Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 13
35. Iðnþing Islendinga 35. Iðnþing íslendinga var haldið í Hafnarfirði dag- ana 25. til 29. september 1973. Er það í þriðja sinn sem iðnþing er haldið í Hafnarfirði. Ingólfur Finnbogason, forseti Landssambands iðnaðar- manna setti þingið í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Mikið fjöl- menni var við þingsetninguna, en alls sóttu þingið um 120 fulltrúar víðs vegar að á landinu. í upphafi ræðu sinnar minntist hann fyrrverandi iðnþingfulltrúa, sem lát- jzt höfðu frá því að síðasta iðnþing var haldið, þeirra Jökuls Péturssonar, málarameistara, Kristólínu Kragh, hárgreiðslumeistara og Guðmars Hjálmarssonar, húsa- smíðameistara. Þingfulltrúar risu úr sætum í virðingar- skyni við hina látnu iðnþingfulltrúa. Því næst ræddi for- seti Landssambandsins um stöðu iðnaðarins og efnahags- ástandið í landinu og er ræða hans birt í heild hér í Tímaritinu. Að lokinni setningarræðu forseta ávarpaði iðnaðar- ráðherra, Magnús Kjartansson, iðnþingið og ræddi um ástand efnahagsmála og varpaði m a. fram athyglisverðri hugmynd um beitingu verðjöfnunarsjóðs sem hagstjórn- artækis á víðtækari sviði en áður hefur tíðkast. Ávarp ráðherrans er birt hér í heild í Tímaritinu. Er iðnaðarráðherra hafði lokið ræðu sinni tók Ing- ólfur Finnbogason aftur til máls og afhenti iðnaðarmönn- um í Vestmannaeyjum peningagjöf frá iðnaðarmanna- samtökunum á Norðurlöndum. Gjöf þessi voru samtals kr. 1.029.000 og skiptust framlög sambandanna þannig: 220 þús. kr. frá Danska iðnsambandinu, 105 þús. kr. frá því norska, 394 þús. kr. frá sænska sambandinu og 310 þús. kr. frá Norræna iðnráðinu. Olgeir Jóhannsson, formaður Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja, veitti gjöfinni viðtöku og sagði, að fé- lagið hefði ákveðið að verja þessari upphæð til félags- legrar uppbyggingar á Heimaey, þegar ljóst væri hvar skórinn kreppti mest í þeim efnum. Hann þakkaði einn- ig iðnaðarmönnum á Norðurlöndum og samtökum þeirra fyrir hlýhug þeirra og velvild í garð iðnaðarmanna í Vestmannaeyjum. Að lokinni setningarathöfninni í Bæjarbíói buðu fé- lagskonur í Kvenfélaginu Hrund í Hafnarfirði, en það eru eiginkonur hafnfirzkra iðnaðarmanna, þingfulltrú- um til kaffidrykkju í Skiphóli. Þær tóku einnig að sér að annast sérstaka dagskrá fyrir eiginkonur þingfulltrú- anna á meðan þingið fór fram. Iðnþingsfundir voru haldnir í félagsheimili iðnaðar- manna í Hafnarfirði og hófst fyrsti fundur með kjöri embættismanna iðnþingsins. Forseti þingsins var kjör- inn Sigurður Kristinsson, formaður Iðnaðarmannafélags- ins í Hafnarfirði, 1. varaforseti Þórður Gröndal, Reykja- vík og 2. varaforseti Ingólfur Jónsson, Akureyri. Ritarar voru kjörnir Páll Þorláksson, Reykjavík og Guðrún Magnúsdóttir, Hafnarfirði, en ritarastörf á iðnþinginu annaðist Ástvaldur Magnússon. Þá fór fram kjör nefnda og voru þær þannig skipaðar: Frœðslunefnd: Steinar Steinsson, Kópavogi Ólafur Pálsson, Hafnarfirði Bergljót Ólafsdóttir, Reykjavík Óskar Guðmundsson, Reykjavík Jón E. Ágústsson, Reykjavík Gissur Símonarson, Reykjavík Árni Brynjólfsson, Reykjavík. Löggjafarnefnd: Sigursteinn Hersveinsson, Reykjavík Eyþór Þórðarson, Ytri-Njarðvík Haraldur Sumarliðason, Reykjavík Ásgrímur P. Lúðvíksson, Reykjavík Arnfríður ísaksdóttir, Reykjavík Sæmundur Sigurðsson, Reykjavík Haukur Friðriksson, Reykjavík. Fjármálanefnd: Ingvar Jóhannsson, Ytri-Njarðvík Bragi Hannesson, Reykjavík Jón Sveinsson, Garðahreppi Þórir Jónsson, Reykjavík Karl Maack, Reykjavík Sigurður J. Helgason, Reykjavík Ingólfur Theódórsson, Vestmannaeyjum. Skipulagsnefnd: Gunnar S. Björnsson, Reykjavík Sverrir Hallgrímsson, Garðahreppi Ólafur Jónsson, Reykjavík Sigurður Hólmsteinn Jónsson, Reykjavík Gunnar Guðmundsson, Reykjavík Guðbjörn Guðmundsson, Keflavík Eggert Ólafsson, Vestmannaeyjum. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.