Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 44

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 44
stéttarinnar á Norðurlöndum, bárust fagrir blómakransar frá ölium landssamböndum málarameistara á Norður- löndum við útför hans. Af öllum þeim störfum, sem Jökull hefur unnið í þágu málaraiðnaðarins, mun þó eitt gnæfa hæst og geyma nafn hans í sögu félagsins um alla tíð, en það er þegar hann ræðst í að gefa út á eigin kostnað tímaritið „Málar- ann", sem út kom í desember 1951. Málarameistarafélag- ið gerðist fljótlega eigandi þess og fól honum ritstjórn og ábyrgð þess, og gegndi hann því starfi alla tíð síðan. Með útgáfu „Málarans" hr.'nd'r Jökull af stað einum merkasta þætti í menningarmálum stéttarinnar. I þau rúm tuttugu ár, sem blaðið hefur komið út, hefur Jökull að mestu skrifað blaðið og sáð um allan frágang þess. Jökull ritaði í blaðið fjölda eftirtektarverðra greina og setti fram margar athyglisverðar hugmyndir um málefni stéttarinnar. Allt var gert í sama tilgangi, málarastéttinni til heilla og framgangs. Þó mun sá þáttur Jökuls vera einn merkastur, hve honum hefur tekizt að forða ýmsum fróðleik frá glötun um fyrri tíma menn í málaraiðn og öðrum merkum málefnum íslenzkrar málarastéttar. Við sem bezt þekktum, vissum að „Málarinn" var eitt hans mesta hugðarefni, allt frá því fyrsta til hins síðasta. Eitt það síðasta er hann spurði mig var hvernig gengi með prentun og útkomu „Málarans". Að sjálfsögðu átti hann önnur áhugamál utan félags- málanna. Hann var skáld gott, orti mikið, mest í léttum kviðlingum, þó tók hann alvörumálin oft föstum tökum, því hann var einnig mikill alvörumaður og var djúpt hugsi á tilveru og tilgang hennar. Hann gaf út ljóðabókina „Sprek" 1961, sem að mínu áliti lýsir höfundi hvað bezt, skoðunum hans og lífsviðhorfi. Þá ritaði hann margar greinar, sem birtust í ýmsum biöðum hér og einnig í blöð málarameistara á Norður- löndum. í mörg ár sá hann um vísnaþátt í Tímariti Iðn- aðarmanna. Hann var formaður ritnefndar Kirkjublaðs Árbæjarsóknar og nýlega birtist þar skemmtileg grein eftir hann. Þá flutti hann nokkur erindi í útvarp. Allt þetta gerði hann af sinni alkunnu vandvirkni og snilld. Fyrir rúmum fimm árum var Jökull ein af aðal hvata- mönnum þess, að stofnað var félag eiginkvenna málara- meistara og er mér í minni ræða sú, er hann flutti á stofnfundinum. Oll þau djúphugsuðu sannleikskorn og hvatningarorð, sem þar féllu um hið mikilvæga starf konunnar við hlið mannsins í lífi og starfi. Jökull hætti störfum sem málarameistari 1962 og réð- ist þá sem starfsmaður Iðnaðarbanka íslands og starfaði þar í nokkur ár, en réðist síðan til Loftleiða og var í þjón- ustu þess, þar til hann veiktist fyrir tæpum þrem árum. Jökull var fágaður í framkomu, traustur vinur, hlýr í viðmóti ekki hvað sízt við börn og aldraða. Vinsæll og vinamargur, léttur í lund og hrókur alls fagnaðar, hvort heldur var í fámennum vinahópi eða í fjölmennu félags- hófi. Hann hafði frábæra frásagnargáfu, sem ætíð vakti eftirtekt, hvort sem um var að ræða gaman eða alvörumál. Jökull kvæntist Svövu Ólafsdóttur 6/6 1931 og voru þau því búin að vera í hamingjusömu hjónabandi í rúm 40 ár. Þau eignuðust þrjá syni, sem allir eru hinir mestu mannkostamenn. Þeir eru Ingólfur málarameistari, Garð- ar bankagjaldkeri í Alþýðubankanum og Stefán háskóla- nemi. Heimsóknir til Jökuls og Svövu voru okkur hjónunum einar beztu stundir og var í bókstaflegri merkingu unaðs- legt að vera í návist þeirra. Hús þeirra að Fagrabæ 11 ber vitni um dugnað, atorku og fagurt skyn og smekkvísi í öllu er lýtur að heimilinu — sannkallaður Fagribær. Af margra ára vináttu við Jökul og Svövu tel ég Svövu eina rnestu mannkostakonu, er ég hefi haft kynni af, og kom það ekki hvað sízt í ljós hve óþrjótandi hún var að létta eiginmanni sínum lífið í þungbærum veikindum hans. Við hjónin sendurn Svövu og öllum ættingjum öðrum innilegar samúðarkveðjur við fráfall Jökuls og þökkum ógleymanleg kynni og allar þær góðu stundir er við áttum með einum af okkar bezta vini. Blessuð sé minningin um góðan dreng og vin. 44 Scemundur Sigurðsson TÍM.ARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.