Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 56

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 56
um Iðnþróunarsjóðs og meistarafélag- anna í iðngreininni. Landssamband iðnaðarmanna tilnefndi fulltrúa í þessa nefnd, en aðrir nefndarmenn eru frá Félagi ísl. iðnrekenda, Iðnþróunar- sjóði, Alþðusambandinu og iðnaðar- ráðuneytinu. Nefndin hefur fjallað um margvís- leg mál og á sl. vetri beitti hún sér fyrir myndun samstarfshópa fyrirtækja í húsgagna- og innréttingaiðnaði um hagræðingaraðgerðir í rekstri. í fyrsta hópnum tóku þátt 5 fyrirtæki, sem eru öll á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hafa um 50 starfsmenn í þjónustu sinni. Hagræðingin nær til alhliða fram- leiðsluskipulagningar, framleiðslustýr- ingar, notkunar rekstrar bókhalds sem stjórnunartækis og gerð rekstrar- og greiðsluáætlunar. Nefndin hefur einnig fjallað um bókhald iðnfyrirtækja, innkaup, sam- starfsnefndir innan fyrirtækjanna og ýmis fleiri mál. Fulltrúi Landssambandsins í nefnd- inni er Asgeir Guðmundsson, hús- gagnasmíðameistari. HÚSNÆÐISMÁL LANDSSAMBANDSINS í maí-mánuðí sl. flutti Landssamband iðnaðarmanna skrifstofur sínar úr Iðn- aðarbankahúsinu í hið nýja hús Hús- félags iðnaðarins, við Hallveigarstíg 1. Jafnframt seldi Landssambandið Iðn- aðarbanka eignarhluta sinn í Iðn- aðarbankahúsinu. Landssamband iðnaðarmanna hefur til ráðstöfunar 3. hæð Iðnaðarhússins, sem er um 400 m2 að stærð. Lands- sambandið sjálft notar um 100 m2 til starfsemi sinnar og er það nokkru minni gólfflötur en það hafði til umráða í Iðnaðarbankahúsinu, en nýt- ist hins vegar talsvert betur. Ennfrem- ur hafa Iðnráð Reyjavíkur, Húsgagna- meistarafélag Reykjavíkur, Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavík, Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins og Sveinafé- lag húsgagnasmiða og húsgagnabólstr- ara skrifstofur á hæð Landssambands iðnaðarmanna. Landssamband iðnaðarmanna á 11% í Húsfélagi iðnaðarins, en aðrir 56 aðilar að því eru ýmis sveinafélög og meistarafélög í Reykjavík auk Iðnað- armannafélagsins í Reykjavík og Fé- lags ísl. iðnrekenda. Félag íslenzkra iðnrekenda hefur 4. hæð hússins til ráðstöfunar en Tré- smiðafélag Reykjavíkur og Samband byggingamanna hafa 2. hæðina. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um notkun á 1. hæð og kjallara, en þar er gert ráð fyrir verzlun og sýningar- svæði. Ennfremur verður fundarsalur í kjallara hússins ásamt eldhúsi. Áður en Landssamband iðnaðar- manna flutti skrifstofur sínar í húsið reyndi það að fá fleiri meistarafélög til þess og flytja skrifstofur sínar í Iðn- aðarhúsið, en án árangurs, þar sem því var m. a. borið við, að húsið væri of lítið til þess að geta rúmað alla þá starfsemi, sem þar byrfti að vera. í framhaldi af þessu urðu umræður um nauðsyn þess að koma öllum félags- samtökum iðnaðarmanna og iðnrek- enda í eitt hús, en eins og er hafa meistarar í byggingariðnaði aðsetur í Skipholti 70, meistarafélögin í málm- iðnaðinum í Garðastræti 38 og Félag ísl. prentiðnaðarins er á Háaleitis- braut 58-60. Urðu aðilar ásáttir um að kanna möguleika á byggingu fram- tíðarhúsnæðis fyrir þessi samtök í hin- um nýja miðbæ við Kringlumýrar- brautar og Hvassaleitis í Reykjavík. IÐNGARÐAR HF. Á síðasta aðalfundi Iðngarða hf. var ákveðið að óska eftir því við iðnaðar- samtökin að þau auglýstu eftir um- sóknum frá félagsmönnum sínum um aðild að öðrum byggingaflokki Iðn- garða og ef nægileg fæst mun félagið afla lóða og standa fyrir bygginga- framkvæmdum. Tilgangur Iðngarða hf. er að greiða fyrir lausn húsnæðismála iðnaðarins á þann hátt að standa fyrir byggingu iðnaðarhúsnæðis og annast ýmsa þjón- ustustarfsemi fyrir iðnaðinn, t. d. út- vegun byggingarlána, skipulagning iðnaðarhverfa og fleira Félagið er opið öllum félagsmönnum Landssam- bands iðnaðarmanna og Félags ís- lenzkra iðnrekenda. Þar sem fram- kvæmdir við 1. byggingaflokk félags- ins, sem reistur er við Skeifuna í Reykjavík, er nú langt kominn þykir rétt að kanna möguleika á stofnun nýs byggingaflokks. Landssambandi iðnaðarmanna hafa borizt nokkrar fyrirspurnir um þetta og hafa nokkrir aðilar látið skrá sig sem væntanlega þátttakendur í nýjum byggingaflokki ef af framkvæmdum verður. IÐNKYNNING 1973 Á sl. hausti urðu Landssamband iðnað- armanna og Félag ísl. iðnrekenda ásátt um að efna til iðnkynningar á árinu 1973 með svipuðu sniði og gert var árið 1968. Stjórn Landssambands iðn- aðarmanna var máli þessu mjög hlynnt og var skipuð þriggja manna undir- nefnd til þess að vera framkvæmda- stjóra til aðstoðar við framkvæmd þessa máls. í undirnefndina voru skip- aðir þeir Gunnar Björnsson, Karl Maack og Ingvar Jóhannsson. Þá lögðu samtökin fram beiðni um fjár- veitingu úr Iðnlánasjóði og samþykkti sjóðsstjórnin að verja 1 millj. kr. til byrjunaraðgerða fyrir árslok 1972. Landssambandið skrifaði öllum að- ildarfélögum sínum og óskuðu eftir til- lögum frá þeim um sérstakar aðgerðir er snertu einstakar iðngreinar til þess að gera hlut þeirra sem mestan í iðn- kynningunni. Skriflegar greinargerðir bárust aðeins frá tveimur félögum, Meistarafélagi húsasmiða og Meistara- félagi húsgagnabólstrara. Af ýmsum ástæðum varð ekki úr að Iðnkynningu yrði hrint í framkvæmd en mikil þörf er á, að samtök iðnaðar- ins haldi uppi stöðugri kynningu á máistað iðnaðarins á opinberum vett- vangi og þarf iðnkynning að vera fast- ur liður í starfsemi þeirra. Þá var að því unnið í stjórn Lands- sambandsins fyrir síðustu áramót að fá birtan greinarflokk í dagblaði, þar sem einstakar iðngreinar yrðu kynnt- ar. Var ætlunin að fá blaðafulltrúa Landssambandsins til þess að taka við- töl við foryztumenn í þessum iðn- greinum og vinna greinarnar. Hann lét hins vegar af störfum um síðustu ára- mót og gerðist ritstjóri eins af dag- blöðum borgarinnar, þannig að ekki TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.