Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Side 23

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Side 23
Iðnaðarsamböndin á Norðurlöndum heimsótt í jÚNÍ mÁnuði 1973 var forseta og framkvæmdastjóra Landsambands iðnaðarmanna boðið til aðalfunda iðn- sambandanna í Noregi og Svíþjóð, en að þeim loknum var haldinn stjórnarfundur í Norræna iðnráðinu. Að- alfundur Norska iðnsambandsins (Norges Hándverks- og Industribedrifters Forbund) var haldinn í Þránd- heimi dagana 1. og 2. júní, en aðalfundur Sænska iðn- sambandsins (Sveriges Hantverks- och Industriorgani- sation) var haldinn í Falun í Dölunum dagana 4. og 5. júní. Stjórnarfundur í Norræna iðnráðinu var síðan haldin skammt frá Falun 6. júní. Aðalfundur Norska iðnsambandsins er haldinn 3. hvert ár og þá jafnan með allmikilli viðhöfn. í Norska iðnsambandinu eru nú 130 staðbundin iðnaðarmanna- félög og 31 landsfélag iðngreina og heildarfélagafjöld- inn um 8 þúsund. Fjöidi aðalfundarfulltrúa getur orðið um 300, en venjulega sækir um helmingur þeirra fund- inn og voru þeir nú um 150 talsins. Setning aðalfundarins fór fram í Erkibiskupsgarðin- um í Þrándheimi (Niðarósi) sem er um 750 ára gömul bygging. Áður en setningarathöfnin hófst lék lúðrasveit hersins fyrir utan byggnguna í u. þ. b. hálftíma, en forseti Norska iðnsambandsins Ola Frost, múrara- meistari, setti síðan aðalfundinn með ræðu. Að henni lokinni flutti fulltrúi iðnaðarráðherra kveðju frá ráð- herranum, en hann gat ekki komið sjálfur til setningar- innar vegna embættisanna. Ennfremur fluttu ýmsir framámenn í Þrándheimi ræður við athöfnina og við- staddir gestir frá systrasamtökunum á Norðurlöndum fluttu ræður, en það voru þeir Adolf Sörensen frá Danmörku, Ingólfur Finnbogason frá íslandi og Stig Stefansson frá Svíþjóð. I ræðu sinni þakkaði Ingólfur Finnbogason norskum iðnaðarmönnum fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjasöfnunar. Aðalfundarstörfin fóru fram daginn eftir og var þeim lokið á 7-8 tímum. Aðalfundinum var síðan lokið með mikilli veizlu, sem haldin var í Frímúrarahöllinni í Þrándheimi um kvöldið og var þar mættur m. a. iðn- aðarráðherra Noregs, Ola Skák Bræk. Eins og vænta má er mikil vinna lögð í undirbún- ing aðalfundar samtakanna þar sem hann er aðeins haldinn 3. hvert ár og raunverulegum aðalfundarstörf- um öllum lokið á einum degi. Á aðalfundinum er ann- ars vegar rætt um störf sambandsins á liðnu 3 ára starfs- tímabili og hins vegar um áætlanir um starfsemina á næsta 3 ára tímabili. Lögð er fram skýrsla um starfsem- ina og umfangsmiklar tillögur um stefnumál samtak- anna og starfsemi í framtíðinni. Engar ályktanir eru gerðar á aðalfundinum, en stefna samtakanna í öllum helztu málaflokkum, sem varða iðnaðinn, er mörkuð í starfsáætluninni. Starfsáætlunin er mjög viðamikil og er þar m. a. fjallað um eftirtalin málefni: Almenna stefnu í efnahagsmálum, þar sem m. a. er lögð áherzla á að dregið sé úr verðbólgu, að tryggð sé full atvinna og að fyrirtæki fái tækifæri til þess að byggja upp eigið fjármagn í rekstrinum. Fjallað er um útgjöld til félagsmála og almannatryggingakerfisins, þar er m. a. lagt til að dregið sé úr vaxtarhraða þess- ara ríkisútgjalda og að ekki sé lagður óhóflegur skattur á vinnuaflsfrek fyrirtæki en eins og er bera þau megin- hluta af kostnaði við almannatryggingakerfið, heldur beri að afla tekna til þessara mála með virðisauka- skatti. Þá er fjallað um skattamál og bent á, að hvergi í heiminum séu skattar eins mikið stighækkandi og í Noregi og þurfi að draga úr þessu, þannig að skattur af viðbótartekjum verði aldrei meiri en 50%. Einnig er bent á, að launatengd gjöld hafi gert alla vinnuafls- freka starfsemi óhóflega dýra og því þurfi að leysa þessa tekjuöflunarleið af hólmi með virðisaukaskatti. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 23

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.