Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 28
Iðnaðurinn 1968-1971 Framkvæmdastofnun ríkisins, Hagrannsóknadeild, gaí út á síðasta ári skýrslur um iðnaðinn 1968—1971. í þessum skýrslum er að finna margvíslegan fróðleik um þróun iðnaðarins og einstakar iðngreinar á þessu árabili. Talið er, að heildarmagn iðnaðarframleiðslunnar á þessu árabili hafi aukizt um 26% í þeim iðngreinum sem skýrslurnar ná til. Er þar um að ræða allan almennan framleiðsluiðnað, en undanskilið er fiskiðnaður, slátrun og kjötiðnaður og álframleiðsla og einnig allur bygging- ariðnaður. Vöxtur framleiðslumagnsins hefur þó ekki ver- ið jafn á milli einstakra ára. Þannig minnkaði framleiðslu- magnið á árinu 1968 frá fyrra ári um 4.5%, jókst árið 1969 um 8.7% árið 1970 um 12.2% og 1971 um 16.8%. Talið er, að dregið hafi úr vextinum árið 1972 og aukn- ingin hafi aðeins orðið um 8% það ár. í skýrslunni birtast ítarlegar upplýsingar um vinnuafls- notkun iðnaðarins og stærðardreifingu iðnfyrirtækja. Er þetta í fyrsta sinn sem birtar eru upplýsingar um stærðar- dreifingu iðnfyrirtækja hér á landi og er mikill fengur að þessum upplýsingum. Fróðlegustu kaflar skýrslunnar eru annars vegar rekst- ursyfirlit fyrir iðnaðinn í heild og einstakar iðngreinar á árinu 1968—1971 og hins vegar samandreginn efnahags- reikningur iðnaðarins í árslok 1965 og 1970. Úr þessum reksturs- og efnahagsyfirlitum má lesa margvíslegan fróð- leik um hag og afkomu iðnaðarins á þessum árum og verður hér á eftir gerð nánari grein fyrir ýmsum þáttum þessara mála. Efnahagsyfirlit iðnaðar 1965 og 1970: TAFLA 1 Efnahagsyfirlit iðnaðar (í millj. kr.). 1965 % 1970 % Eignir alls: 3.423.2 7.793.5 Veltufjármunir 1.585.6 46.3 3.788.8 48.6 Birgðir 656.0 1.519.3 Annað 929.6 2.269.4 Fastafjármunir 1.773.8 51.8 3.841.8 49.3 Vélar, tæki 702.0 1.146.3 Fasteignir, fa 704.9 902.2 Fasteignir, ko 366.9 1.793.4 Hluta- og skuldabréf o. fl. 63.9 1.9 162.9 2.1 Sk'uldir alls: 3.423.2 7.793.5 Lán til skams tíma 1.677.0 49.0 3.567.3 45.8 Yfirdrættir á hlaupar. 330.0 565.4 Samþ. víxlar 516.7 1.014.9 Annað 830.4 1.987.1 Lán til langs tíma 635.8 18.6 1.965.1 25.2 Stofnsj. atvinnuveganna 101.0 535.0 Onnur veðlán 534.9 1.430.2 Hlutafé 248.0 756.3 Höfuðstóll 862.4 32.4 1.504.7 29.0 Tafla þessi sýnir samandreginn efnahagsreikning iðnað- arins í árslok 1965 og 1970. Þess ber að gæta við lestur þessarar töflu, að fasteignir eru hér taldar fram á bók- færðu verðmæti og er því skipt, þannig að annars vegar er birt fasteignamatsverð fasteigna (fa) en hins vegar kostnaðarverð (ko) fasteigna, þar sem það er þannig fært hjá fyrirtækinu. Verðmætistölur fastafjármuna eru af- skrifaðar og gefa þær ekki til kynna endurnýjunarverð þessara fjármuna. Birgðir eru einnig taldar fram á bók- færðu verði, sem gera má ráð fyrir að sé allmiklu lægra heldur en raunverulegt kostnaðarverð þeirra. Við samanburð á þessum yfirlitum kemur í ljós, að eigið fé (hlutafé og höfuðstóll) iðnaðarins hefur minnkað sem hluti af heildarfjármagni úr 32.4% í 29.0%. Lán til langs tíma hefur hins vegar aukizt verulega sem hluti af heildarfjármagni, þ. e. úr 19.6% í 25.2%. Þetta bendir til þess, að aðstaða iðnaðarins til þess að afla sér langra lána hefur farið batnandi á þessu tímabili. 28 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.