði. Þessum sjóði eru hins vegar settar mjög þröngar skorður; hann er í fjórum aðskildum deildum með sérstakan fjárhag, almennri deild, freðfiskdeild, mjöl- og lýsisdeild og saltfisksdeild. Litið er á hverja deild sem eign viðkomandi atvinnu- greinar og sjóðurinn verður aðeins nýttur í hennar þágu. í heild var sjóður þessi 1.254 milljónir í ársbyrjun, en 1.568 milljónir um miðjan júlí í ár. Hann hafði þannig aðeins aukizt um rúmar 300 milljónir eða réttara sagt sú deild hans sem fær tekjur af loðnu, þótt ytri aðstæður hefðu átt að geta tryggt miklu stórfelldari tekjuaukningu. Astæðurnar fyrir því að tekjur sjóðsins jukust ekki meira en þetta eru m. a. þær að ákveðið var að hækka gengið, þannig að tekjur sjávarútvegsins minnkuðu sem því svar- aði í krónum talið. Þetta hagstjórnartæki hefur því orð- ið óvirkara sem þessu nemur. Ég er persónulega þeirrar skoðunar að hugmyndin um verðjöfnunarsjóð hafi verið rétt, en að það þurfi að fram- kvæma hana á miklu víðtækari grundvelli. Ég tel að slíkur sjóður eigi ekki að vera eign neinnar sérstakrar at- vinnugreinar eða undirgreinar, heldur sameign þjóðar- innar allrar. Tilgangur slíks sjóðs ætti að vera að mæta ófyrirséðum hagsveiflum á erlendum mörkuðum, taka við óvæntum tekjum og bæta ófyrirsjáanleg skakkaföll í þágu útflutningsins í heild en ekki neinnar einnar at- vinnugreinar. Væri slíkur heildarsjóður til sem almennt hagstjórnartæki og gæti gegnt hlutverki sínu, væri ekki lengur þörf á því að breyta genginu í sífellu á þann hátt sem gert hefur verið, heldur hefði gengisskráningin það hlutverk eitt að breyta kostnaðarlagi innanlands gagnvart útlöndum, en það er mjög svipað í hinum ýmsu atvinnu- greinum. Þá yrði gengið ekki framar notað til þess að jafna hagsveiflur einnar atvinnugreinar, heldur yrði það almennur skiptamælikvarði milli íslands annars vegar og viðskiptalanda okkar hins vegar. Hér er um að ræða almenna hugmynd, sem ég vildi koma á framfæri, þótt hún sé umfangsmeiri og flóknari en svo að unnt sé að ræða hana í einstökum atriðum. Hitt er ég alveg sannfærður um að einhver framkvæmd af þessu tagi er forsenda fyrir örri iðnþróun á íslandi og vaxandi iðnaðarútflutningi, en hér á þessum vettvangi sé ég ekki ástæðu til þess að tíunda nein rök fyrir nauðsyn slíkrar þróunar fyrir alla framtíð íslendinga. Grundvallarbreytingar af þessu tagi eiga eflaust langt í land, og á meðan verðum við að grípa til bráðabirgða- ráðstafana. Ég gat þess áðan að þau fyrirtæki sem fram- leiða iðnaðarvörur til útflutnings eiga nú í miklum fjár- hagsörðugleikum. Sérfræðingar frá hagrannsóknardeild Framkvæmdastofnunar og iðnaðarráðuneytinu eru nú að kanna stöðu þessara fyrirtækja, og í framhaldi af því verða lagðar fram tillögur um ráðstafanir til þess að rétta hlut þeirra. Vænti ég þess að því verki verði lokið áður en langur tími líður. Annað verkefni sem nú er unnið að á vegum ríkis- stjórnarinnar er endurskoðun tollskrárinnar en sú endur- skoðun skiptir iðnaðinn afar miklu máli. Um það fjallar starfshópur sem fjármálaráðherra hefur skipað með aðild iðnaðarráðuneytis og viðskiptaráðuneytis. Meginverkefni nefndarinnar eru þessi: 1. Að ganga frá tillögum um þær tollalækkanir sem við höfum skuldbundið okkur til þess að framkvæma i sambandi við aðild að EFTA og viðskiptasamningana við Efnahagsbandalagið. 2. Að lækka tolla á hráefnum og vélum til íslenzks iðn- aðar, einkum þess iðnaðar sem lendir í aukinni sam- keppni vegna þessara skuldbindinga okkar. 3. Að kanna hlutfallið milli almennra tolla - ytri tolia - og tolla við EFTA og Efnahagsbandalagið. 4. Að athuga erindi sem borizt hafa um tillögur til breyt- inga á núgildandi tollskrá og ýmis framkvæmda- atriði. Starfshópur þessi hefur ekki enn lokið störfum og því er of snemmt að segja frá niðurstöðum hans. Tillögur um þessi efni verður hins vegar að leggja fyrir þing fljótlega eftir að það kemur saman og afgreiða þær fyrit áramót. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að framkvæma þurfi breytingarnar í þágu íslenzks iðnaðar á ekki lengri tíma en tveimur árum, frá 1. janúar 1974 til 1. janúar 1976 og að þá verði að fullu aflétt tollum af hráefnum og vélum. Ástæða hefði verið til að víkja hér að íjölmörgum öðr- um atriðum sem skipta iðnaðinn miklu máli. Ég mun þó láta mér nægja að minna á að síðasta þingi tókst að tryggja verulega aukningu á opinberu fjármagni til sjóða iðnaðarins. Stofnaður var iðnrekstrarsjóður með 50 millj- óna króna árlegu framlagi úr ríkissjóði, en honum er ætlað að stuðla að aukinni framieiðni og hagkvæmni í iðnaði og efla útflutning. í annan stað var framlag ríkis- sjóðs til iðnlánasjóðs aukið úr 15 milljónum í 50 millj- ónir. Enn vil ég geta þess að innan ráðuneytisins er nú tekinn til starfa sérstök nefnd sem fer með stjórn iðn- þróunaráætlunar og ég bind miklar vonir við, en um þau verkefni fáið þið meira að heyra síðar á þinginu. Ég held að það sé ótvírætt að á undanförnum árum hafa Alþingi og stjórnarvöld sýnt iðnaðinum vaxandi skilning og áhuga, og fitjað hefur verið upp á ýmsum nýmælum sem eiga að geta ieitt til örrar iðnþróunar. En hinu skulum við ekki gleyma að forsenda þess að slíkai ráðstafanir komi að gagni er að hagkerfið sjálft tryggi iðnaðinum vaxtarmöguleika og fullt jafnrétti við aðrar atvinnugreinar. Ef þær forsendur bresta munu aðrar ráð- stafanir okkar unnar fyrir gýg. 12 TÍM.ARIT IÐNAÐAIiMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.