Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 36

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 36
Um síðustu áramót voru liðin 10 ár síðan Almennur líf- eyrissjóður iðnaðarmanna hóf starfsemi sína. Hugmyndin að stofnun sameiginlegs lífeyrissjóðs fyrir alla iðnaðar- menn kom fyrst fram á 24. Iðnþingi íslendinga, sem haldið var á Sauðárkróki í júnímánuði 1962. Það var Þórir Jónsson, bifvélavirkjameistari, sem reifaði þar mál- ið, og lagði hann til, að stofnaður yrði sameiginlegur líf- eyrissjóður fyrir þau félög innan Landssambands iðnað- armanna, sem ekki höfðu þá þegar myndað eigin lífeyris- sjóð. Þá höfðu aðeins tvær stéttir iðnaðarmanna stofnað eigin lífeyrissjóð þ. e. trésmiðir og prentarar. Tillaga Þóris Jónssonar hlaut góðar undirtektir á Iðn- þinginu, og var samþykkt einróma að kjósa fimm menn í nefnd til þess að undirbúa málið frekar og vinna að stofnun lífeyrissjóðsins. í nefnd þessa voru kosnir þeir Þórir Jónsson, Gunnar Björnsson, bifreiðasmiður, Reykja- vík, Ingólfur Finnbogason, húsasmíðameistari, Reykja- vík, Eyþór Þórðarson, vélstjóri, Ytri-Njarðvík og Þorgeir Jósefsson, vélvirkjameistari, Akranesi. Varamaður í nefndinni var Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri, og sat hann flesta fundi hennar. Þórir Jónsson var for- maður nefndarinnar. Nefndin hélt marga fundi veturinn 1962—63, og kynnti sér ýtarlega þá kosti, sem fyrir hendi voru um skipulag sjóðsins. Með nefndinni starfaði Bragi Hannes- son, framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna, en ennfremur fékk nefndin sér til ráðuneytis Guðjón Hansen, tryggingafræðing, sem hafði mikla reynslu á þessu sviði og hafði unnið að stofnun margra lífeyrissjóða. Nefndin var sammála um að stofna bæri áhættusjóð, sem tryggði einstökum sjóðfélögum og eftirlifandi mök- um og börnum þeirra vissan lágmarkslífeyri eftir nánari reglum, en bætur vegna einstakra sjóðfélaga skyldu ekki takmarkaðar við þau iðgjöld, sem greidd hefðu verið til sjóðsins þeirra v.egna, eins og á við þegar um séreigna- sjóði er að ræða. Þá voru og ákvæði í reglugerð sjóðsins, Almennur lífeyrissjóður iðnaðarmanna 10 ára sem kváðu svo á að kjósa skyldi fjóra menn í stjórn sjóðs- ins á Iðnþingi, þar af tvo meistara, en þeir skyldu síðan koma sér saman um oddamann. Nefndin lauk störfum í marz-mánuði 1963, og voru drög þau að reglugerð, sem hún hafði samið, send öllum félögum innan Landssambandsins til kynningar um vorið. Málið var síðan lagt fyrir 25. Iðnþing íslendinga, sem haldið var í Reykjavík í október 1963 til endanlegrar af- greiðslu og var reglugerð lífeyrissjóðsins samþykkt þar óbreytt og kosin fyrsta stjórn lífeyrissjóðsins, en hana skipuðu þeir Þórir Jónsson og Þorgeir Jósefsson af hálfu iðnmeistara og þeir Óskar Hallgrímsson, rafvirki og Sig- urgestur Guðjónsson af hálfu iðnsveina. Stjórnin kaus Guðjón Hansen sem oddamann þegar á fyrsta fundi sín- um. Stjórn sjóðsins ákvað þegar í stað að stefna að því, að sjóðurinn gæti hafði starfsemi sína 1. janúar 1964, og var rædd og voru menn sammála um að framkvæmdir sam- kvæmt tilboðunum væri spor í rétta átt. F.í.i. hefur síðan unnið að framgangi mála í samráði og samstarfi við Iðn- þróunarsjóð, sem mun styrkja framkvæmdir í málmiðnaði á sama hátt og gert er í fata- og húsgagnaiðnaði. Fyrirtækin, sem tóku þátt í fyrsta áfanga aðgerða, voru: Blikksmiðjurnar: Blikk og stál hf., Reykjavík, Glófaxi hf., Reykjavík, Vogur hf., Kópavogi. Iðnfyrirtækin: J. B. Pétursson, Reykjavík, Sandblástur og málmhúðun, Akureyri, Stálumbúðir hf., Reykjavík, Vírnet hf., Borgarnesi. Vélsmiðjurnar: Héðinn hf., Reykjavík og Garðahreppi, Klettur hf., Hafnarfirði, Sigurður Sveinbjörnsson, Garðahreppi. Mikill áhugi ríkir hjá forstöðumönnum þessara fyrir- tækja fyrir þeim verkefnum, sem framundan eru, og allir gera þeir sér grein fyrir þeim vandamálum, sem við blasa á næstu árum,þegar verndartollar falla niður af innflutt- um iðnaðarvörum og samkeppnin harðnar á innlendum markaði, samtímis því að flest íslenzk fyrirtæki standa í dag frammi fyrir þeim breytingum, sem fylgja þróun úr handiðn í verksmiðjuiðnað. 36 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.