Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Qupperneq 44

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Qupperneq 44
Iðnfrœðsla Aðal fundur Meistarasambands byggingamanna, haldinn: í Reykjavík 5.-6. maí 1978, ítrekar þá skoðnn sína að ekki rnegi slíta iðnfræðslu úr tengslum við atvinnulífið, en þó þurfi að flytja iðnnámið inn í skólana, að því marki sem unnt reynist og hagkvæmt þykir. Þá beinir fundurinn þeirri áskorun til mennta- málaráðuneytisins, að aukið verði verulega það fjármagn sem veitt er til námskrárgerðar í bygg- ingargreinum. Fundurinn telur nauðsynlegt að hraða gerð samræmdra námsskráa- og kennslu- gagna, sem er forsenda þess að unnt sé að taka upp nýtt kennsluform innan Iiinna ýmsu iðn- greina. Ennfremur leggur fundurinn áherslu á, að samræmd verði störf þeirra skóla, sem annast iðnfræðslu, þannig að nemendur sem stunda nám á iðnfræðslubrautum hafi jafna möguleika til að ljúka námi. Fuindurinn leggur ríka áherslu á, að við alla endurskoðun á námi og námstilhögun verði tek- ið fullt tillit til landsbyggðarinnar í lieild. Þá ítrekar fundurinn fyrri ályktanir um meist- arafræðslu, svo og viðauka- og endurmenntun iðnaðarmanna. Verðlagsmál Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna, haldinn 5.-6. maí í Reykjavík, lýsir ánægju sinn yfir lramkomnu verðlagsmálafrumvarpi, enda telur fundurinn að Jrað gefi möguleika á að byggingariðnaðargreinar fái að starfa undir meira frjálsræði, en verið hefur. Fundurinn harmar að sú könnun á álagningar- þörf sem lofuð var af núverandi stjórnvöldum, hefur ekki farið fram, enda hefði hún gefið bæði starfsgreinum og yfirvöldum betri yfirsýn yfir þessi inál í heild. Byggingalagafru mvarpið Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna, haldinn 5.—(5. maí, vill enn einu sinni koma á framfæri við félagsnrálaráðherra, þeirri ósk sam- takanna, að þegar reglugerð um byggingarlög verður sett, fái fulltrúi vor aðild að þeirri reglu- gerðarsetningu. Atvinnumál Aðalfundur Meistarasambandsbyggingamanna, haldinn 5,—fi. maí, minnir enn einu sinni á nauðsyn þess að betra skipulag fáist á fram- kvæmdir ríkis og sveitarfélaga, til að koma í veg fyrir óæskilegar sveiflur í atvinnumálum bygg- ingariðnaðar. Alyktanir aðalfundar Meistarasambands byggingarmanna Einnig er mikilvægt að sveitarfélög geti jafnað meira lóðaúthlutanir og meira verði úthlutað til byggingarfyrirtækja en gert hefur verið. Ef markvisst væri unnið að betri skipulagningu Jressara mála, kæmi slíkt fram í betri og jafnari fjármagnsnýtingu og miinni byggingarkostnaði, enda er Jrað forsenda fyrir Jiví, að byggingarfyr- irtæki geti náð þeirri tækniþróun sem nauðsvn- leg er. Verðtryggingar Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna, haldinn 5.—ö. maí, beinir þeirri eindregnu á- skorun til forsætisráðherra, að hann beiti sér fyr- ir lagfæringum á lögum um verðtryggingar fjár- skuldabindinga í Jrá átt sem nýfallinn hæstarétt- ardómur kvað á um, eða að slíkar verðtryggingar verði heimilaðar og að fulltrúi okkar verði til- kvaddur við lagfæringu laganna. Lánamál 20. aðalfundur Meistarasambands bygginga- manna, haldinn í Reykjavík 5.-6. maí 1978, bendir á þá miklu Jrýðingu sem hagkvæmur og öflugur byggingariðnaður hefur fyrir Jijóðar- heildina. Það er ómótmælanlegt að verulegur þáttur í þeirri sífelldu kröfugerð til hækkandi launa sem einkennt Iiefur íslenskt efnahagslíf og vinnumark- að kemur ekki síst til, vegna erfiðleika JreiiTa sem í fyrsta sinn eru að koma sér upp húsnæði fyrir sig og sína. Til Jressa hefur hinn almenni íbttðarbyggjandi fyrst og fremst neyðst til að treysta á hina ár- vissu verðbólgu, ]r. e. a. s. að geta greitt efni og vinnu með öðrum og minni krónum en raun- 38 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.