Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 43

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 43
I>ANN 27. maí 1973 lézt í Landsspítalanum Jökull Péturs- son málarameistari, Fagrabæ 11 hér í borg. Hann var fæddur 13. nóv. 1908 í Reykjavík, sonur Ágústínu Þorvaldsdóttur og Péturs G. Guðmundssonar, bókbindara og fjölritara. Pétur, faðir Jökuls, var lands- jaekktur fyrir forystuhlutverk sitt í verkalýðshreyfingunni og samtökum iðnaðarmanna um áraraðir. Hann var mikill gáfumaður, skáld gott og ritfær með afbrigðum. Alla Jaessa kosti föður síns erfði Jökull í rík.um mæli. Með Jökli er fallinn í valinn einn gagnmerkasti maður málarastéttarinnar. Og nú þegar vinur minn Jökuli er ekki lengur meðal vor, hrannast upp í huga mínum ótal myndir og minning- ar liðinna ára, í samstarfi félagsmála og vináttu okkar, og fjölskyldna okkar. Jökull hóf nám í málaraiðn hjá Helga heitnum Guð- mundssyni, en hvarf frá námi um tíma, en lauk því síð- ar hjá Jóni E. Ágústssyni. í um 40 ár áttum við ánægjulegt og ógleymanlegt sam- starf í félagssamtökum málara hér í borg. Fyrst í félagi málaranema, sem aðeins starfaði í nokkur ár, seinna í Málarasveinafélagi Reykjavíkur. Eg er minnugur á það tímabil, er við sátum saman í stjórn sveinafélagsins, báðir á bezta aldri, ákveðnir í að vinna sem bezt að velferðar- og hagsmunamálum stéttarinnar. Þá kynntist ég djörfum hugsjónamanni, með baráttuhug og fjölþættar gáfur. Á þessum árum kreppu var oft þröngt í búi málarans, vegna hins árstíðarbundna atvinnuleysis, og vandamálin því mörg til úrlausnar. Þar var Jökull ávallt reiðubúinn til að leggja hverju góðu málefni lið, enda glöggskyggn og góður tillögumaður. Það kom fljótlega fram á þessum árum, hve auðvelt hann átti með að setja fram skoðun sína í ræðuformi, enda varð hann einn snjallasti ræðu- maður málarastéttarinnar. Jökull var kjörinn ritari sveinafélagsins á fyrsta ári, er hann gerðist meðlimur þess og gegndi því starfi auk Jökull Pétursson málarameistari Minning ýmissa annarra starfa þar til hann gerðist meðlimur Málarameistarafélags Reykjavíkur. Þegar hann gengur í Málarameistarafélagið 1941, er hann einnig þar kjörinn ritari á fyrsta aðalfundi er hann situr. Því starfi gegnir hann samfleytt til ársins 1952, en alls mun hann hafa verið ritari félagsins í 14 ár. Fundargerðir hans eru tvímælalaust þær beztu, sem ritaðar hafa verið í fundargerðabók félagsins. Þar fer saman stílhrein rithönd og vandvirkni, gagnmerk frásögn og fagurt mál. Auk ritarastarfsins gegndi hann ótal störf- um fyrir félag sitt. Hann var fulltrúi þess í mörg ár í iðn- ráði, sat mörg þing Landssambands iðnaðarmanna, mörg ár í skemtinefnd félagsins, var oft í samninganefndum beggja málarafélaganna, ritstjóri og ábyrgðarmaður „Mál- arans" í rúm 20 ár. Þegar félagið gerðist þátttakandi í sambandi norrænna málarafélaga (N. M. O.), var hann ein þeirra íulltrúa, sem kjörnir voru til að mæta á þing þess, sem þá var háð í Osló 1952. Allar götur síðan sótti hann þessi þing, oft- ast sem fulltrúi eða sem þátttakandi, og á þeim vettvangi lagði hann sitt til málanna, og nú; á s. 1. ári, er þingið var háð hér í Reykjavík, sem stóð í rúma viku, var hann alla dagana með bæði í starfi og leik, þrátt fyrir það að hann gekk ekki heill til skógar. Jökull kom manni oft á óvart og það gerði hann svo sannarlega í sambandi við þetta þing. í hófi á Þingvöllum 20. júlí 1972 flutti hann snjalla og eftirminnilega ræðu á mjög góðu máli svo allir nor- rænu fulltrúarnir fengu skilið, enda fékk hann óspart lof í lófa og mun mörgum þetta ógleymanleg stund. Jökull hafði mikinn áhuga á norrænni samvinnu mál- arameistara frá sjónarmiði félagsmála, menningarmála og svo persónulegra kynna. Hann hafði náin samskifti við ritstjóra málarablaðanna og bréfaskriftir við ýmsa for- ystumenn stéttarinnar á Norðurlöndum og margir þeirra töldu sig eiga ómetanlegan vin, þar sem Jökull var. — Sem dæmi um vinsældir hans meðal forystumanna TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.