Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 49

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 49
smíðaðir eru víða um heim. Þessi mikli innflutningur fiskiskipa á stuttu tíma- bili hefur sætt nokkurri gagnrýni, enda þótt allir séu sammála um nauðsyn þess, að fiskiskipafloti landsmanna sé endurnýjaður og efldur með skynsam- legum hætti. Ljóst er, að sú afar hagstæða lánafyrirgreiðsla, sem ríkisvaldið beitti sér fyrir til handa kaupendum þessara skipa hefur átt mikinn þátt í að ýta undir að skipakaupum var flýtt og þeim beint til erlendra aðila fremur en innlendra. Ef endurnýjun fiskiskipaflotans eftir lok síðari heimstyrjaldar er athuguð kemur í ljós, að hún hefur verið mjög óreglubundin og gerzt í stórum stökkum. Þar sem endurnýjun flotans hefur að mestu verið borin uppi af innfluttum skipum hafa þessar stóru sveiflur leitt til þess að sú litla skipasmíði sem hér hefur fest rætur, hefur átt mjög í vök að verjast og á stundum hefur svo til engin nýsmíði verið hér innanlands. Þannig dróst innlend smíði verulega saman árið 1965 eftir mikinn skipainnflutning 2 næstliðin ár og aftur árið 1968 eftir stórfelld skipakaup erlendis árið áður. Síðan 1968 hefur innlend skipasmíði verið í jöfnum og öruggum vexti fram á síðasta ár, en þá fór að gæta þverr- andi eftirspurnar. Enda þótt of snemmt sé að spá um þróun næstu ára bendir margt til þess að sagan frá síðasta áratug og áratugunum þar áður, sé um það bil að endurtaka sig. Innlendur markaður fyrir ný skip hefur verið því sem næst mettaður. Mörg útgerðarfyrirtæki, sem nú hefja útgerð skuttogara, selja minni fiskiskip, þannig að á markaðinum er mikill fjöldi tiltölulega nýrra fiskiskipa. Eftirspurn eftir smíði nýrra fiskiskipa hefur því dregizt saman. Um leið og ríkisstjórnin ákvað að beita sér fyrir stórfelldum innflutningi fiskiskipa var lýst yfir, að stefnt yrði að því að 8-10 meðalstórir skuttogarar yrðu smíðaðir hér á landi. Þótt liðin séu nær 2 ár síðan þessar yfirlýsingar voru gefnar, hafa íslenzkar skipasmiðjur aðeins hafið smíði 2 skuttogara og mikill dráttur varð á því, að smíði þeirra hæfizt vegna tregðu opinberra aðila við að greiða fyrir um fjármögnun þessara skipasmíða. Um síðustu áramót ákvað Byggðasjóður að hætta sérstökum 10% lánum til skipa, sem smíðuð eru innanlands og veitt hafa verið að fyrirlagi ríkisstjórnar- innar allt frá 1970. Lán þessi hafa verið veitt kaupendum skipa án tillits til búsetu, en framvegis hyggst sjóðurinn einskorða lán sín við staði, þar sem nauðsynlegt er að efla atvinnulíf og framkvæmdir með tilliti til byggðaþróunar í samræmi við tilgang sinn. Ríkisstjórnin hefur áhuga á að skipa þessum mál- um á þann veg að Iðnlánasjóður annist framkvæmd þessara lánveitinga, en til þess að það sé raunhæft, þarf að tryggja honum sérstakt fjármagn vegna þeirra. Síðastliðið vor kom fram á Alþingi þingsályktunartillaga um könnun á sam- keppnisaðstöðu innlends skipasmíðaiðnaðar við erlendan. Landssamband iðn- aðarmanna lýsti yfir eindregnum stuðningi við þessa tillögu og var hún sam- þykkt. Framkvæmdastofnun ríkisins hefur verið falin gerð þessarar athugunar. Nýlega gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út rit, sem tekið hefur verið saman á hennar vegum um aðgerðir í einstökum aðildarríkjum, til efl- ingar skipasmíðaiðnaðinum. Kemur þar fram, að þessi iðngrein nýtur víða er- lendis margháttaðs stuðnings og fyrirgreiðslu af hálfu opinberra aðila langt umfram það sem íslenzkur skipasmíðaiðnaður býr við. lagafrumvarpið þar sem ljóst þykir að það yrði varla samþykkt á Alþingi ef ætlunin væri að velta þessu gjaldi út í verðlagið, enda hefur þeirri reglu verið fylgt við ákvörðun á útseldri vinnu, að óheimilt er að leggja sérstaklega á gjöld til atvinnurekendafélög. Þá segir í lagafrumvarpinu, að verja skuli tekjum af iðnaðarmálagjaldinu þannig: 1. Upphæð sem svarar til iðnaðar- málagjalds S.Í.S. og kaupfélaga innan þess skal renna til starf- semi í þágu iðnaðar samvinnu- félaganna eftir nánari ákvörðun stjórnar S.Í.S. 2. Eftirstöðvar iðnaðarmálagjaldsins skulu skiptast að jöfnu á milli F.í.i. og Landssambands iðnaðar- manna, sem hvort um sig ráðstaf- ar sínum hluta til þess að vinna að eflingu iðnaðar og jákvæðri iðnþróun í landinu. Loks segir í lögunum, að þau öðlist þegar gildi og skuli í fyrsta sinn lagt á iðnaðarmálagjald árið 1973 á tekjur ársins 1972. Þar sem ekki tókst að fá lögin afgreidd á síðasta Alþingi verð- ur að breyta þessu ákvæði. Með lagafrumvarpinu var eftirfar- andi greinargerð: Iieildarsamtök iðnaðarins í landinu, Félag íslenzkra iðnrekenda og Lands- samband iðnaðarmanna hafa nú um meira en 4 áratuga skeið, ásamt Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga verið leiðandi aðilar í iðnþróun í landinu. Á þessu tímabili hefur iðnaðurinn vax- ið mjög verulega og er nú svo komið, að um þriðjungur þjóðarinnar starfar við iðnað, þ. e. framleiðslu-, þjónustu- og byggingariðnað. Á næstu árum mun þurfa að verða meiri vöxtur í iðn- aðinum en nokkru sinni fyrr og um leið þarf framleiðni iðnaðarins að stór- aukast. Þessi þróun gerir ákveðnar kröfur til samtaka iðnaðarins. Þau þurfa að vera virk og leiðandi í mótun og framkvæmd iðnaðarstefnunnar. Til þess að samtökin geti komið til móts við þessar kröfur þurfa þau að hafa fjármagn til þess að geta haft í sinni þjónustu nauðsynlegt starfslið til þess TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.