Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 23

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 23
Iðnaðarsamböndin á Norðurlöndum heimsótt í jÚNÍ mÁnuði 1973 var forseta og framkvæmdastjóra Landsambands iðnaðarmanna boðið til aðalfunda iðn- sambandanna í Noregi og Svíþjóð, en að þeim loknum var haldinn stjórnarfundur í Norræna iðnráðinu. Að- alfundur Norska iðnsambandsins (Norges Hándverks- og Industribedrifters Forbund) var haldinn í Þránd- heimi dagana 1. og 2. júní, en aðalfundur Sænska iðn- sambandsins (Sveriges Hantverks- och Industriorgani- sation) var haldinn í Falun í Dölunum dagana 4. og 5. júní. Stjórnarfundur í Norræna iðnráðinu var síðan haldin skammt frá Falun 6. júní. Aðalfundur Norska iðnsambandsins er haldinn 3. hvert ár og þá jafnan með allmikilli viðhöfn. í Norska iðnsambandinu eru nú 130 staðbundin iðnaðarmanna- félög og 31 landsfélag iðngreina og heildarfélagafjöld- inn um 8 þúsund. Fjöidi aðalfundarfulltrúa getur orðið um 300, en venjulega sækir um helmingur þeirra fund- inn og voru þeir nú um 150 talsins. Setning aðalfundarins fór fram í Erkibiskupsgarðin- um í Þrándheimi (Niðarósi) sem er um 750 ára gömul bygging. Áður en setningarathöfnin hófst lék lúðrasveit hersins fyrir utan byggnguna í u. þ. b. hálftíma, en forseti Norska iðnsambandsins Ola Frost, múrara- meistari, setti síðan aðalfundinn með ræðu. Að henni lokinni flutti fulltrúi iðnaðarráðherra kveðju frá ráð- herranum, en hann gat ekki komið sjálfur til setningar- innar vegna embættisanna. Ennfremur fluttu ýmsir framámenn í Þrándheimi ræður við athöfnina og við- staddir gestir frá systrasamtökunum á Norðurlöndum fluttu ræður, en það voru þeir Adolf Sörensen frá Danmörku, Ingólfur Finnbogason frá íslandi og Stig Stefansson frá Svíþjóð. I ræðu sinni þakkaði Ingólfur Finnbogason norskum iðnaðarmönnum fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjasöfnunar. Aðalfundarstörfin fóru fram daginn eftir og var þeim lokið á 7-8 tímum. Aðalfundinum var síðan lokið með mikilli veizlu, sem haldin var í Frímúrarahöllinni í Þrándheimi um kvöldið og var þar mættur m. a. iðn- aðarráðherra Noregs, Ola Skák Bræk. Eins og vænta má er mikil vinna lögð í undirbún- ing aðalfundar samtakanna þar sem hann er aðeins haldinn 3. hvert ár og raunverulegum aðalfundarstörf- um öllum lokið á einum degi. Á aðalfundinum er ann- ars vegar rætt um störf sambandsins á liðnu 3 ára starfs- tímabili og hins vegar um áætlanir um starfsemina á næsta 3 ára tímabili. Lögð er fram skýrsla um starfsem- ina og umfangsmiklar tillögur um stefnumál samtak- anna og starfsemi í framtíðinni. Engar ályktanir eru gerðar á aðalfundinum, en stefna samtakanna í öllum helztu málaflokkum, sem varða iðnaðinn, er mörkuð í starfsáætluninni. Starfsáætlunin er mjög viðamikil og er þar m. a. fjallað um eftirtalin málefni: Almenna stefnu í efnahagsmálum, þar sem m. a. er lögð áherzla á að dregið sé úr verðbólgu, að tryggð sé full atvinna og að fyrirtæki fái tækifæri til þess að byggja upp eigið fjármagn í rekstrinum. Fjallað er um útgjöld til félagsmála og almannatryggingakerfisins, þar er m. a. lagt til að dregið sé úr vaxtarhraða þess- ara ríkisútgjalda og að ekki sé lagður óhóflegur skattur á vinnuaflsfrek fyrirtæki en eins og er bera þau megin- hluta af kostnaði við almannatryggingakerfið, heldur beri að afla tekna til þessara mála með virðisauka- skatti. Þá er fjallað um skattamál og bent á, að hvergi í heiminum séu skattar eins mikið stighækkandi og í Noregi og þurfi að draga úr þessu, þannig að skattur af viðbótartekjum verði aldrei meiri en 50%. Einnig er bent á, að launatengd gjöld hafi gert alla vinnuafls- freka starfsemi óhóflega dýra og því þurfi að leysa þessa tekjuöflunarleið af hólmi með virðisaukaskatti. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.