Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 42

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 42
ViÐ IÐNASARMENN óskum eftir að kveðja frú Kristó- línu Kragh. Hún var um áratugi ágætur samstarfsmaður í iðnaðarmálum, sómi stéttarinnar og fyrirmyndar hár- greiðslumeistari, sem átt hefur þökk og virðingu allra landsmanna, karla sem kvenna. Hárgreiðsluiðninni hætti hún með miklum sóma og glæsibrag um miðjan áttræðisaldurinn. Nú hefur hún, ní- ræð, lokið ævinni allri kyrrlátlega, og haíið nýtt líf í öðrum heimi. Frú Kristólína Kragh var brautryðjandi faglegrar hár- greiðslu hér á landi, aðalstofnandi Félags hárgreiðslu- kvenna í Reykjavík, formaður og fulltrúi félags í Iðnráði Reykjavíkur og átti sæti á iðnþingum frá byrjun. Hún var einnig faglegur leiðtogi iðnarinnar hér á landi Hárgreiðsla konungborinna gesta, forsetafrúnna á Bessa- stöðum og hárbúnaði virðulegra leikara, þegar mikið stóð til í þeirri list. Frú Karólína lærði iðn sína í Kaupmannahöfn 1912. Foreldrar hennar, Guðmundur, verzlunarmaður, Oddsson og kona hans, Elín Árnadóttir, áttu góðan bæ við Klapp- arstíginn í Reykjavík, og þar stofnsetti Kristólína fyrstu snyrti- og hárgreiðslustofu á íslandi, árið 1913, við frum- býlings aðstæður. Sex árum síðar flutti hún starfsemina á betri stað, og árið 1930 — að ósk hátíðarnefndar - kom hún upp vinnustofu með góðu starfsliði á túni Þingvalla- bæjar, til þjónustu hinna mörgu tignu gesta hátíðarinnar, þar á meðal Alexandrínu drottningar íslands og Dan- merkur, sem svo, stuttu síðar, sæmdi frú Kristólínu kon- unglegri nafnbót sem hárgreiðslumeistara. Skautföldun Fjallkonunnar á Alþingishússvölunum var hennar árlega fasta starf á meðan þrekið dugði. Mun hún þannig hafa stundað iðn sína nokkuð yfir 50 ár samfleytt. Aldrei varð ég var við, að styr stæði um hárgreiðslu- iðnina hér á landi um og eftir 1930. Frú Kristólína kom því svo fyrir með faglegri snilli sinni, þekkingu og góð- um gáfum, að hárgreiðslan var sjálfsögð og virðuleg iðngrein, sem konur landsins þurfa með, þegar eitthvað gott og fagurt stendur til. Kristólína Kragh hárgreiðslumeistari Minning Blessuð sé minning frú Kristólínu Kragh, megi ís- lenzka þjóðin lengi muna hana og njóta þeirra góðu áhrifa, sem hún hafði á hárgreiðsluiðnina, og umhverfi sitt allt. Sveinbjörn Jónsson. Ingóljur Finnbogason, fyrrverandi forseti Landssam- bands iðnaðarmanna, hefur lengi verið í foryztu í sam- tökum iðnaðarmanna. Hann kom fyrst á Iðnþing fyrir Trésmiðafélag Reykjavíkur árið 1951 og hefur verið á Iðnþingum óslitið síðan. Hann var formaður í Meistara- félagi húsasmiða árið 1958 til 1961, var í stjórn Meist- arasambands byggingamanna frá stofnun, 1958 til 1966. Hann hefur verið formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík síðan 1965 og var fyrst kosinn í stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna á Akureyri árið 1964. Hann var kjörinn forseti Landssambandsins á Iðnþinginu í Vestmannaeyjum í júní 1972 og gegndi því starfi í rúm- lega eitt ár, en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs á Iðnþinginu í Hafnarfirði í haust. SigurÖur Hólmstemn Jónsson er fæddur 30. júní 1896 í Flatey á Breiðafirði. Hann lauk búfræðingaprófi á Hvanneyri 1918. Hann stofnaði Blikksmiðju Reykja- víkur árið 1928 og hefur rekið hana allt til þessa dags. Hann tók próf í blikksmíði árið 1939. Sigurður hefur allt frá stofnun Félags blikksmiðjueigenda verið í stjórn þess félags eða í yfir 40 ár og verið formaður í á þriðja áratug og er enn. Þátttöku á Iðnþingum hefur Sigurður átt frá því félag hans, Félag blikksmiðjueigenda, gerðist aðili að Lands- sambandi iðnaðarmanna. 42 TÍMARIT IÐNAÐAIÍMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.